Lífið

Axel Pétur ekki á leið í forsetaframboð: „Að bjóða sig fram í þá mafíu er svolítið barnalegt“

Birgir Olgeirsson skrifar
Axel Pétur Axelsson, stjórnandi Frelsi TV.
Axel Pétur Axelsson, stjórnandi Frelsi TV. Vísir/YouTube
„Ég er ekki á leið í forsetaframboð, þrátt fyrir fjölmargar áskoranir,“ segir Axel Pétur Axelsson, stjórnandi Frelsi TV, en stofnuð hefur verið Facebook-síðu þar sem hann er hvattur í framboð til embættis forseta Íslands.

Axel segir síðuna vera grín frá þeim sem fylgjast með Frelsi TV, en Axel er hvað þekktastur fyrir að birta myndbönd á YouTube undir merkjum Frelsi TV sem gengur undir slagorðinu: Samsæriskenningar á heimsmælikvarða. 

„Ég tek þessu ekki alvarlega því í mínum huga er íslenska valdstjórnin mafía sem framdi valdarán með Kópavogsfundinum,“ segir Axel Pétur en umræddur Kópavogsfundur haldinn árið 1662 og má fræðast nánar um hann hér á Vísindavef Háskóla Íslands. 

„Að bjóða sig fram í þá mafíu er svolítið barnalegt,“ segir Axel sem unir hagi sínum vel í Svíþjóð og er ekki á leið heim til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×