Engin takmörk fyrir bætingu hjá Porsche Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 09:08 Lítil útlitsbreyting en aðalbreytingin er fólgin í forþjöppu sem aldrei hefur verið í Porsche 911 Carrera áður. Reynsluakstur - Porsche 911 Carrera Fyrir stuttu bauðs greinarritara að reyna nýja gerð Porsche 911 Carrera og Carrera S. Ekki er um að ræða nýja kynslóð bílsins heldur fremur andlitslyftingu hans en þó er ein verulega stór breyting á bílnum. Hann er nú fyrsta sinni með forþjöppum, en slíkt hefur áður þótt hrein helgispjöll. Núverandi kynslóð Porsche 911 ber framleiðslunúmerið 991 og því má segja að fyrst hafi komið 991:1 og nú sé komið að 991:2. Sú ráðstöfun Porsche að útbúa vélar Porsche Carrera forþjöppum er vegna þeirra síuauknu krafna um minnkandi eyðslu bíla þeirra sem annarra og þessi aðferð er líklega einfaldasta leiðin til þess án þess að minnka afl bílanna. Það tókst Porsche aldeilis, því ný gerð Carrera er nú 20 hestöflum öflugri, fer úr 350 hestöflum í 370 og Carrera S úr 400 hestöflum í 420. Carrera og Carrera S eru nú með 3,0 lítra sprengirými, en Carrera var með 3,4 lítra vél og Carrera S 3,8 l. Þessi aukning afls er því ári mögnuð með svo minnkað sprengirými.Tenerife óskastaður til prufanaEyjan Tenerife varð fyrir valinu í reynsluakstri Porsche að þessu sinni og um 400 blaðamenn allsstaðar að úr heiminum streymdu þangað í síðasta mánuði til að prófa bílinn, tveir þeirra frá Íslandi. Tenerife er ein eyja Kanaríeyja og skartar hún hæsta fjalli Spánar, Teide, sem er 3.718 metra hátt. Þangað lá einmitt leiðin í reynsluakstrinum og var ekið allt uppí um 2.300 metra hæð en fara þarf í lyftu til að ná toppi fjallsins, sem ekki var þó í boði þessu sinni. Leiðin upp var hlykkjótt og á tíðum brött og vart var hægt að finna skemmtilegri aðstæður til að prófa þennan bíl, því ekki er nóg með að hann geti farið hratt á beinum köflum þá elskar hann líka að fara hratt í beygjurnar og svo til engir bílar liggja eins vel og þessi bíll í beygjum. Vel var hægt að setja bílinn á örskotsstundu á þriðja hundraðið þegar beygjumergðinni sleppti, en ekki var síður skemmtilegt að láta hann dansa í beygjunum og finna hvers þessi ótrúlegi bíll er megnugur. Í hverjum bíl voru tveir ökumenn og skiptumst við landarnir á að aka. Hræddum við líftóruna hvor úr öðrum í því markmiði að komast að mörkum getu hans og það krefst sannarlega fullrar athygli við aksturinn og hvorugur tók eftir því að svitinn spratt fram líkt og værum við í spretthlaupi.„Launch control“ og fáránlega góðar bremsur Þegar komið var niður af fjallinu var endað við yfirgefið hafnarsvæði í bænum Santa Cruz og þar var búið að útbúa braut til prufunar á „launch control“-sprettbúnaði bílanna, svigakstri og prufunum á mögnuðum bremsubúnaði hans. Ekki var það heldur leiðinlegt og sýndi ennfremur hversu fáránlega góður bíll hér er á ferð. Á örstuttum kafla fór bíllinn í 140 km hraða og þá skildi bremsað að öllu afli og bíllinn stöðvaðist á svo lítilli vegalengd að ökumaður hreinlega trúði því ekki. Góður bremsubúnaður bílsins kom reyndar í góðar þarfir oftar, ekki síst er páfugl kom skokkandi á móti þegar komið var úr einni beygjunni á leiðinni að Teide. Óvíst er hverjum brá meira þá. Að sjálfsögðu er 911 Carrera orðinn sneggri en forverinn og fer sprettinn í 100 á 4,2 sekúndum með PDK sjálfskiptingunni og með Sport Plus stillingun á. Samsvarandi tími Carrera S er 3,9 sekúndur. Það er ekki bara aukin hestöfl sem hjálpa við snerpuna heldur fæst aukið tog nú á lægra snúningi og eins merkilegt og það er þá hjálpa forþjöppurnar bílnum mikið á lágum snúningi, eitthvað sem maður ekki á að venjast.Lítið breytt útlit og lægra verð Útlit 911 bílsins hefur ekki breyst mikið með þessari andlitslyftingu, en þó hefur merkilega miklu verið skipt út. Hann er með ný LED aðalljós og afturljós, nýja brettalínu, húdd og upplýsingakerfi, svo eitthvað sé nefnt. Aðalbreytingin er í vélarhúsinu. Margir hafa haft áhyggjur af hljóði vélarinnar með forþjöppu, en flestir voru sammála um það að ef eitthvað er hljómi vélin nú enn betur og það forþjöppuhljóð sem margir þekkja úr svo búnum bílum er ekki til staðar, heldur áfram grimmt og djúpt hljóð kraftavélar. Rafræn stýrisaðstoð er í bílnum nú eins og í forveranum og hefur Porsche tekist að bæta hana enn og tilfinningin fyrir framhjólunum til stýrisins er góð, öndvert við margan annan bílinn með slíkri aðstoð. Nú er hægt að fá 911 Carrera með beygjuaðstoð á aftari öxli og eykur það annars frábæra akstursgetu bílsins og gerir beygjuradíus hans einkar lítinn. Annar aukabúnaður sem fá má nú er loftpúðafjöðrun að framana sem lyftir bílnum um allt að 3 cm ef fara skal yfir hindranir. Gæti verið æskilegur búnaður í hraðahindranabiluðu landi sem hérlendis. Eitt það besta við þennan breytta Porsche 911 Carrera er það að hann lækkar í verði og kostar nú undir 20 milljónum, en það gerði forverinn ekki. Þökk sé því að hann lækkar um vörugjaldsflokk með minni mengun bílsins. Kostir: Aksturseiginleikar, glæsileiki, eyðsla,Ókostir: Lítið farangursrými 3,0 l. bensínvél, 370 hestöfl Afturhjóladrif Eyðsla: 7,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 169 g/km CO2 Hröðun: 4,2 sek. Hámarkshraði: 295 km/klst Verð frá: 19.490.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaPorsche 911 Carrera S kominn í 2.250 metra hæð á leið upp Teide fjall á Tenerife.Andlitslyftur Porsche 911 Carrera S og Porsche Macan GTS í baksýn. Blaðamenn fengu einnig að taka í nýjan Macan GTS og er hann jafn magnaður bíll.Sprett úr spori við yfirgefið hafnarsvæði í St. Cruz og "launch contron" búnaðurinn prófaður, sem og gríðaröflugar bremsur bílsins. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Reynsluakstur - Porsche 911 Carrera Fyrir stuttu bauðs greinarritara að reyna nýja gerð Porsche 911 Carrera og Carrera S. Ekki er um að ræða nýja kynslóð bílsins heldur fremur andlitslyftingu hans en þó er ein verulega stór breyting á bílnum. Hann er nú fyrsta sinni með forþjöppum, en slíkt hefur áður þótt hrein helgispjöll. Núverandi kynslóð Porsche 911 ber framleiðslunúmerið 991 og því má segja að fyrst hafi komið 991:1 og nú sé komið að 991:2. Sú ráðstöfun Porsche að útbúa vélar Porsche Carrera forþjöppum er vegna þeirra síuauknu krafna um minnkandi eyðslu bíla þeirra sem annarra og þessi aðferð er líklega einfaldasta leiðin til þess án þess að minnka afl bílanna. Það tókst Porsche aldeilis, því ný gerð Carrera er nú 20 hestöflum öflugri, fer úr 350 hestöflum í 370 og Carrera S úr 400 hestöflum í 420. Carrera og Carrera S eru nú með 3,0 lítra sprengirými, en Carrera var með 3,4 lítra vél og Carrera S 3,8 l. Þessi aukning afls er því ári mögnuð með svo minnkað sprengirými.Tenerife óskastaður til prufanaEyjan Tenerife varð fyrir valinu í reynsluakstri Porsche að þessu sinni og um 400 blaðamenn allsstaðar að úr heiminum streymdu þangað í síðasta mánuði til að prófa bílinn, tveir þeirra frá Íslandi. Tenerife er ein eyja Kanaríeyja og skartar hún hæsta fjalli Spánar, Teide, sem er 3.718 metra hátt. Þangað lá einmitt leiðin í reynsluakstrinum og var ekið allt uppí um 2.300 metra hæð en fara þarf í lyftu til að ná toppi fjallsins, sem ekki var þó í boði þessu sinni. Leiðin upp var hlykkjótt og á tíðum brött og vart var hægt að finna skemmtilegri aðstæður til að prófa þennan bíl, því ekki er nóg með að hann geti farið hratt á beinum köflum þá elskar hann líka að fara hratt í beygjurnar og svo til engir bílar liggja eins vel og þessi bíll í beygjum. Vel var hægt að setja bílinn á örskotsstundu á þriðja hundraðið þegar beygjumergðinni sleppti, en ekki var síður skemmtilegt að láta hann dansa í beygjunum og finna hvers þessi ótrúlegi bíll er megnugur. Í hverjum bíl voru tveir ökumenn og skiptumst við landarnir á að aka. Hræddum við líftóruna hvor úr öðrum í því markmiði að komast að mörkum getu hans og það krefst sannarlega fullrar athygli við aksturinn og hvorugur tók eftir því að svitinn spratt fram líkt og værum við í spretthlaupi.„Launch control“ og fáránlega góðar bremsur Þegar komið var niður af fjallinu var endað við yfirgefið hafnarsvæði í bænum Santa Cruz og þar var búið að útbúa braut til prufunar á „launch control“-sprettbúnaði bílanna, svigakstri og prufunum á mögnuðum bremsubúnaði hans. Ekki var það heldur leiðinlegt og sýndi ennfremur hversu fáránlega góður bíll hér er á ferð. Á örstuttum kafla fór bíllinn í 140 km hraða og þá skildi bremsað að öllu afli og bíllinn stöðvaðist á svo lítilli vegalengd að ökumaður hreinlega trúði því ekki. Góður bremsubúnaður bílsins kom reyndar í góðar þarfir oftar, ekki síst er páfugl kom skokkandi á móti þegar komið var úr einni beygjunni á leiðinni að Teide. Óvíst er hverjum brá meira þá. Að sjálfsögðu er 911 Carrera orðinn sneggri en forverinn og fer sprettinn í 100 á 4,2 sekúndum með PDK sjálfskiptingunni og með Sport Plus stillingun á. Samsvarandi tími Carrera S er 3,9 sekúndur. Það er ekki bara aukin hestöfl sem hjálpa við snerpuna heldur fæst aukið tog nú á lægra snúningi og eins merkilegt og það er þá hjálpa forþjöppurnar bílnum mikið á lágum snúningi, eitthvað sem maður ekki á að venjast.Lítið breytt útlit og lægra verð Útlit 911 bílsins hefur ekki breyst mikið með þessari andlitslyftingu, en þó hefur merkilega miklu verið skipt út. Hann er með ný LED aðalljós og afturljós, nýja brettalínu, húdd og upplýsingakerfi, svo eitthvað sé nefnt. Aðalbreytingin er í vélarhúsinu. Margir hafa haft áhyggjur af hljóði vélarinnar með forþjöppu, en flestir voru sammála um það að ef eitthvað er hljómi vélin nú enn betur og það forþjöppuhljóð sem margir þekkja úr svo búnum bílum er ekki til staðar, heldur áfram grimmt og djúpt hljóð kraftavélar. Rafræn stýrisaðstoð er í bílnum nú eins og í forveranum og hefur Porsche tekist að bæta hana enn og tilfinningin fyrir framhjólunum til stýrisins er góð, öndvert við margan annan bílinn með slíkri aðstoð. Nú er hægt að fá 911 Carrera með beygjuaðstoð á aftari öxli og eykur það annars frábæra akstursgetu bílsins og gerir beygjuradíus hans einkar lítinn. Annar aukabúnaður sem fá má nú er loftpúðafjöðrun að framana sem lyftir bílnum um allt að 3 cm ef fara skal yfir hindranir. Gæti verið æskilegur búnaður í hraðahindranabiluðu landi sem hérlendis. Eitt það besta við þennan breytta Porsche 911 Carrera er það að hann lækkar í verði og kostar nú undir 20 milljónum, en það gerði forverinn ekki. Þökk sé því að hann lækkar um vörugjaldsflokk með minni mengun bílsins. Kostir: Aksturseiginleikar, glæsileiki, eyðsla,Ókostir: Lítið farangursrými 3,0 l. bensínvél, 370 hestöfl Afturhjóladrif Eyðsla: 7,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 169 g/km CO2 Hröðun: 4,2 sek. Hámarkshraði: 295 km/klst Verð frá: 19.490.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaPorsche 911 Carrera S kominn í 2.250 metra hæð á leið upp Teide fjall á Tenerife.Andlitslyftur Porsche 911 Carrera S og Porsche Macan GTS í baksýn. Blaðamenn fengu einnig að taka í nýjan Macan GTS og er hann jafn magnaður bíll.Sprett úr spori við yfirgefið hafnarsvæði í St. Cruz og "launch contron" búnaðurinn prófaður, sem og gríðaröflugar bremsur bílsins.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent