Bensínverð fallið um 35% í Bandaríkjunum í ár Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 09:23 Á þessari bensínstöð í Bandaríkjunum kostar gallonið undir 2 dollurum. Autoblog Verð á bensíni hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum síðan árið 2007 og hefur lækkað um 35% á þessu ári. Meðalverð á hvert gallon þar í landi er nú 2,06 dollarar, sem útleggst um 70 krónur á hvern líter. Það er næstum þrisvar sinnum lægra verð en hér á landi. Dísilolía í Bandaríkjunum hefur lækkað enn meira í ár en bensín, eða um 48%. Hún er þó dýrari en bensínið og kostar 2,48 dollara gallonið, eða um 84 krónur á hvern líter. Eldsneytisverð er þó ekki alls staðar það sama í Bandaríkjunum og í Michigan er það að meðaltali lægst, eða á 1,80 dollara hvert gallon (62 kr. á líter). Gallon er 3,7854 lítrar. Eldsneytisverð er almennt lægst í miðvesturríkjum landsins. Íbúar á Hawaii eru ekki alveg eins kátir með bensínverðið, en þar kostar það að meðaltali 2,80 dollara gallonið, 2,69 dollara í Kaliforníu og 2,53 dollara í Nevada. Þessi þróun á verði eldsneytis hefur hægt á sölu Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla í Bandaríkjunum, en sala þeirra féll um 27% í síðasta mánuði borið saman við sama mánuð í fyrra. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Verð á bensíni hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum síðan árið 2007 og hefur lækkað um 35% á þessu ári. Meðalverð á hvert gallon þar í landi er nú 2,06 dollarar, sem útleggst um 70 krónur á hvern líter. Það er næstum þrisvar sinnum lægra verð en hér á landi. Dísilolía í Bandaríkjunum hefur lækkað enn meira í ár en bensín, eða um 48%. Hún er þó dýrari en bensínið og kostar 2,48 dollara gallonið, eða um 84 krónur á hvern líter. Eldsneytisverð er þó ekki alls staðar það sama í Bandaríkjunum og í Michigan er það að meðaltali lægst, eða á 1,80 dollara hvert gallon (62 kr. á líter). Gallon er 3,7854 lítrar. Eldsneytisverð er almennt lægst í miðvesturríkjum landsins. Íbúar á Hawaii eru ekki alveg eins kátir með bensínverðið, en þar kostar það að meðaltali 2,80 dollara gallonið, 2,69 dollara í Kaliforníu og 2,53 dollara í Nevada. Þessi þróun á verði eldsneytis hefur hægt á sölu Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla í Bandaríkjunum, en sala þeirra féll um 27% í síðasta mánuði borið saman við sama mánuð í fyrra.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent