Tucson verður fullorðinn og fríður Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 14:15 Nú er Hyundai Tucson orðinn laglegur bíll og afar ljúfur í akstri. GVA Reynsluakstur – Hyundai TucsonBL hefur nýlega kynnt til sögunnar kunnuglegan bíl sem þó hefur ekki verið í sölu í nokkur ár. Hann heitir Hyundai Tucson, er jepplingur og á forvera í bíl sem Hyundai nefndi i35 til margra ára, en hét áður Tucson. Nú hefur Hyundai aftur tekið þetta nafn upp á bílnum. Hann hefur reyndar borið þetta nafn í Bandaríkjunum frá upphafi. Með nýrri kynslóð þessa bíls er kominn fram gersamlega útlitsbreyttur bíll sem sannast sagna er heilmikið fyrir augað. Hann er orðinn afar sportlegur og á mjög lítið sameiginlegt með þeim Tucson bíl sem seldur var hér á árum áður og var einkar ljótur bíll. Nú eru línurnar í bílnum sterklegar og upphækkandi gluggalínan ásamt afturhallandi þaklínu gerir þennan jeppling að einum þeim sportlegasta og fríðasta jepplingi sem er í boði í dag. Þennan snaggaralega bíl má fá frá kr. 4.790.000, en einnig á 7.490.000 í sinni allra flottustu útfærslu og er það ansi mikið verðbil.Eyðsla frá framleiðanda er réttHyundai Tucson má fá bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn, en þar eru valmöguleikarnir ekki upptaldir. Til dæmis má fá hann í 4 mismunandi útfærslum innréttingar, Classic, Style, Comfort og Premium. Ennfremur má fá í hann 3 gerðir véla, 1,7 og 2,0 lítra dísilvélar og 1,6 lítra besnínvél sem er 175 hestöfl. Dísilvélarnar eru 156 og 136 hestöfl og sú aflmeiri með minna sprengirýmið, hvernig sem á því stendur. Sá bíll sem reyndur var var framhjóladrifinn og með 2,0 lítra dísilvélinni. Þar fer dugmikill rokkur sem ekki eyðir þó miklu. Það er reyndar sérstakt gleðiefni þegar uppgefin eyðsla frá framleiðanda stenst og það í borgarumferðinni. Uppgefin eyðsla hans er 6,1 lítrar og það er einmitt það sem bíllinn var að eyða í borgarumferðinni. Er það frábær niðurstaða fyrir svo myndarlegan jeppling.Er bensínútgáfan betri kostur?Ég fékk tækifæri á að prófa bensínútgáfu bílsins líka og hann eyðir engu meira en dísilbíllinn og vakti það bæði gleði og furðu. Þar sem bensínútgáfan er 200.000 kr. ódýrari má spyrja sig að því hvort ekki sé einmitt betri kaup í honum og ekki spýr hann nituroxíðsamböndum útí loftið, svona til að líða enn betur með kaupin. Auk þess er hann aflmeiri og tekur sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum og stingur af flesta aðra jepplinga. Akstur Tucson er svo enn til að gleðja ökumann, hann er hrikalega lipur og meðfærilegur bíll og ekki er hægt að kvarta yfir góðri fjöðrun hans. Hún fer ákaflega vel með ökumann, er slaglöng sem prófa má með því að fara hratt yfir hraðahindranir og stuðlar að litlum hliðarhalla í beygjum. Stýringin er hæfilega létt og nákvæm og fyrir vikið verður þessi bíll afar ánægjulegur í akstri. Svo að kvarta megi nú yfir einhverjum ókostum þá gerist eiginlega ekki neitt fyrstu sekúnduna ef stigið er hressilega á eldsneytisgjöfina og á það bæði við dísil- og bensínútgáfuna. Forþjöppuhik er líklega sökudólgurinn.Bestu kaupin í ódýrustu útgáfunniMikil jákvæð breyting hefur átt sér stað í innréttingu bílsins frá forveranum i35. Án þess að hér sé komin lúxusinnrétting má segja að hún sé engu að síður lagleg og greinilega mjög vel frá gengin. Nokkuð vandað er í efnisvali og framsætin eru með flott áklæði auk þess að vera góð. Bíllinn er prýðilega búinn og kemur nú í sinni ódýrustu útfærslu með LED dag- og parkljósum, leðurklæddu aðgerðastýri, hraðastilli, hita í stýri og framsætum, USB, AUX og Bluetooth tengingum og það sem miklu máli skiptir, alvöru varadekki. Í dýrari útfærslum bílsins bætist heilmikið við. Þó verður að segja að mikill ókostur við Tucson sé með hve litlu farangursrými hann er, með því minnsta í þessum flokki bíla. Að mati undirritaðs eru bestu kaupin, sem oft fyrr, í einföldustu og ódýrustu gerð þessa bíls, helst beinskiptum. Enda hækkar verðið hratt eftir því sem betri útfærsla er valin. Það munar jú miklu á 4.790.000 og 7.490.000 kr.Kostir: Aksturseiginleikar, eyðsla, staðalbúnaðurÓkostir: Lítið farangursrými, forþjöppuhik, hátt verð bestu útfærslna 2,0 l. dísilvél, 136 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 156 g/km CO2 Hröðun: 12,0 sek. Hámarkshraði: 184 km/klst Verð frá: 4.790.000 kr. Umboð: BL (Hyundai er í Kauptúni)Fínn hurðaropnun að annars ekki svo stóru flutningsrými.Mikið af akstursaðstoðarkerfum eru í bílnum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent
Reynsluakstur – Hyundai TucsonBL hefur nýlega kynnt til sögunnar kunnuglegan bíl sem þó hefur ekki verið í sölu í nokkur ár. Hann heitir Hyundai Tucson, er jepplingur og á forvera í bíl sem Hyundai nefndi i35 til margra ára, en hét áður Tucson. Nú hefur Hyundai aftur tekið þetta nafn upp á bílnum. Hann hefur reyndar borið þetta nafn í Bandaríkjunum frá upphafi. Með nýrri kynslóð þessa bíls er kominn fram gersamlega útlitsbreyttur bíll sem sannast sagna er heilmikið fyrir augað. Hann er orðinn afar sportlegur og á mjög lítið sameiginlegt með þeim Tucson bíl sem seldur var hér á árum áður og var einkar ljótur bíll. Nú eru línurnar í bílnum sterklegar og upphækkandi gluggalínan ásamt afturhallandi þaklínu gerir þennan jeppling að einum þeim sportlegasta og fríðasta jepplingi sem er í boði í dag. Þennan snaggaralega bíl má fá frá kr. 4.790.000, en einnig á 7.490.000 í sinni allra flottustu útfærslu og er það ansi mikið verðbil.Eyðsla frá framleiðanda er réttHyundai Tucson má fá bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn, en þar eru valmöguleikarnir ekki upptaldir. Til dæmis má fá hann í 4 mismunandi útfærslum innréttingar, Classic, Style, Comfort og Premium. Ennfremur má fá í hann 3 gerðir véla, 1,7 og 2,0 lítra dísilvélar og 1,6 lítra besnínvél sem er 175 hestöfl. Dísilvélarnar eru 156 og 136 hestöfl og sú aflmeiri með minna sprengirýmið, hvernig sem á því stendur. Sá bíll sem reyndur var var framhjóladrifinn og með 2,0 lítra dísilvélinni. Þar fer dugmikill rokkur sem ekki eyðir þó miklu. Það er reyndar sérstakt gleðiefni þegar uppgefin eyðsla frá framleiðanda stenst og það í borgarumferðinni. Uppgefin eyðsla hans er 6,1 lítrar og það er einmitt það sem bíllinn var að eyða í borgarumferðinni. Er það frábær niðurstaða fyrir svo myndarlegan jeppling.Er bensínútgáfan betri kostur?Ég fékk tækifæri á að prófa bensínútgáfu bílsins líka og hann eyðir engu meira en dísilbíllinn og vakti það bæði gleði og furðu. Þar sem bensínútgáfan er 200.000 kr. ódýrari má spyrja sig að því hvort ekki sé einmitt betri kaup í honum og ekki spýr hann nituroxíðsamböndum útí loftið, svona til að líða enn betur með kaupin. Auk þess er hann aflmeiri og tekur sprettinn í hundraðið á 7,6 sekúndum og stingur af flesta aðra jepplinga. Akstur Tucson er svo enn til að gleðja ökumann, hann er hrikalega lipur og meðfærilegur bíll og ekki er hægt að kvarta yfir góðri fjöðrun hans. Hún fer ákaflega vel með ökumann, er slaglöng sem prófa má með því að fara hratt yfir hraðahindranir og stuðlar að litlum hliðarhalla í beygjum. Stýringin er hæfilega létt og nákvæm og fyrir vikið verður þessi bíll afar ánægjulegur í akstri. Svo að kvarta megi nú yfir einhverjum ókostum þá gerist eiginlega ekki neitt fyrstu sekúnduna ef stigið er hressilega á eldsneytisgjöfina og á það bæði við dísil- og bensínútgáfuna. Forþjöppuhik er líklega sökudólgurinn.Bestu kaupin í ódýrustu útgáfunniMikil jákvæð breyting hefur átt sér stað í innréttingu bílsins frá forveranum i35. Án þess að hér sé komin lúxusinnrétting má segja að hún sé engu að síður lagleg og greinilega mjög vel frá gengin. Nokkuð vandað er í efnisvali og framsætin eru með flott áklæði auk þess að vera góð. Bíllinn er prýðilega búinn og kemur nú í sinni ódýrustu útfærslu með LED dag- og parkljósum, leðurklæddu aðgerðastýri, hraðastilli, hita í stýri og framsætum, USB, AUX og Bluetooth tengingum og það sem miklu máli skiptir, alvöru varadekki. Í dýrari útfærslum bílsins bætist heilmikið við. Þó verður að segja að mikill ókostur við Tucson sé með hve litlu farangursrými hann er, með því minnsta í þessum flokki bíla. Að mati undirritaðs eru bestu kaupin, sem oft fyrr, í einföldustu og ódýrustu gerð þessa bíls, helst beinskiptum. Enda hækkar verðið hratt eftir því sem betri útfærsla er valin. Það munar jú miklu á 4.790.000 og 7.490.000 kr.Kostir: Aksturseiginleikar, eyðsla, staðalbúnaðurÓkostir: Lítið farangursrými, forþjöppuhik, hátt verð bestu útfærslna 2,0 l. dísilvél, 136 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,1 l./100 km í bl. akstri Mengun: 156 g/km CO2 Hröðun: 12,0 sek. Hámarkshraði: 184 km/klst Verð frá: 4.790.000 kr. Umboð: BL (Hyundai er í Kauptúni)Fínn hurðaropnun að annars ekki svo stóru flutningsrými.Mikið af akstursaðstoðarkerfum eru í bílnum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent