Rússnesk rúlletta á BMW M1 Coupe Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 09:56 Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður
Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður