Justin Bieber með tónleika á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2015 10:55 Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43
Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45