Svefninn mikli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 00:00 Stóran hluta skólagöngu minnar átti ég við mikið vandamál að stríða. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða jarðfræðitíma í dimmum sal hjá Guðbjarti pabba hans Lækna-Tómasar í MR eða í vega- og flugvallagerð í verkfræðinni. Alltaf sótti svefninn að mér. Á menntaskólaárunum átti ég það til að leggja mig hreinlega fram á borðið og sofna. Fæstir kennarar gerðu mál úr því enda átti ég í góðum samskiptum við þá þær stundir sem augun voru opin. Arnbjörn íslenskukennari var þó ekki par sáttur í einum tímanum þegar Óli lokbrá kíkti í heimsókn. Ætli mér hafi nokkurn tímann brugðið jafnmikið og þegar hann sló með krepptum hnefa í borðið og öskraði: „Svona gerir þú ekki hér.“ Tæknin þróaðist og seinni hluta MR náði ég meira að segja stundum að hlusta á kennarann, sem er þó ekki það sama og að skilja eða meðtaka mikilvægar upplýsingar, og þegar athugasemdin barst: „Tumi, vertu með okkur!“ opnaði ég augun um leið, brosti og hélt baráttunni við svefninn áfram. Eitt skiptið í verkfræðinni fór ég hins vegar bara heim í hléi, svo þreyttur var ég. Meistari Þorsteinn Þorsteinsson kveikti svo vel í bekknum eftir hlé þegar hann hóf tímann á setningunni: „Ég sé að Tumi er farinn á fætur!“ Undanfarin ár hef ég þó þróað með mér aðferðir til að halda mér vakandi þessar örfáu mínútur þar sem svefninn sækir hvað harðast að. Þegar íslenskur lögfræðiprófessor dottaði undir fyrirlestri í fámennum sal í Finnlandi á dögunum brosti ég í kampinn enda kann ég öll brögðin í bókinni. Hafði ég þegar klætt mig úr skóm og peysu, sat uppréttur í sætinu og japlaði á nautsterkum brjóstsykri. Reynsla, eftir margra ára dott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Stóran hluta skólagöngu minnar átti ég við mikið vandamál að stríða. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða jarðfræðitíma í dimmum sal hjá Guðbjarti pabba hans Lækna-Tómasar í MR eða í vega- og flugvallagerð í verkfræðinni. Alltaf sótti svefninn að mér. Á menntaskólaárunum átti ég það til að leggja mig hreinlega fram á borðið og sofna. Fæstir kennarar gerðu mál úr því enda átti ég í góðum samskiptum við þá þær stundir sem augun voru opin. Arnbjörn íslenskukennari var þó ekki par sáttur í einum tímanum þegar Óli lokbrá kíkti í heimsókn. Ætli mér hafi nokkurn tímann brugðið jafnmikið og þegar hann sló með krepptum hnefa í borðið og öskraði: „Svona gerir þú ekki hér.“ Tæknin þróaðist og seinni hluta MR náði ég meira að segja stundum að hlusta á kennarann, sem er þó ekki það sama og að skilja eða meðtaka mikilvægar upplýsingar, og þegar athugasemdin barst: „Tumi, vertu með okkur!“ opnaði ég augun um leið, brosti og hélt baráttunni við svefninn áfram. Eitt skiptið í verkfræðinni fór ég hins vegar bara heim í hléi, svo þreyttur var ég. Meistari Þorsteinn Þorsteinsson kveikti svo vel í bekknum eftir hlé þegar hann hóf tímann á setningunni: „Ég sé að Tumi er farinn á fætur!“ Undanfarin ár hef ég þó þróað með mér aðferðir til að halda mér vakandi þessar örfáu mínútur þar sem svefninn sækir hvað harðast að. Þegar íslenskur lögfræðiprófessor dottaði undir fyrirlestri í fámennum sal í Finnlandi á dögunum brosti ég í kampinn enda kann ég öll brögðin í bókinni. Hafði ég þegar klætt mig úr skóm og peysu, sat uppréttur í sætinu og japlaði á nautsterkum brjóstsykri. Reynsla, eftir margra ára dott.