Mazda MX-5 valinn bíll ársins í Japan Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 12:11 Mazda MX-5. Mazda MX-5 hefur verið valinn Bíll ársins í Japan 2015-2016. Mazda MX-5 er sjötta módelið af nýrri kynslóð Mazda bíla sem eru búnir hinni margverðlaunuðu SkyActiv vélartækni og hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hugmyndafræðinni. Þessi létti og lipri, tveggja sæta sportbíll er með drif á afturhjólunum. Við endurhönnun Mazda MX-5 var lögð áhersla á akstursánægju en um leið tókst hönnuðum Mazda að létta bílinn um heil 100 kg. Í forgangi var þó jafnframt að aðgengi væri auðvelt og bíllinn væri praktískur fyrir daglegt líf. „Við erum afar stolt og þakklát og það er sannur heiður að Mazda MX-5 skuli hljóta þessi virtu verðlaun. Þessi verðlaun eru frábær innblástur til þess að halda áfram á þeirri braut sem við erum komin á. Við munum halda áfram að búa til bíla með frábæra aksturseiginleika og stefnan tekin á að verða hinn eini sanni bíll fyrir okkar viðskiptavini og að þeir muni leita aftur og aftur til okkar.“ sagði Masamichi Kogai, forstjóri Mazda við afhendingu verðlaunanna. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent
Mazda MX-5 hefur verið valinn Bíll ársins í Japan 2015-2016. Mazda MX-5 er sjötta módelið af nýrri kynslóð Mazda bíla sem eru búnir hinni margverðlaunuðu SkyActiv vélartækni og hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hugmyndafræðinni. Þessi létti og lipri, tveggja sæta sportbíll er með drif á afturhjólunum. Við endurhönnun Mazda MX-5 var lögð áhersla á akstursánægju en um leið tókst hönnuðum Mazda að létta bílinn um heil 100 kg. Í forgangi var þó jafnframt að aðgengi væri auðvelt og bíllinn væri praktískur fyrir daglegt líf. „Við erum afar stolt og þakklát og það er sannur heiður að Mazda MX-5 skuli hljóta þessi virtu verðlaun. Þessi verðlaun eru frábær innblástur til þess að halda áfram á þeirri braut sem við erum komin á. Við munum halda áfram að búa til bíla með frábæra aksturseiginleika og stefnan tekin á að verða hinn eini sanni bíll fyrir okkar viðskiptavini og að þeir muni leita aftur og aftur til okkar.“ sagði Masamichi Kogai, forstjóri Mazda við afhendingu verðlaunanna.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent