Lífið

Björgunarsveitarmenn fá sér pylsu á milli útkalla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin sem birtist á Fésbókarsíðu Frægir fá sér pulsu í kvöld.
Myndin sem birtist á Fésbókarsíðu Frægir fá sér pulsu í kvöld.
Á sjöunda hundrað björgunarsveitarmenn hafa verið við störf og í viðbragðsstöðu víða um land frá því síðdegis í dag og hefur útköllum fjölgað eftir því sem liðið hefur á kvöldið.

Á milli þess sem þeir koma landsmönnum til aðstoðar og berjast við veður og vinda þurfa þeir líka að næra sig. Á meðfylgjandi mynd, sem birtist á Facebook-síðunni  má sjá nokkra svanga björgunarsveitarmenn við Bæjarins Beztu í miðbæ Reykjavíkur.

Otti Sigmarsson björgunarsveitamaður úr Grindavík útskýrði fyrir Vísi fyrr í dag hvers vegna hann væri að standa í því að koma fólki til aðstoðar nótt sem dag. Viðtalið má lesa hér.

 

Frægir fá sér pulsu Vol. Armageddon style: Í miðjum náttúruharmleik sem hræðir og hvelur landsmenn um þessar mundir,...

Posted by Frægir fá sér pulsu on Monday, December 7, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.