Helgi: Þeir eru ekkert betri en ég Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2015 15:20 Helgi Sveinsson tók við viðurkenningu sinni úr hendi Sveins Áka Lúðvíkssonar, formanns ÍF. Vísir/Vilhelm Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“ Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Sjá meira
Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti