Undir skandinavískum áhrifum Vera Einarsdóttir skrifar 2. desember 2015 16:45 Dagrún segir jólaborðhaldið á hennar heimili eins hefðbundið og hugsast getur og þannig vill hún hafa það. MYND/GVA Dagrún Briem bjó í Danmörku um nokkurra ára skeið og er hrifin af skandínavískum stíl. Þegar leitað var til hennar um að leggja á jólaborð lék hún sér með hvíta, græna og gráa tóna. Útkoman minnir á skandínavískan jólaskóg. "Ég hef alltaf verið hrifin af jarðlitum og þá sérstaklega gráum tónum. Einhverjum kann að finnast það skrýtið en mér finnst þeir hlýir." Dagrún skreytir alltaf jólaborðið en passar þó að ofhlaða það ekki með skrauti. „Mér finnst jólamaturinn svo mikið skraut í sjálfu sér og vil leyfa honum að njóta sín. Ég er þó yfirleitt með einhverjar stjörnur, greinar og annað í þeim dúr.“ Að þessu sinni gerði Dagrún diskaskraut úr tuja-greinum sem hún batt saman í hring. „Ég fékk þessa hugmynd á Pinterest og ætlaði upphaflega að nota rósmaríngreinar. Ég rakst svo á þessi fínu greinabúnt í Blómavali og ákvað að klippa þau niður. Ég valdi hæfilegar greinar og batt þær saman með snæri. Ef þær voru eitthvað villtar trimmaði ég þær aðeins til. Restina setti ég svo í vasa með rauðum berjum en þau eru að mínu mati algerlega ómissandi.“ Annað skraut keypti Dagrún í Garðheimum. „Stjörnurnar eru úr trjáberki sem er svolítið grátóna svo ég valdi grá kerti í stíl.“ Matarstellið setur svo ekki síst svip á borðið. „Það fengum við hjónin í brúðkaupsgjöf. Það er keypt á Sri Lanka og aðeins tekið fram á jólum, páskum og í skírnarveislum. Þegar það er á borðum stendur því alltaf mikið til.“Rauð ber í vasa setja punktinn yfir i-ið að mati Dagrúnar.Dagrún og eiginmaður hennar Guðjón Gústafsson eiga þrjú börn og hafa þau haldið jólin upp á eigin spýtur síðan fyrsta barnið fæddist. „Stundum höfum við boðið skyldfólki til okkar og í ár verðum við að öllum líkindum með gesti.“ Spurð um borðhaldið segir Dagrún það eins hefðbundið og hugsast getur. „Krakkarnir fá að opna einn pakka fyrir mat og á slaginu sex óskum við hvert öðru gleðilegra jóla og setjumst að borðum. Við erum með hamborgarhrygg með ananashringjum, brúnuðum kartöflum, hunangsrauðvínssósu og rósakáli, sem er reyndar aðeins fyrir mig, og hlustum á útvarpsmessuna á meðan við borðum. Að því loknu er gengið frá og vaskað upp en þar sem stellið er með gyllingu þarf að vaska það upp í höndunum. Á meðan reynir á þolinmæði barnanna eins og vera ber. Loks er byrjað á pökkunum en síðar tekin pása til að borða ris à l’amande. Að síðustu er ráðist á það sem eftir er af pökkunum.“ Dagrún er annar eigandi Roundabout, hönnunar- og markaðsstofu. Í vinnunni fær hún útrás fyrir því að teikna og vera skapandi og smitast það yfir á heimilið þar sem smekkvísin ræður. Þegar kemur að jólatrénu segir Dagrún hins vegar allt leyfilegt. „Fyrst það er á annað borð verið að höggva þessi tré finnst mér þau eiga það skilið að vera almennilega skreytt og ég er sérstaklega veik fyrir hvers kyns hallærislegu jólaskrauti. Ég reyni yfirleitt að bæta í safnið á ferðalögum og síðasta viðbótin er glimmerskreytt frelsisstytta sem ég keypti í New York. Hún er asnalega stór og það gerir gæfumuninn.“ Matarstellið fengu Dagrún og maður hennar, í brúðkaupsgjöf. Það er keypt á Sri Lanka.Stjörnurnar, sem eru úr trjáberki, fást í Garðheimum.Dagrún valdið grá kerti sem kallast vel á við annað skraut á borðinu Jól Jólafréttir Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Rafræn jólakort Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Borða með góðri samvisku Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Búin að setja seríur í gluggana Jól
Dagrún Briem bjó í Danmörku um nokkurra ára skeið og er hrifin af skandínavískum stíl. Þegar leitað var til hennar um að leggja á jólaborð lék hún sér með hvíta, græna og gráa tóna. Útkoman minnir á skandínavískan jólaskóg. "Ég hef alltaf verið hrifin af jarðlitum og þá sérstaklega gráum tónum. Einhverjum kann að finnast það skrýtið en mér finnst þeir hlýir." Dagrún skreytir alltaf jólaborðið en passar þó að ofhlaða það ekki með skrauti. „Mér finnst jólamaturinn svo mikið skraut í sjálfu sér og vil leyfa honum að njóta sín. Ég er þó yfirleitt með einhverjar stjörnur, greinar og annað í þeim dúr.“ Að þessu sinni gerði Dagrún diskaskraut úr tuja-greinum sem hún batt saman í hring. „Ég fékk þessa hugmynd á Pinterest og ætlaði upphaflega að nota rósmaríngreinar. Ég rakst svo á þessi fínu greinabúnt í Blómavali og ákvað að klippa þau niður. Ég valdi hæfilegar greinar og batt þær saman með snæri. Ef þær voru eitthvað villtar trimmaði ég þær aðeins til. Restina setti ég svo í vasa með rauðum berjum en þau eru að mínu mati algerlega ómissandi.“ Annað skraut keypti Dagrún í Garðheimum. „Stjörnurnar eru úr trjáberki sem er svolítið grátóna svo ég valdi grá kerti í stíl.“ Matarstellið setur svo ekki síst svip á borðið. „Það fengum við hjónin í brúðkaupsgjöf. Það er keypt á Sri Lanka og aðeins tekið fram á jólum, páskum og í skírnarveislum. Þegar það er á borðum stendur því alltaf mikið til.“Rauð ber í vasa setja punktinn yfir i-ið að mati Dagrúnar.Dagrún og eiginmaður hennar Guðjón Gústafsson eiga þrjú börn og hafa þau haldið jólin upp á eigin spýtur síðan fyrsta barnið fæddist. „Stundum höfum við boðið skyldfólki til okkar og í ár verðum við að öllum líkindum með gesti.“ Spurð um borðhaldið segir Dagrún það eins hefðbundið og hugsast getur. „Krakkarnir fá að opna einn pakka fyrir mat og á slaginu sex óskum við hvert öðru gleðilegra jóla og setjumst að borðum. Við erum með hamborgarhrygg með ananashringjum, brúnuðum kartöflum, hunangsrauðvínssósu og rósakáli, sem er reyndar aðeins fyrir mig, og hlustum á útvarpsmessuna á meðan við borðum. Að því loknu er gengið frá og vaskað upp en þar sem stellið er með gyllingu þarf að vaska það upp í höndunum. Á meðan reynir á þolinmæði barnanna eins og vera ber. Loks er byrjað á pökkunum en síðar tekin pása til að borða ris à l’amande. Að síðustu er ráðist á það sem eftir er af pökkunum.“ Dagrún er annar eigandi Roundabout, hönnunar- og markaðsstofu. Í vinnunni fær hún útrás fyrir því að teikna og vera skapandi og smitast það yfir á heimilið þar sem smekkvísin ræður. Þegar kemur að jólatrénu segir Dagrún hins vegar allt leyfilegt. „Fyrst það er á annað borð verið að höggva þessi tré finnst mér þau eiga það skilið að vera almennilega skreytt og ég er sérstaklega veik fyrir hvers kyns hallærislegu jólaskrauti. Ég reyni yfirleitt að bæta í safnið á ferðalögum og síðasta viðbótin er glimmerskreytt frelsisstytta sem ég keypti í New York. Hún er asnalega stór og það gerir gæfumuninn.“ Matarstellið fengu Dagrún og maður hennar, í brúðkaupsgjöf. Það er keypt á Sri Lanka.Stjörnurnar, sem eru úr trjáberki, fást í Garðheimum.Dagrún valdið grá kerti sem kallast vel á við annað skraut á borðinu
Jól Jólafréttir Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Rafræn jólakort Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Borða með góðri samvisku Jól Sálmur 88 - Sjá, himins opnast hlið Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Búin að setja seríur í gluggana Jól