Lífið

Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika hér á landi.
Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika hér á landi. Vísir/Getty
Forsvarsmenn Senu munu skoða það hvort að möguleiki sé að Justin Bieber haldi aukatónleika hér á landi eftir að í ljós kom að gríðarleg eftirspurn var eftir miðum á tónleika hans.

„Okkur datt ekki hreinlega ekki í hug að það væri þörf á því að halda aukatónleika. Þetta er er mjög langsótt en það er ekki annað hægt en að skoða það hvort að það sé möguleiki á því að hann haldi hér aukatónleika,“ segir Ísleifur Þórhallsson í samtali við Vísi.

Sjá einnig: Seldist upp á hálftíma

Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum á tónleika Justin Bieber sem fram fara í Kórnum 9. september á næsta ári. Alls voru 19.000 miðar í boði og seldust miðar upp á örskotsstundu. Almenn miðasala hófst klukkan 10 í morgun og seldust miðar upp á um hálftíma.

„Staðan er þannig núna að það eru allir komnir í jólafrí þarna úti þannig að í byrjun janúar munum við heyra í umboðsmönnum hans, útskýra fyrir þeim eftirspurnina og sjá hvað sé hægt að gera,“ segir Ísleifur. “Ég vil samt taka það fram að þetta er mjög langsótt og ég vil alls ekki byggja upp neinar vonir. Við munum samt reyna eins og við getum.“

Sjá einnig: Talið að Justin Bieber muni staldra við

Líkt og Vísir hefur fjallað um eru líkur á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. Þegar dagsetningar á tónleikaferðalagi hans eru skoðaðar kemur í ljós að langur tími líður frá tónleikum hans í Kórnum og þeirra næstu á eftir, sem verða í Berlín.




Tengdar fréttir

Talið að Justin Bieber muni staldra við

Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.