Jóla- og áramótaförðun 23. desember 2015 13:30 Sillu með jólaförðunina á hreinu. vísir Undanfarið ár hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá Reykjavík Make Up School en mikil ásókn hefur verið í skólann. Í haust fengu eigendur skólans til sín einn vinsælasta förðunarfræðing heims, Karen Sahari, sem hélt námskeið fyrir fullu húsi. Sahari er gríðarlega vinsæl um allan heim og vakti heimsókn hennar til Íslands mikla athygli víða um veröld. Að sögn Sigurlaugar, annars eiganda skólans, fór námskeið Sahari fram úr þeirra björtustu vonum enda mikill heiður að fá í heimsókn slíka stjörnu og fagmanneskju. Á komandi ári stefna þær Sigurlaug og Sara Dögg, eigendur skólans, á að taka á móti annarri stórstjörnu en vilja lítið gefa upp um það hver hún sé, allavega að sinni. Við á Lífinu fengum Sigurlaugu, eða Sillu eins og hún er kölluð, til þess að gera jóla- og áramótaförðun.Nú skal andlit farða Hér sýni ég eina útfærslu af hátíðarförðun, en ég ákvað að þessu sinni að gera grænt glimmersmókí. Vanalega myndi ég segja að jólaförðun væri tengd við rauðar varir, falleg augu, eyeliner og fullkomna húð en ákvað að breyta aðeins til. Ég byrjaði á að gera augun en það er vegna þess að ég notaði mikið af dökkum litum og ef þeir hrynja e-ð niður á húðina þá er synd að vera búin að gera fallega húð og þurfa að þrífa af. Ég notaði mjög fjölbreytt úrval af förðunarvörum og mun ég telja þær upp hér að neðan. Á augun notaði ég glimmeraugnskuggagrunn frá NYX sem heitir Base with pearl, þetta er hvítur glimmergrunnur en ég nota rosalega lítið af honum og blanda honum vel inn í húðina svo að hann verði glær með glimmeri. Því næst notaði ég dökkbrúnan, grænan og rauðbrúnan lit og blandaði þeim saman svo að útkoman yrði smókí, en smókí er ein tegund bjútíförðunar en allt önnur aðferð heldur en þessi týpíska bjútískygging. Litirnir sem ég notaði eru frá Make Up Store, MAC og Make Up For Ever. Á húðina notaði ég nýtt primer-púður frá Make Up Store sem heitir Smoothing primer en það gerir ótrúlega fallega áferð og fyllir í húðholur. Því næst notaði ég Ultra HD foundation frá Make Up For Ever en það fæst því miður ekki á Íslandi en ég elska þann farða, ótrúlega falleg áferð á því og það þekur vel fyrir þær sem vilja mikla þekju. Ég notaði svo Natural finish loose powder frá Chanel létt yfir allt andlitið til að festa farðann. Undir augun notaði ég True match hyljara frá L’Oréal og Reflex cover til að birta undir augunum, síðan setti ég Laura Mercier Translucent setting powder rétt undir til að festa hyljarann en mjög lítið af því. Ég notaði matt sólarpúður frá MAC til að skyggja hana og svo blandaði ég saman tveimur kinnalitum en þeir eru frá Too Faced í litnum I will always love you og svo notaði ég Coralista frá Benefit en þessi tveir kinnalitir eru í miklu uppáhaldi hjá Mario Dedivanovic sem hefur verið þekktur sem förðunarmeistari Kim Kardashian en ég og Sara, meðeigandinn minn, fórum til New York í september sl. og fórum á masterclass hjá honum til að læra hans aðferðir og fá hugmyndir að vörum. Ég blandaði svo saman tveimur highlighterum en það eru So Hollywood frá Anastasia Beverly Hills og Champain pop Jaclyn Hill highlighterinn frá BECCA. Báðir æðislegir. Ég notaði augnhár frá Tanya Burr sem heita Girls Night Out og maskara frá L’Oréal sem heitir Volume Million Lashes „So Couture“. Á varirnar notaði ég varalit frá Make Up Store sem heitir Crown. Ég enda svo alltaf á því að spreyja yfir andlitið með Setting spray frá Skindinavia og örlítið af FIX+ en það er ótrúlega mikilvægt ef maður er að nota púður svo það bráðni inn í húðina og sjáist ekki púðuráferð. Svo elska ég FIX+ til að ýkja highlighterinn á kinnbeinunum. Í hárinu á henni vildi ég leyfa klippingunni að njóta sín og slétti yfir með sléttujárni frá HH Simonsen sem heitir Signature Styler en það er eitt það allra besta sléttujárn sem ég hef prófað, virkar ótrúlega vel fyrir gróft hár og gerir það rennislétt. Jólafréttir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Undanfarið ár hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá Reykjavík Make Up School en mikil ásókn hefur verið í skólann. Í haust fengu eigendur skólans til sín einn vinsælasta förðunarfræðing heims, Karen Sahari, sem hélt námskeið fyrir fullu húsi. Sahari er gríðarlega vinsæl um allan heim og vakti heimsókn hennar til Íslands mikla athygli víða um veröld. Að sögn Sigurlaugar, annars eiganda skólans, fór námskeið Sahari fram úr þeirra björtustu vonum enda mikill heiður að fá í heimsókn slíka stjörnu og fagmanneskju. Á komandi ári stefna þær Sigurlaug og Sara Dögg, eigendur skólans, á að taka á móti annarri stórstjörnu en vilja lítið gefa upp um það hver hún sé, allavega að sinni. Við á Lífinu fengum Sigurlaugu, eða Sillu eins og hún er kölluð, til þess að gera jóla- og áramótaförðun.Nú skal andlit farða Hér sýni ég eina útfærslu af hátíðarförðun, en ég ákvað að þessu sinni að gera grænt glimmersmókí. Vanalega myndi ég segja að jólaförðun væri tengd við rauðar varir, falleg augu, eyeliner og fullkomna húð en ákvað að breyta aðeins til. Ég byrjaði á að gera augun en það er vegna þess að ég notaði mikið af dökkum litum og ef þeir hrynja e-ð niður á húðina þá er synd að vera búin að gera fallega húð og þurfa að þrífa af. Ég notaði mjög fjölbreytt úrval af förðunarvörum og mun ég telja þær upp hér að neðan. Á augun notaði ég glimmeraugnskuggagrunn frá NYX sem heitir Base with pearl, þetta er hvítur glimmergrunnur en ég nota rosalega lítið af honum og blanda honum vel inn í húðina svo að hann verði glær með glimmeri. Því næst notaði ég dökkbrúnan, grænan og rauðbrúnan lit og blandaði þeim saman svo að útkoman yrði smókí, en smókí er ein tegund bjútíförðunar en allt önnur aðferð heldur en þessi týpíska bjútískygging. Litirnir sem ég notaði eru frá Make Up Store, MAC og Make Up For Ever. Á húðina notaði ég nýtt primer-púður frá Make Up Store sem heitir Smoothing primer en það gerir ótrúlega fallega áferð og fyllir í húðholur. Því næst notaði ég Ultra HD foundation frá Make Up For Ever en það fæst því miður ekki á Íslandi en ég elska þann farða, ótrúlega falleg áferð á því og það þekur vel fyrir þær sem vilja mikla þekju. Ég notaði svo Natural finish loose powder frá Chanel létt yfir allt andlitið til að festa farðann. Undir augun notaði ég True match hyljara frá L’Oréal og Reflex cover til að birta undir augunum, síðan setti ég Laura Mercier Translucent setting powder rétt undir til að festa hyljarann en mjög lítið af því. Ég notaði matt sólarpúður frá MAC til að skyggja hana og svo blandaði ég saman tveimur kinnalitum en þeir eru frá Too Faced í litnum I will always love you og svo notaði ég Coralista frá Benefit en þessi tveir kinnalitir eru í miklu uppáhaldi hjá Mario Dedivanovic sem hefur verið þekktur sem förðunarmeistari Kim Kardashian en ég og Sara, meðeigandinn minn, fórum til New York í september sl. og fórum á masterclass hjá honum til að læra hans aðferðir og fá hugmyndir að vörum. Ég blandaði svo saman tveimur highlighterum en það eru So Hollywood frá Anastasia Beverly Hills og Champain pop Jaclyn Hill highlighterinn frá BECCA. Báðir æðislegir. Ég notaði augnhár frá Tanya Burr sem heita Girls Night Out og maskara frá L’Oréal sem heitir Volume Million Lashes „So Couture“. Á varirnar notaði ég varalit frá Make Up Store sem heitir Crown. Ég enda svo alltaf á því að spreyja yfir andlitið með Setting spray frá Skindinavia og örlítið af FIX+ en það er ótrúlega mikilvægt ef maður er að nota púður svo það bráðni inn í húðina og sjáist ekki púðuráferð. Svo elska ég FIX+ til að ýkja highlighterinn á kinnbeinunum. Í hárinu á henni vildi ég leyfa klippingunni að njóta sín og slétti yfir með sléttujárni frá HH Simonsen sem heitir Signature Styler en það er eitt það allra besta sléttujárn sem ég hef prófað, virkar ótrúlega vel fyrir gróft hár og gerir það rennislétt.
Jólafréttir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira