Millisterkt lakkríssinnep 7. desember 2015 15:00 Lakkríssinnepið hans Hafsteins Snæland er bragðgott með jólamatnum. Hafsteinn Snæland, matreiðslumaður á veitingastaðnum Vaaghals í Barcode-hverfinu í Ósló, er yfirleitt að drukkna í vinnu síðustu vikurnar fyrir jól þar sem aðventan er annasamasti tími ársins hjá honum. Hann segist því ekki hafa verið duglegur að taka þátt í aðventunni á heimilinu undanfarin ár. „Ég hef yfirleitt dottið einhvern veginn á kaf í jólastemninguna eins og nýfæddur andarungi og haft afar skamman tíma til að koma mér úr vinnuhamnum og í það að fleyta mér á eftir hinum inn í jólin. Ég er því meira í að hlaða upp í jólastemninguna á einum til tveimur dögum og redda jólagjöfunum á Þorláksmessu. Þessum fáu sem ég þarf að redda. Eða eiginlega bara gjöf fyrir konuna. Ef hún er ekki búin að redda henni sjálf eins og öllu öðru. Ég held því að ég sé ekkert að fara að vinna nein verðlaun í jólastemningu þó svo að jólin séu alltaf að verða meira gefandi og skemmtilegri með stækkun fjölskyldunnar og krökkum sem vita aðeins meira um hvað þetta snýst allt saman.Hafsteinn Snæland, matreiðslumaður.Fyrir mér eru jólin tími fyrir fjölskyldu, vini, góðan mat og gleði. Ég hef búið erlendis í rúm átta ár og hef komið heim til Íslands um jólin að jafnaði annað hvert ár sem setur aðeins auka kraft í eftirvæntinguna fyrir jólunum.“ Hafsteinn gefur hér uppskrift að sinnepi sem hann segir vera einfalt að gera og gaman hversu mikinn persónulegan brag hver og einn getur sett á sitt sinnep. „Sinnepið er mjög fínt að gera á aðventunni, fyrir jólamatinn eða jafnvel gefa það sem persónulegar jólagjafir. Ég prófaði að gera sinnep í eldhúsinu heima fyrir um þremur árum eftir að ég „sinnepsfrelsaðist“ og smakkaði bragðbætt sinnep frá Bornholm. Þá fattaði ég að ég hafði gríðarlega þrönga sýn á sinnepsflóruna. Ég notaði mestmegnis Dijonsinnep, gróft sinnep og sætt sinnep áður, en núna eru möguleikarnir óendanlegir. Ég hef prófað mig áfram síðan og vissulega gert sinnep sem ekki er svo rosalega gott, en ég hef líka rambað á nokkra gullmola sem ég hef deilt með kollegum og einstaka veitingahúsagestum sem „bara verða að fá uppskriftina“.Heimagert sinnepSkilar um það bil 500 g af sinnepi140 g sinnepsfræ 300 ml vökvi til að leggja í bleyti edik sykur salt krydd eða bragðbætir eftir óskum.Fyrst þarf að velja sinnepsfræin. Yfirleitt er hægt að velja gul, brún eða svört fræ. Gulu fræin eru mildust en þau svörtu sterkust. Vökvinn til að leggja fræin í bleyti getur verið vatn, bjór, vín, edik, safi eða hvað sem ykkur langar að prófa. Einnig þarf að huga að því hvort leggja skuli í heitan eða kaldan vökva. Að bleyta í fræjunum í köldum vökva skilar sterkara sinnepi en ef heitum vökva er hellt yfir fræin eða ef fræin eru látin sjóða í smástund.Millisterkt lakkríssinnep70 g gul sinnepsfræ 70 g brún sinnepsfræ 300 ml vatn 30 ml eplasíderedik 50 g púðursykur 2 tsk. salt ½ dl lakkríssíróp (til dæmis frá Johan Bülow) Blandið saman fræjum í ílát sem hægt er að loka. Blandið saman vatni, ediki og salti í pott, hitið að suðu og hellið sjóðandi blöndunni yfir fræin. Látið standa við stofuhita í lokuðu ílátinu í einn sólarhring. Næsta skref er að blanda sykri og sírópi út í og blanda svo í blandara þar til að áferðin er orðin eins og óskað er. Sinnepið þykknar þegar það er blandað í blandaranum og gott er að hafa vatn við höndina og sletta smá út í ef það verður of þykkt. Blandið þar til þetta verður að sléttu mauki og þrýstið svo í gegnum sigti. Gott er að smakka til jafnvægið í sinnepinu. Það gerir ekkert til að bæta við salti, sykri, ediki eða lakkrís á þessu stigi ef þörf er á. Hafa skal í huga að á þessu stigi er sinnepið mjög biturt á bragðið og það er eðlilegt. Setjið svo sinnepið í sótthreinsaðar krukkur eða glös sem auðvelt er að loka þétt. Biturleikinn hverfur smám saman þegar sinnepið fær að jafna sig. Eftir tvær til fjórar vikur við stofuhita ætti það að vera tilbúið. Sinnepið geymist svo mjög lengi í ísskáp en verður mildara með tímanum. Jól Jólafréttir Matur Mest lesið Mömmu Hamborgarhryggur Jól Jóla-aspassúpa Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ekki gleyma að drekka vatn Jól Sakna ástvina, malts og appelsíns Jól Hér er komin Grýla Jól Gómsætir bitar í jólapakkann Jól
Hafsteinn Snæland, matreiðslumaður á veitingastaðnum Vaaghals í Barcode-hverfinu í Ósló, er yfirleitt að drukkna í vinnu síðustu vikurnar fyrir jól þar sem aðventan er annasamasti tími ársins hjá honum. Hann segist því ekki hafa verið duglegur að taka þátt í aðventunni á heimilinu undanfarin ár. „Ég hef yfirleitt dottið einhvern veginn á kaf í jólastemninguna eins og nýfæddur andarungi og haft afar skamman tíma til að koma mér úr vinnuhamnum og í það að fleyta mér á eftir hinum inn í jólin. Ég er því meira í að hlaða upp í jólastemninguna á einum til tveimur dögum og redda jólagjöfunum á Þorláksmessu. Þessum fáu sem ég þarf að redda. Eða eiginlega bara gjöf fyrir konuna. Ef hún er ekki búin að redda henni sjálf eins og öllu öðru. Ég held því að ég sé ekkert að fara að vinna nein verðlaun í jólastemningu þó svo að jólin séu alltaf að verða meira gefandi og skemmtilegri með stækkun fjölskyldunnar og krökkum sem vita aðeins meira um hvað þetta snýst allt saman.Hafsteinn Snæland, matreiðslumaður.Fyrir mér eru jólin tími fyrir fjölskyldu, vini, góðan mat og gleði. Ég hef búið erlendis í rúm átta ár og hef komið heim til Íslands um jólin að jafnaði annað hvert ár sem setur aðeins auka kraft í eftirvæntinguna fyrir jólunum.“ Hafsteinn gefur hér uppskrift að sinnepi sem hann segir vera einfalt að gera og gaman hversu mikinn persónulegan brag hver og einn getur sett á sitt sinnep. „Sinnepið er mjög fínt að gera á aðventunni, fyrir jólamatinn eða jafnvel gefa það sem persónulegar jólagjafir. Ég prófaði að gera sinnep í eldhúsinu heima fyrir um þremur árum eftir að ég „sinnepsfrelsaðist“ og smakkaði bragðbætt sinnep frá Bornholm. Þá fattaði ég að ég hafði gríðarlega þrönga sýn á sinnepsflóruna. Ég notaði mestmegnis Dijonsinnep, gróft sinnep og sætt sinnep áður, en núna eru möguleikarnir óendanlegir. Ég hef prófað mig áfram síðan og vissulega gert sinnep sem ekki er svo rosalega gott, en ég hef líka rambað á nokkra gullmola sem ég hef deilt með kollegum og einstaka veitingahúsagestum sem „bara verða að fá uppskriftina“.Heimagert sinnepSkilar um það bil 500 g af sinnepi140 g sinnepsfræ 300 ml vökvi til að leggja í bleyti edik sykur salt krydd eða bragðbætir eftir óskum.Fyrst þarf að velja sinnepsfræin. Yfirleitt er hægt að velja gul, brún eða svört fræ. Gulu fræin eru mildust en þau svörtu sterkust. Vökvinn til að leggja fræin í bleyti getur verið vatn, bjór, vín, edik, safi eða hvað sem ykkur langar að prófa. Einnig þarf að huga að því hvort leggja skuli í heitan eða kaldan vökva. Að bleyta í fræjunum í köldum vökva skilar sterkara sinnepi en ef heitum vökva er hellt yfir fræin eða ef fræin eru látin sjóða í smástund.Millisterkt lakkríssinnep70 g gul sinnepsfræ 70 g brún sinnepsfræ 300 ml vatn 30 ml eplasíderedik 50 g púðursykur 2 tsk. salt ½ dl lakkríssíróp (til dæmis frá Johan Bülow) Blandið saman fræjum í ílát sem hægt er að loka. Blandið saman vatni, ediki og salti í pott, hitið að suðu og hellið sjóðandi blöndunni yfir fræin. Látið standa við stofuhita í lokuðu ílátinu í einn sólarhring. Næsta skref er að blanda sykri og sírópi út í og blanda svo í blandara þar til að áferðin er orðin eins og óskað er. Sinnepið þykknar þegar það er blandað í blandaranum og gott er að hafa vatn við höndina og sletta smá út í ef það verður of þykkt. Blandið þar til þetta verður að sléttu mauki og þrýstið svo í gegnum sigti. Gott er að smakka til jafnvægið í sinnepinu. Það gerir ekkert til að bæta við salti, sykri, ediki eða lakkrís á þessu stigi ef þörf er á. Hafa skal í huga að á þessu stigi er sinnepið mjög biturt á bragðið og það er eðlilegt. Setjið svo sinnepið í sótthreinsaðar krukkur eða glös sem auðvelt er að loka þétt. Biturleikinn hverfur smám saman þegar sinnepið fær að jafna sig. Eftir tvær til fjórar vikur við stofuhita ætti það að vera tilbúið. Sinnepið geymist svo mjög lengi í ísskáp en verður mildara með tímanum.
Jól Jólafréttir Matur Mest lesið Mömmu Hamborgarhryggur Jól Jóla-aspassúpa Jól Borða með góðri samvisku Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Skoppa og Skrítla árita jóladagatalið í Kringlunni Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ekki gleyma að drekka vatn Jól Sakna ástvina, malts og appelsíns Jól Hér er komin Grýla Jól Gómsætir bitar í jólapakkann Jól