Mótorhjól bönnuð í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 15:23 Mótorhjólakappi klárar Pikes Peak keppnina. Jalopnik Frægasta brekkuklifurkeppni heims er Pikes Peak keppnin í Colorado í Bandaríkjunum. Þar keppa ökumenn á hverju ári hver er fljótastur að klifra upp fjallið Pikes Peak um 20 km leið og í leiðinni klifra upp 1.440 metra. Þessi keppni hefur krafist margra mannslífa og í síðustu tveimur keppnum dóu tveir mótorhjólamenn og í kjölfar þess hafa keppnishaldarar bannað mótorhjól í næstu keppni. Mótorhjól hafa aðeins tekið þátt síðustu fimm ár, en fyrir það var partur af leiðinni ennþá ómalbikaður og því ekki grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Mikil reiði er á meðal þeirra mótorhjólamanna sem hugsað höfðu sér að taka þátt í næstu keppni. Met mótorhjóla í Pikes Peak var sett fyrsta árið sem brautin var öll malbikuð, árið 2011 og tími þess 9:52,82 mínútur, en besti tími sem náðst hefur á bíl er 8:13,88, sett af rallökumanninum Sebastian Loeb árið 2013, en hann ók Peugeot 208 T16 bíl. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Frægasta brekkuklifurkeppni heims er Pikes Peak keppnin í Colorado í Bandaríkjunum. Þar keppa ökumenn á hverju ári hver er fljótastur að klifra upp fjallið Pikes Peak um 20 km leið og í leiðinni klifra upp 1.440 metra. Þessi keppni hefur krafist margra mannslífa og í síðustu tveimur keppnum dóu tveir mótorhjólamenn og í kjölfar þess hafa keppnishaldarar bannað mótorhjól í næstu keppni. Mótorhjól hafa aðeins tekið þátt síðustu fimm ár, en fyrir það var partur af leiðinni ennþá ómalbikaður og því ekki grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Mikil reiði er á meðal þeirra mótorhjólamanna sem hugsað höfðu sér að taka þátt í næstu keppni. Met mótorhjóla í Pikes Peak var sett fyrsta árið sem brautin var öll malbikuð, árið 2011 og tími þess 9:52,82 mínútur, en besti tími sem náðst hefur á bíl er 8:13,88, sett af rallökumanninum Sebastian Loeb árið 2013, en hann ók Peugeot 208 T16 bíl.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent