Tryggingasvikari sem ók Bugatti Veyron út í stöðuvatn fékk 1 árs dóm Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 15:19 Fyrir nokkrum árum síðan ók Andy House rándýrun Bugatti Veyron bíl sínum rakleiðis útí stöðuvatn í Texas fylki í Bandaríkjunum. Það gerði hann til að svíkja út tryggingar, en bíllinn var tryggður fyrir 2,2 milljónir dollara þó svo Andy hafi keypt hann fyrir 1,0 milljón dollara. Andy House bar því við er hann var spurður af hverju bíllinn endaði úti vatninu að hann hafi verið að forðast pelíkana á lágflugi. Því miður fyrir þennan óheppna eða klaufska svikara þá náðust myndir af athæfi hans. Þar sést að engir pelíkanar, né aðrir fuglar, voru nálægt bílnum heldur ekur hann greinilega viljandi beint útí vatnið. Fyrir þessa tilraun til að svíkja út peninga frá tryggingafélagi sínu hefur Andy nú verið dæmdur til eins árs fangelsinsvistar og eftir að henni líkur þarf hann að sæta eftirliti næstu 3 árin. Auk þess þarf hann að borga tryggingafélaginu 600.000 dollara., Hann er líka einum Bugatti Veyron fátækari. Í myndskeiðinu hér að ofan sést er Andy House ekur bílnum viljandi í stöðuvatnið. Þetta myndskeið sannaði sekt hans. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent
Fyrir nokkrum árum síðan ók Andy House rándýrun Bugatti Veyron bíl sínum rakleiðis útí stöðuvatn í Texas fylki í Bandaríkjunum. Það gerði hann til að svíkja út tryggingar, en bíllinn var tryggður fyrir 2,2 milljónir dollara þó svo Andy hafi keypt hann fyrir 1,0 milljón dollara. Andy House bar því við er hann var spurður af hverju bíllinn endaði úti vatninu að hann hafi verið að forðast pelíkana á lágflugi. Því miður fyrir þennan óheppna eða klaufska svikara þá náðust myndir af athæfi hans. Þar sést að engir pelíkanar, né aðrir fuglar, voru nálægt bílnum heldur ekur hann greinilega viljandi beint útí vatnið. Fyrir þessa tilraun til að svíkja út peninga frá tryggingafélagi sínu hefur Andy nú verið dæmdur til eins árs fangelsinsvistar og eftir að henni líkur þarf hann að sæta eftirliti næstu 3 árin. Auk þess þarf hann að borga tryggingafélaginu 600.000 dollara., Hann er líka einum Bugatti Veyron fátækari. Í myndskeiðinu hér að ofan sést er Andy House ekur bílnum viljandi í stöðuvatnið. Þetta myndskeið sannaði sekt hans.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent