Lífið

Hitað upp fyrir Star Wars með fjármálum

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Í dag stendur VÍB stofan fyrir fræðslufundi um fjármálasögu Star Wars vörumerkisins. Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri VÍB segir að sagan sé merkileg og heillandi.

„Því meira sem maður kafar ofan í þetta því meira heillandi verður þetta. Nýja Star Wars myndin verður frumsýnd í vikunni og búist er við því að hún verði ein sú tekjuhæsta í sögunni.“ Meðal þess sem fjallað verður um á fundinum er öll starfsemin í kringum kvikmyndirnar sem er langstærsti hluti tekna sem Star Wars skapar.

„Sala á leikföngum, tölvuleikjum, fatnaði og öðru slíku er svo ótrúlega stórt apparat í þessu öllu saman. Það er í rauninni uppistaðan af því sem kemur frá vörumerkinu og ég mun greina hvernig það skiptist niður.“





George Lucas seldi Disney réttin af Star Wars fyrir 550 milljarða króna.
Árið 2012 keypti Disney réttin á öllum Star Wars myndunum nema þeirri fyrstu, sem er í eigu framleiðslufyrirtækisins Fox.

„Við munum fara yfir hvers vegna Disney ákvað að eyða 550 milljörðum króna í kaupin af George Lucas. George gerði líka tvö gríðarlega mikilvæga samninga á áttunda áratugnum. Annars vegar við Fox og hinsvegar við Steven Spielberg sem skilaði þeim báðum fleiri milljörðum.“

Fundurinn hefst klukkan fimm í dag á Kirkjusandi 2 og er þetta ágætis leið til þess að hita upp fyrir frumsýningu myndarinnar. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Hafa beðið í röð síðan í síðustu viku

Nýjasta Star Wars myndin, The Force Awakens, verður frumsýnd í Los Angeles í dag en aðdáendur kvikmyndanna hafa beðið í röðum frá því í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×