Hlakkar til að fara í bíó og fá sér popp Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Lilja bíður spennt eftir að sjá myndina á hvíta tjaldinu og hlakkar að sjálfsögðu mikið til. Vísir/AntonBrink Þetta kom nú eiginlega svolítið flatt upp á mig. Ég er alveg ofsalega glöð því mig hefur alltaf dreymt um að skrifa fyrir sjónvarp eða bíó og hef í nokkur ár verið að koma mér inn í handritaskrif og það er ekkert auðsótt að fara þá leið,“ segir rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir en kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og fyrirtæki hans, Palomar Pictures tryggði sér á dögunum kvikmyndaréttinn á bókinni Gildran. „Það er auðvitað alveg brilljant að skrifa söguna og einhver annar kemur henni á hvíta tjaldið,“ segir Lilja glöð í bragði en þetta er hennar fyrsta bók sem fest verður á filmu. Fyrir Gildruna hafði hún gefið út glæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu og skrifað leikritið Stóru börnin sem hlaut Grímuverðlaun sem leikrit ársins árið 2014. Gildran er einnig glæpasaga en Lilja segir þó kveða við nýjan tón í henni og að ekki sé um að ræða hina hefðbundnu glæpasögu. Er þetta fyrsta bókin af þremur sem hún hyggur á að skrifa um persónurnar. „Hún fjallar um Sonju sem leiðist inn í eiturlyfjasmygl og svo er þarna gamall tollvörður sem er um það bil að fara á eftirlaun. Honum fer að finnast hún grunsamleg og þetta verður svona „köttur og mús“ leikur. Svo blandast inn í þetta sonur hennar og Agla sem vinnur í banka og Sonja á í ástarsambandi við.“ Samkvæmt Forlaginu sem gefur bókina út voru það fimm aðlilar, innlendir og erlendir, sem börðust um réttinn á bókinni. „Ég hef fylgst með Sigurjóni í gegnum tíðina og hann er alltaf að vinna í ótrúlega spennandi verkefnum þannig að ég er óskaplega ánægð með að hann hafi tryggt sér réttinn.“ Sigurjón og fyrirtæki hans hafa framleitt fjölda kvikmynda eftir skáldsögum, sem dæmi má nefna Wild at Heart eftir Barry Gifford sem leikstýrt var af David Lynch og hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1990 og kvikmynd eftir bók Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, og nú standa yfir tökur á bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og því auðséð að bók Lilju er í góðum höndum. Framleiðsla á kvikmyndum getur tekið talsverðan tíma og nokkur ár liðið frá því að réttindin að bók eru keypt þar til mynd fer í tökur. „Ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að gera bíómyndir þannig að ég mun gera mitt besta til þess að sýna þolinmæði þó ég sé svaka spennt fyrir því að fara að kaupa poppið og setjast í bíóstólinn,“ segir Lilja og hlær.Sigurjón Sighvatsson.Vísir/VilhelmLas bókina um borð í flugvél„Ég rakst á þessa bók á borði útgefandans þar sem hún bara lá fyrir framan mig. Ég las á kápuna, leist vel á og náði að taka með mér eintak í flugið,“ segir Sigurjón. Eftir að hafa áskotnast þetta eintak af bókinni las hann hana í flugvélinni og var hrifinn. Svo hrifinn að hann ákvað að tryggja sér kvikmyndaréttinn. Hann segir bókina frumlega og persónusköpunina sterka, það hafi ekki síst verið það sem kveikti áhuga hans sem kvikmyndagerðarmanns. „Hún er bæði skemmtilega skrifuð og ef þú ert í leit af kvikmyndaefni þá þarf sterkan söguþráð. Það sem skilur oft að góðar myndir og slæmar, persónurnar og persónusköpunin, fannst mér mjög vel unnið í þessari bók,“ segir Sigurjón og bætir stuttu síðar við: „Enda lánaði ég tveimur öðrum bókina í Los Angeles og það var eins með þá, þeir gátu ekki hætt að lesa fyrr en bókin var búin.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Sjá meira
Þetta kom nú eiginlega svolítið flatt upp á mig. Ég er alveg ofsalega glöð því mig hefur alltaf dreymt um að skrifa fyrir sjónvarp eða bíó og hef í nokkur ár verið að koma mér inn í handritaskrif og það er ekkert auðsótt að fara þá leið,“ segir rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir en kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og fyrirtæki hans, Palomar Pictures tryggði sér á dögunum kvikmyndaréttinn á bókinni Gildran. „Það er auðvitað alveg brilljant að skrifa söguna og einhver annar kemur henni á hvíta tjaldið,“ segir Lilja glöð í bragði en þetta er hennar fyrsta bók sem fest verður á filmu. Fyrir Gildruna hafði hún gefið út glæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu og skrifað leikritið Stóru börnin sem hlaut Grímuverðlaun sem leikrit ársins árið 2014. Gildran er einnig glæpasaga en Lilja segir þó kveða við nýjan tón í henni og að ekki sé um að ræða hina hefðbundnu glæpasögu. Er þetta fyrsta bókin af þremur sem hún hyggur á að skrifa um persónurnar. „Hún fjallar um Sonju sem leiðist inn í eiturlyfjasmygl og svo er þarna gamall tollvörður sem er um það bil að fara á eftirlaun. Honum fer að finnast hún grunsamleg og þetta verður svona „köttur og mús“ leikur. Svo blandast inn í þetta sonur hennar og Agla sem vinnur í banka og Sonja á í ástarsambandi við.“ Samkvæmt Forlaginu sem gefur bókina út voru það fimm aðlilar, innlendir og erlendir, sem börðust um réttinn á bókinni. „Ég hef fylgst með Sigurjóni í gegnum tíðina og hann er alltaf að vinna í ótrúlega spennandi verkefnum þannig að ég er óskaplega ánægð með að hann hafi tryggt sér réttinn.“ Sigurjón og fyrirtæki hans hafa framleitt fjölda kvikmynda eftir skáldsögum, sem dæmi má nefna Wild at Heart eftir Barry Gifford sem leikstýrt var af David Lynch og hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1990 og kvikmynd eftir bók Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, og nú standa yfir tökur á bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og því auðséð að bók Lilju er í góðum höndum. Framleiðsla á kvikmyndum getur tekið talsverðan tíma og nokkur ár liðið frá því að réttindin að bók eru keypt þar til mynd fer í tökur. „Ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að gera bíómyndir þannig að ég mun gera mitt besta til þess að sýna þolinmæði þó ég sé svaka spennt fyrir því að fara að kaupa poppið og setjast í bíóstólinn,“ segir Lilja og hlær.Sigurjón Sighvatsson.Vísir/VilhelmLas bókina um borð í flugvél„Ég rakst á þessa bók á borði útgefandans þar sem hún bara lá fyrir framan mig. Ég las á kápuna, leist vel á og náði að taka með mér eintak í flugið,“ segir Sigurjón. Eftir að hafa áskotnast þetta eintak af bókinni las hann hana í flugvélinni og var hrifinn. Svo hrifinn að hann ákvað að tryggja sér kvikmyndaréttinn. Hann segir bókina frumlega og persónusköpunina sterka, það hafi ekki síst verið það sem kveikti áhuga hans sem kvikmyndagerðarmanns. „Hún er bæði skemmtilega skrifuð og ef þú ert í leit af kvikmyndaefni þá þarf sterkan söguþráð. Það sem skilur oft að góðar myndir og slæmar, persónurnar og persónusköpunin, fannst mér mjög vel unnið í þessari bók,“ segir Sigurjón og bætir stuttu síðar við: „Enda lánaði ég tveimur öðrum bókina í Los Angeles og það var eins með þá, þeir gátu ekki hætt að lesa fyrr en bókin var búin.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Sjá meira