Subaru WRX STI Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 13:25 Subaru WRX Concept gefur tóninn fyrir útlit næstu kynslóðar WRX. Subaru mun útbúa næstu kynslóð sportbílsins Impreza WRX STI með Hybrid tækni. Því bætast í hann rafmótorar til aðstoðar öflugri brunavélinni og saman verður þessi aflrás að minnsta kosti 326 hestöfl. Ennfremur fær bíllinn nýja 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum og nýjan undirvagn. Brunavélin í bílnum verður 2,0 lítra boxer vél með forþjöppu. Með tilkomu Hybrid tækninnar lækkar eyðsla bílsins verulega og verður 6,5 lítrar á hverja 100 kílómetra. Rafmótorar bílsins verða staðsettir við afturöxulinn og drífa áfram afturhjólin en allt afl brunavélarinnar fer í að drífa framhjólin. Næsta kynslóð Subaru WRX STI kemur á markað árið 2017 og verður hann nú fyrsta sinni búinn Eyesight öryggisbúnaðinum sem finna má í Subaru Outback. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent
Subaru mun útbúa næstu kynslóð sportbílsins Impreza WRX STI með Hybrid tækni. Því bætast í hann rafmótorar til aðstoðar öflugri brunavélinni og saman verður þessi aflrás að minnsta kosti 326 hestöfl. Ennfremur fær bíllinn nýja 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum og nýjan undirvagn. Brunavélin í bílnum verður 2,0 lítra boxer vél með forþjöppu. Með tilkomu Hybrid tækninnar lækkar eyðsla bílsins verulega og verður 6,5 lítrar á hverja 100 kílómetra. Rafmótorar bílsins verða staðsettir við afturöxulinn og drífa áfram afturhjólin en allt afl brunavélarinnar fer í að drífa framhjólin. Næsta kynslóð Subaru WRX STI kemur á markað árið 2017 og verður hann nú fyrsta sinni búinn Eyesight öryggisbúnaðinum sem finna má í Subaru Outback.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent