Adele: „Það brotna allir saman einhvern tímann“ 27. desember 2015 13:15 Forsíða Time Söngkonan Adele prýddi forsíðu tímaritsins Time á dögunum. Í viðtali í blaðinu ræðir hún nýju plötuna, tónlistarbransann og móðurhlutverkið svo eitthvað sé nefnt. Þegar ný plata Adele, 25, kom út þann 18. nóvember síðastliðinn rústaði hún fyrri sölumetum, meðal annars með því að selja 3,38 milljón eintök í Bandaríkjunum á fyrstu vikunni sem 25 var fáanleg. Sjálf hefur hún ekki hugmynd um hvernig það gerðist. „Þetta er eiginlega fáránlegt. Ég er ekki einu sinni bandarísk. Kannski halda allir að ég sé skyld drottningunni. Kanar eru með þráhyggju fyrir konungsfjölskyldunni," segir Adele, létt í bragði. Í viðtalinu segist hún ekki vita af hverju tónlist hennar er jafn vinsæl og raun ber vitni. Hún segir þó að kannski sé það því hún er óhrædd við að brotna saman. „Það brotna allir saman einhvern tímann. Fullt af fólki reynir að vera hugrakkt og gráta ekki. Stundum þegar þú veist af einhverjum öðrum sem líður jafn ömurlega og þér, eða nálgast hlutina á einhvern hátt sem þú tengir við, þá lætur það þér líða betur. Þó að tónlistin mín sé sorgleg, er líka gleði í henni. Ég vona allavega að ég færi fólki gleði, ekki bara sorg. Kannski er eitthvað hughreystandi við tónlistina. Ég veit það ekki, satt að segja."Adele er ekki vörumerki Sú þróun hefur orðið á undanförnum árum að tónlistarmenn sem öðlast hvað mestar vinsældir, hugsa mikið um ímynd sína - verða hálfpartinn að vörumerki. Adele þolir ekki svona bransatal. „Ég þoli ekki þetta orð, vörumerki (e.brand). Það hljómar eins og ég sé mýkingarefni eða snakkpoki. Ég er það ekki. En listamenn þurfa að hafa persónuleika. Ef þú væntir þess af fólki að það hleypi þér að sér, verður þú að vera allur pakkinn. Ég hef það á tilfinningunni að sumir tónlistarmenn séu þannig að því stærri og frægari sem þeir verða, því ömurlegri manneskjur. Mér er alveg sama hvort þú býrð til geðveika plötu - ef mér líkar ekki við þig, þá kaupi ég ekki plötuna þína. Ég vil ekki spila plötuna þína heima hjá mér ef mér finnst þú vera fáviti."Eðlilegt heimilislíf Adele ræðir einnig um móðurhlutverkið, sem hún segir klárlega hafa breytt sér. Hún finni tilgang í lífi sínu. „Ég er svo stolt af mér að hafa búið hann til. Þessa litlu manneskju sem gengur um allt og gerir það sem hann vill. Ég get ekki beðið eftir að vita hverjir verða bestu vinir hans, hver kærasta eða kærastinn hans verður, hvaða bíómyndir hann fílar... Ég mun alltaf styðja strákinn minn, hvað sem á dynur - hvað sem hann vill verða." Hún segir líf sitt með Angelo, og kærasta sínum Simon Konecki, í London vera eðlilegt heimilislíf. „Það er eins eðlilegt líf og ég get nokkurn tíma átt. Ég held að það myndi koma fólki á óvart. Þegar ég er ekki í myndatöku eða einhverju slíku, þá erum þetta bara við, ég, kærastinn minn og barnið." Vill ekki ala upp barn sem er fáviti Adele vill ekki að frægðin taki yfir líf hennar. „Maður verður að vera í tengslum við sjálfan sig. Ef maður missir þau tengsl, þá langar engan að tala við þig eða hlusta á það sem þú ert að gera. Fólk bara bendir á þig og hlær. Að þér, ekki með þér. Ég vil heldur ekki ala upp barn sem er fáviti og alltaf að kalla á bílstjórann sinn, eða eitthvað fólk sem á að þrífa fötin hans. Ég vil ekki að hann alist þannig upp." Sjálf segist hún hafa lært margt gott á undanförnum árum. Hún hafi lært að glíma við sjálfsefann og kvíðann sem var órjúfanlegur hluti af henni fyrir nokkrum árum. „Mér líður til dæmis ekki vel með að vera fræg. Hversu lengi á mér að líða þannig? Ef ég ætla mér að halda áfram að búa til tónlist, eru ágætis líkur á því að ég verði fræg næstu 20 árin. Á mér að líða illa næstu 20 árin eða verð ég bara að venjast þessu? Ég vil ekki fara í lýtaaðgerð. Ég kem til með að líta svona út að eilífu. Ég verð bara að horfast í augu við það. Og þegar ég hef horfst í augu við það, þá er maður miklu rólegri með það líka." Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Söngkonan Adele prýddi forsíðu tímaritsins Time á dögunum. Í viðtali í blaðinu ræðir hún nýju plötuna, tónlistarbransann og móðurhlutverkið svo eitthvað sé nefnt. Þegar ný plata Adele, 25, kom út þann 18. nóvember síðastliðinn rústaði hún fyrri sölumetum, meðal annars með því að selja 3,38 milljón eintök í Bandaríkjunum á fyrstu vikunni sem 25 var fáanleg. Sjálf hefur hún ekki hugmynd um hvernig það gerðist. „Þetta er eiginlega fáránlegt. Ég er ekki einu sinni bandarísk. Kannski halda allir að ég sé skyld drottningunni. Kanar eru með þráhyggju fyrir konungsfjölskyldunni," segir Adele, létt í bragði. Í viðtalinu segist hún ekki vita af hverju tónlist hennar er jafn vinsæl og raun ber vitni. Hún segir þó að kannski sé það því hún er óhrædd við að brotna saman. „Það brotna allir saman einhvern tímann. Fullt af fólki reynir að vera hugrakkt og gráta ekki. Stundum þegar þú veist af einhverjum öðrum sem líður jafn ömurlega og þér, eða nálgast hlutina á einhvern hátt sem þú tengir við, þá lætur það þér líða betur. Þó að tónlistin mín sé sorgleg, er líka gleði í henni. Ég vona allavega að ég færi fólki gleði, ekki bara sorg. Kannski er eitthvað hughreystandi við tónlistina. Ég veit það ekki, satt að segja."Adele er ekki vörumerki Sú þróun hefur orðið á undanförnum árum að tónlistarmenn sem öðlast hvað mestar vinsældir, hugsa mikið um ímynd sína - verða hálfpartinn að vörumerki. Adele þolir ekki svona bransatal. „Ég þoli ekki þetta orð, vörumerki (e.brand). Það hljómar eins og ég sé mýkingarefni eða snakkpoki. Ég er það ekki. En listamenn þurfa að hafa persónuleika. Ef þú væntir þess af fólki að það hleypi þér að sér, verður þú að vera allur pakkinn. Ég hef það á tilfinningunni að sumir tónlistarmenn séu þannig að því stærri og frægari sem þeir verða, því ömurlegri manneskjur. Mér er alveg sama hvort þú býrð til geðveika plötu - ef mér líkar ekki við þig, þá kaupi ég ekki plötuna þína. Ég vil ekki spila plötuna þína heima hjá mér ef mér finnst þú vera fáviti."Eðlilegt heimilislíf Adele ræðir einnig um móðurhlutverkið, sem hún segir klárlega hafa breytt sér. Hún finni tilgang í lífi sínu. „Ég er svo stolt af mér að hafa búið hann til. Þessa litlu manneskju sem gengur um allt og gerir það sem hann vill. Ég get ekki beðið eftir að vita hverjir verða bestu vinir hans, hver kærasta eða kærastinn hans verður, hvaða bíómyndir hann fílar... Ég mun alltaf styðja strákinn minn, hvað sem á dynur - hvað sem hann vill verða." Hún segir líf sitt með Angelo, og kærasta sínum Simon Konecki, í London vera eðlilegt heimilislíf. „Það er eins eðlilegt líf og ég get nokkurn tíma átt. Ég held að það myndi koma fólki á óvart. Þegar ég er ekki í myndatöku eða einhverju slíku, þá erum þetta bara við, ég, kærastinn minn og barnið." Vill ekki ala upp barn sem er fáviti Adele vill ekki að frægðin taki yfir líf hennar. „Maður verður að vera í tengslum við sjálfan sig. Ef maður missir þau tengsl, þá langar engan að tala við þig eða hlusta á það sem þú ert að gera. Fólk bara bendir á þig og hlær. Að þér, ekki með þér. Ég vil heldur ekki ala upp barn sem er fáviti og alltaf að kalla á bílstjórann sinn, eða eitthvað fólk sem á að þrífa fötin hans. Ég vil ekki að hann alist þannig upp." Sjálf segist hún hafa lært margt gott á undanförnum árum. Hún hafi lært að glíma við sjálfsefann og kvíðann sem var órjúfanlegur hluti af henni fyrir nokkrum árum. „Mér líður til dæmis ekki vel með að vera fræg. Hversu lengi á mér að líða þannig? Ef ég ætla mér að halda áfram að búa til tónlist, eru ágætis líkur á því að ég verði fræg næstu 20 árin. Á mér að líða illa næstu 20 árin eða verð ég bara að venjast þessu? Ég vil ekki fara í lýtaaðgerð. Ég kem til með að líta svona út að eilífu. Ég verð bara að horfast í augu við það. Og þegar ég hef horfst í augu við það, þá er maður miklu rólegri með það líka."
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira