Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Elín Albertsdóttir skrifar 3. desember 2015 10:00 Ingibjörg Erna Sveinsson er ótrúlega mikið jólabarn. MYND/ERNIR Ingibjörg Erna Sveinsson, húsmóðir í Garðabæ, er líklegast með mestu jólabörnum landsins. Hún skreytir allt húsið hátt og lágt fyrir jólin, meira að segja baðherbergi. Ótrúlega fjölbreyttir og litríkir jólahlutir, smáir sem sem stórir, boða jólin á heimili hennar. Ingibjörg segir að það taki sig um það bil þrjá daga að koma öllu jólaskrautinu upp. „Ég er mjög skipulögð í þessu og passa að ganga vel frá öllu þegar jólin eru búin. Ég er búin að safna jóladóti frá því ég var barn enda alltaf haft þennan áhuga. Ég er mikið jólabarn og finnst þetta meiriháttar skemmtilegt. Núna er safnið mitt orðið ansi stórt og þess vegna þarf ég ekki að bæta miklu við. Það er helst ef ég sé eitthvað alveg sérstakt,“ segir hún. „Það er frekar að maður þurfi að endurnýja ljósaseríurnar.“Jólaland er sett upp eins og annríki í verslunargötu á Þorláksmessu.MYNDIR/ERNIRJóladótið kemur víða að, mikið frá Ameríku. Ingibjörg segist eiga góðan vin sem tók oft með sér jólahluti frá Bandaríkjunum fyrir hana. „Maður heillast stundum af einhverjum sérstökum hlut en ég þarf alltaf að vita hvar ég ætla að setja hann,“ útskýrir hún. Ingibjörg hugsar út í hvert einasta smáatriði og hver hlutur á sinn stað á heimilinu. „Það fær enginn annar að koma nálægt þessum skreytingum,“ segir hún og hlær. Hún er með heilt jólaþorp á borðstofuskenknum sem á að sýna og tákna annríki í verslunargötu á Þorláksmessu. Síðan skreytir hún arin með hreindýrum, litlum jólatrjám, jólasveinum og grenilengju. Í eldhúsinu hangir jólasnúra með litlum fötum og eldhúsglugginn skartar alls kyns smáhlutum. „Þetta er ævintýraheimur fyrir börn. Barnabarnið mitt er hérna hjá mér alveg dáleitt af þessari dýrð. Ég leyfi því að skoða þetta allt og snerta. Þetta er ekki heilagt,“ segir hún.Hér er hugsað um hvert smáatriði af mikilli kostgæfni.Þótt Ingibjörg hafi skreytt í fyrra fallinu þetta árið að beiðni blaðsins þá vildi hún ekki setja upp jólatréð strax en það er 2,70 m á hæð. „Það verður eitthvað að vera eftir á aðventunni. Ég er alltaf með rauðar og hvítar seríur á jólatrénu,“ segir hún. „Á aðfangadag höldum við í hefðirnar. Þá er hamborgarhryggur og heimagerður jólaís á eftir. Ég var alltaf með forrétt en núna hef ég hann í hádeginu og það eru allir ánægðir með það,“ segir jólabarnið. Eldhúsglugginn er ævintýri fyrir börn. MYND/ERNIRHvíta hornið í stofunni.Fallegur jólakarl frá Ameríku.Og nokkrir hlutir fá að prýða píanóið.MYND/ERNIRÞað er ekkert skrítið að börnum þyki gaman að heimsækja Ingibjörgu fyrir jólin.Takið eftir snúrunni sem hangir í eldhúsloftinu. Jól Jólafréttir Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Svona gerirðu graflax Jól Hér er komin Grýla Jól Jólasveinar ganga um gólf Jól
Ingibjörg Erna Sveinsson, húsmóðir í Garðabæ, er líklegast með mestu jólabörnum landsins. Hún skreytir allt húsið hátt og lágt fyrir jólin, meira að segja baðherbergi. Ótrúlega fjölbreyttir og litríkir jólahlutir, smáir sem sem stórir, boða jólin á heimili hennar. Ingibjörg segir að það taki sig um það bil þrjá daga að koma öllu jólaskrautinu upp. „Ég er mjög skipulögð í þessu og passa að ganga vel frá öllu þegar jólin eru búin. Ég er búin að safna jóladóti frá því ég var barn enda alltaf haft þennan áhuga. Ég er mikið jólabarn og finnst þetta meiriháttar skemmtilegt. Núna er safnið mitt orðið ansi stórt og þess vegna þarf ég ekki að bæta miklu við. Það er helst ef ég sé eitthvað alveg sérstakt,“ segir hún. „Það er frekar að maður þurfi að endurnýja ljósaseríurnar.“Jólaland er sett upp eins og annríki í verslunargötu á Þorláksmessu.MYNDIR/ERNIRJóladótið kemur víða að, mikið frá Ameríku. Ingibjörg segist eiga góðan vin sem tók oft með sér jólahluti frá Bandaríkjunum fyrir hana. „Maður heillast stundum af einhverjum sérstökum hlut en ég þarf alltaf að vita hvar ég ætla að setja hann,“ útskýrir hún. Ingibjörg hugsar út í hvert einasta smáatriði og hver hlutur á sinn stað á heimilinu. „Það fær enginn annar að koma nálægt þessum skreytingum,“ segir hún og hlær. Hún er með heilt jólaþorp á borðstofuskenknum sem á að sýna og tákna annríki í verslunargötu á Þorláksmessu. Síðan skreytir hún arin með hreindýrum, litlum jólatrjám, jólasveinum og grenilengju. Í eldhúsinu hangir jólasnúra með litlum fötum og eldhúsglugginn skartar alls kyns smáhlutum. „Þetta er ævintýraheimur fyrir börn. Barnabarnið mitt er hérna hjá mér alveg dáleitt af þessari dýrð. Ég leyfi því að skoða þetta allt og snerta. Þetta er ekki heilagt,“ segir hún.Hér er hugsað um hvert smáatriði af mikilli kostgæfni.Þótt Ingibjörg hafi skreytt í fyrra fallinu þetta árið að beiðni blaðsins þá vildi hún ekki setja upp jólatréð strax en það er 2,70 m á hæð. „Það verður eitthvað að vera eftir á aðventunni. Ég er alltaf með rauðar og hvítar seríur á jólatrénu,“ segir hún. „Á aðfangadag höldum við í hefðirnar. Þá er hamborgarhryggur og heimagerður jólaís á eftir. Ég var alltaf með forrétt en núna hef ég hann í hádeginu og það eru allir ánægðir með það,“ segir jólabarnið. Eldhúsglugginn er ævintýri fyrir börn. MYND/ERNIRHvíta hornið í stofunni.Fallegur jólakarl frá Ameríku.Og nokkrir hlutir fá að prýða píanóið.MYND/ERNIRÞað er ekkert skrítið að börnum þyki gaman að heimsækja Ingibjörgu fyrir jólin.Takið eftir snúrunni sem hangir í eldhúsloftinu.
Jól Jólafréttir Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Svona gerirðu graflax Jól Hér er komin Grýla Jól Jólasveinar ganga um gólf Jól