Lífið

Magnþrungin stund þegar Eagles of Death Metal kom aftur fram í París

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bono bauð þeim félögum á sviðið.
Bono bauð þeim félögum á sviðið.
Bandaríska rokksveitin Eagles of Death Metal kom fram í stutta stund á tónleikum í Bercy höllinni í París í gærkvöldi.

Þetta var í fyrsta sinn frá hryðjuverkaárásunum í París í síðasta mánuði sem sveitin kemur saman en þeir voru á sviðinu í Bataclan tónleikahúsinu þegar skothríðin hófst.

Níutíu manns létu lífið inni á staðnum en allir hljómsveitarmeðlimirnir sluppu heilir á húfi. Eagles of Death Metal komu í gær fram undir lok tónleika hjá írsku sveitarinnar U2. Þeir lofuðu því að láta árásirnar ekki buga sig og boðuðu framhald á tónleikaferð sinni strax í byrjun næsta árs.

„Ég vil fá að kynna til leiks nokkra aðila sem verða alltaf hluti af sögu Parísar,“ sagði Bono, söngvari U2, á tónleikunum í gær.

„Sviðið var rænt af þeim fyrir nokkrum vikum og því viljum við bjóða þeim okkar í kvöld.“

Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá tónleikunum sem hafa birst á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.