Bílasala í Evrópu jókst um 14% í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2015 11:26 Sala bíla í Evrópu var 1,12 milljónir í nóvember. reuters Þetta ár ætlar að verða gott bílasöluár í Evrópu líkt og hér á landi. Í nóvember jókst hún um 13,7% frá fyrra ári og hefur hún nú vaxið um 8,6% á árinu öllu og 13 milljónir bíla selst. Vöxtur í bílasölu hefur verið í Evrópu stanslaust síðustu 27 mánuði í kjölfar 6 ára dræmrar sölu bíla í álfunni. Salan í nóvember var 1,12 milljón bílar. Gengi hinna ýmsu bílframleiðenda var þó misjafnt, en segja má að máuðurinn hafi verið fengsæll Ford, Opel og Fiat/Chrysler. Sala Ford jókst um 21%, sala Opel um 19% og sala Fiat/Chrysler um 18%. Sala stærsta bílaframleiðanda álfunnar, Volkswagen, jókst um 4,2%. Það er talsvert undir vexti heildarsölunnar og því tapaði fyrirtækið markaðshlutdeild í mánuðinum, fór úr 13,5% í 12,2%. Sala Skoda jókst um 11%, Porsche um 4,9%, Audi um 4,1% og sala Seat féll um 2,5%. Öll tilheyra þessi fyrirtæki Volkswagen. Ágætlega gekk hjá frönskum bílaframleiðendum og jókst sala Renault um 15%. Sala PSA/Peugeot-Citroën jókst um 13%, en sala Peugeot eingöngu jókst um 16%, og sala Citroën um 7,8%. Á meðal bílaframleiðenda frá Asíu jókst sala Hyundai mest, eða um 12% og Kia náði 9,2 aukningu. Toyota náði 6,7% aukningu og Nissan 5,7%. Vel gekk hjá lúxusbílamerkjunum og jókst sala Mercedes Benz um 19% og hjá undirmerki þess, Smart nam aukningin 71%. BMW seldi 11% meira og undirmerkið Mini jók söluna um 12%. Volvo náði 22% söluaukningu, en á meðal lúxusbílaframleiðenda stal Jaguar Land Rover senunni með 70% aukningu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent
Þetta ár ætlar að verða gott bílasöluár í Evrópu líkt og hér á landi. Í nóvember jókst hún um 13,7% frá fyrra ári og hefur hún nú vaxið um 8,6% á árinu öllu og 13 milljónir bíla selst. Vöxtur í bílasölu hefur verið í Evrópu stanslaust síðustu 27 mánuði í kjölfar 6 ára dræmrar sölu bíla í álfunni. Salan í nóvember var 1,12 milljón bílar. Gengi hinna ýmsu bílframleiðenda var þó misjafnt, en segja má að máuðurinn hafi verið fengsæll Ford, Opel og Fiat/Chrysler. Sala Ford jókst um 21%, sala Opel um 19% og sala Fiat/Chrysler um 18%. Sala stærsta bílaframleiðanda álfunnar, Volkswagen, jókst um 4,2%. Það er talsvert undir vexti heildarsölunnar og því tapaði fyrirtækið markaðshlutdeild í mánuðinum, fór úr 13,5% í 12,2%. Sala Skoda jókst um 11%, Porsche um 4,9%, Audi um 4,1% og sala Seat féll um 2,5%. Öll tilheyra þessi fyrirtæki Volkswagen. Ágætlega gekk hjá frönskum bílaframleiðendum og jókst sala Renault um 15%. Sala PSA/Peugeot-Citroën jókst um 13%, en sala Peugeot eingöngu jókst um 16%, og sala Citroën um 7,8%. Á meðal bílaframleiðenda frá Asíu jókst sala Hyundai mest, eða um 12% og Kia náði 9,2 aukningu. Toyota náði 6,7% aukningu og Nissan 5,7%. Vel gekk hjá lúxusbílamerkjunum og jókst sala Mercedes Benz um 19% og hjá undirmerki þess, Smart nam aukningin 71%. BMW seldi 11% meira og undirmerkið Mini jók söluna um 12%. Volvo náði 22% söluaukningu, en á meðal lúxusbílaframleiðenda stal Jaguar Land Rover senunni með 70% aukningu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent