Nýtt rúgbrauð sýnt í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:15 Nýja Volkswagen rúgbrauðið. worldcarfans Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja. Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent
Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja.
Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent