Lærdómur af ákæru Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Óhætt er að fullyrða að við höfum flest andað léttar þegar héraðsdómur kvað upp sýknudóm yfir Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi í vikunni. Þjóðin fylgdist með réttarhöldum þar sem saksóknari reyndi að leiða í ljós að hún hefði í starfi sínu orðið manni að bana af gáleysi. Réttarhöldin voru tilfinningaþrungin og engum duldist sá sársauki, kvíði og angist sem ákæran olli Ástu Kristínu og hennar nánustu. Vitni fyrir dómi lýstu erfiðri vinnuaðstöðu hennar og alltof miklu álagi. Skýrt kom fram í málflutningi að hætta á mistökum er mikil í slíku umhverfi. Við þekkjum lýsingar á óboðlegum aðstæðum sem sjúklingum og starfsfólki Landspítalans eru búnar. Vitni orðaði það svo að mistök eins og þau sem ákært var fyrir hefðu getað hent það sjálft. Fjöldi starfsmanna Landspítalans hafði gefið álíka yfirlýsingar opinberlega. Eðlilega veltir fólk því fyrir sér í hvers þágu Ásta Kristín var ákærð. Ekki var það gert vegna kröfu nánustu ættingja hins látna. Enginn kærandi lýsti glæp ¬ enginn krafðist refsingar. Ekkja hins látna opinberaði meira að segja efasemdir um sekt Ástu Kristínar og lýsti samúð með henni í átakanlegum sporum. Saksóknari sem gefur út ákæru verður að taka afstöðu til þess hvort líkur á sakfellingu séu meiri en líkur á sýknu. Það getur verið snúið í mörgum tilfellum. Þetta mál virðist ekki falla í þann flokk. Ákvörðun um að gefa út opinbera ákæru verður því að byggjast á vandaðri rannsókn atvika og sannfæringu ákærandans um að niðurstaðan feli í sér haldgóða sönnun um refsiverðan verknað. Annars á ekki að ákæra. Saksóknari getur ekki vikist undan því að taka þessa ákvörðun. Hann má ekki ákæra í því skyni að láta dóminn um matið á því hvort glæpur hafi verið framinn. Þannig gerir hann sakborning að tilraunadýri réttarkerfisins. Ekki má heldur réttlæta ákæru með því að þannig gefist sakborningi kostur á að hreinsa nafn sitt. Að fá á sig ákæru fyrir manndráp af gáleysi hlýtur að vera mikið áfall. Að þurfa að koma fyrir dómara sem sakborningur og svara til saka fyrir lát annars manns hlýtur að vera öllu venjulegu fólki hræðileg raun. Slíkt mun ætíð skilja eftir sig sár á sál þess sem fyrir verður, jafnvel þó að í ljós komi að sakargiftir hafi verið byggðar á sandi. Saksóknarar verða að gæta þess að fylgja þeirri sjálfsögðu reglu, sem flestir leikmenn þekkja, að einungis megi ákæra þegar háttsemi hins ákærða gefur tilefni til þess að ætla að hann verði sakfelldur. Ekki má ákæra af þeirri ástæðu einni að afleiðingar verknaðar hafi verið hörmulegar, ef slíkt stafaði af erfiðum ytri aðstæðum eins og raunin var í þessu máli, en ekki ámælisverðri hegðun. Hamingja og sálarheill þeirra sem fyrir verða er í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Óhætt er að fullyrða að við höfum flest andað léttar þegar héraðsdómur kvað upp sýknudóm yfir Ástu Kristínu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingi í vikunni. Þjóðin fylgdist með réttarhöldum þar sem saksóknari reyndi að leiða í ljós að hún hefði í starfi sínu orðið manni að bana af gáleysi. Réttarhöldin voru tilfinningaþrungin og engum duldist sá sársauki, kvíði og angist sem ákæran olli Ástu Kristínu og hennar nánustu. Vitni fyrir dómi lýstu erfiðri vinnuaðstöðu hennar og alltof miklu álagi. Skýrt kom fram í málflutningi að hætta á mistökum er mikil í slíku umhverfi. Við þekkjum lýsingar á óboðlegum aðstæðum sem sjúklingum og starfsfólki Landspítalans eru búnar. Vitni orðaði það svo að mistök eins og þau sem ákært var fyrir hefðu getað hent það sjálft. Fjöldi starfsmanna Landspítalans hafði gefið álíka yfirlýsingar opinberlega. Eðlilega veltir fólk því fyrir sér í hvers þágu Ásta Kristín var ákærð. Ekki var það gert vegna kröfu nánustu ættingja hins látna. Enginn kærandi lýsti glæp ¬ enginn krafðist refsingar. Ekkja hins látna opinberaði meira að segja efasemdir um sekt Ástu Kristínar og lýsti samúð með henni í átakanlegum sporum. Saksóknari sem gefur út ákæru verður að taka afstöðu til þess hvort líkur á sakfellingu séu meiri en líkur á sýknu. Það getur verið snúið í mörgum tilfellum. Þetta mál virðist ekki falla í þann flokk. Ákvörðun um að gefa út opinbera ákæru verður því að byggjast á vandaðri rannsókn atvika og sannfæringu ákærandans um að niðurstaðan feli í sér haldgóða sönnun um refsiverðan verknað. Annars á ekki að ákæra. Saksóknari getur ekki vikist undan því að taka þessa ákvörðun. Hann má ekki ákæra í því skyni að láta dóminn um matið á því hvort glæpur hafi verið framinn. Þannig gerir hann sakborning að tilraunadýri réttarkerfisins. Ekki má heldur réttlæta ákæru með því að þannig gefist sakborningi kostur á að hreinsa nafn sitt. Að fá á sig ákæru fyrir manndráp af gáleysi hlýtur að vera mikið áfall. Að þurfa að koma fyrir dómara sem sakborningur og svara til saka fyrir lát annars manns hlýtur að vera öllu venjulegu fólki hræðileg raun. Slíkt mun ætíð skilja eftir sig sár á sál þess sem fyrir verður, jafnvel þó að í ljós komi að sakargiftir hafi verið byggðar á sandi. Saksóknarar verða að gæta þess að fylgja þeirri sjálfsögðu reglu, sem flestir leikmenn þekkja, að einungis megi ákæra þegar háttsemi hins ákærða gefur tilefni til þess að ætla að hann verði sakfelldur. Ekki má ákæra af þeirri ástæðu einni að afleiðingar verknaðar hafi verið hörmulegar, ef slíkt stafaði af erfiðum ytri aðstæðum eins og raunin var í þessu máli, en ekki ámælisverðri hegðun. Hamingja og sálarheill þeirra sem fyrir verða er í húfi.