Ein milljón Opel Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 12:51 Nýjasti smellurinn frá Opel. Þó svo að Opel Astra hafi fyrst verið markaðssettur í flestum Evrópuríkjum í nóvember sl. hafa nú þegar borist yfir 65.000 pantanir í hann. Ekkert lát er á uppgangi þýska bílaframleiðandans Opel. Frá höfuðstöðvum þeirra í Rüsselsheim var tilkynnt nýlega bæði um metsölu í nóvember á Evrópumarkaði sem og að hafa komist yfir einnar milljóna markið í heildarsölu bíla það sem af er árinu. Opel og systurfyrirtæki þess Vauxhall í Bretlandi eru þar með á góðri leið með að auka verulega við sig jafnt í magni sem og markaðshlutdeild á árinu 2015, þriðja árið í röð. Þessi söluaukning Opel á ársgrundvelli nær til 19 Evrópuríkja, þar á meðal Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Spánar og Danmerkur. Sem dæmi nam söluaukningin í nóvember 9.800 bílum og markaðshlutdeildin jókst upp í 5,89% í álfunni. Segja má að velgengni Opel kristallist í hinum nýja Astra þó svo að hann hafi ekki komið á markað fyrr en í nóvember. Nú þegar hafa um 65.000 pantanir borist í bílinn, en hann er af mörgum talinn einn best heppnaði bíll frá Opel frá upphafi. Sömu sögu er að segja af sendibílageiranum frá Opel. Þar hefur vöxturinn verið um 25% á milli ára. “Metnaðarfullar áætlanir okkar eru að ganga eftir og má nefna að tegundir eins og Mokka og Adam eru að hitta í mark.“ segir Peter Christian Küspert, yfirmaður söludeildar Opel. „Það eru spennandi tímar framundan og á næsta ári munum við m.a. frumsýna Astra Sports Tourer, sem er langbaksgerð Astra.” Opel setur markið hátt og stærsta markaðssókn í sögu Opel er í algleymingi. Á árunum 2016 til 2020 ráðgerir Opel að markaðssetja hvorki meira né minna en 29 ný módel. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent
Ekkert lát er á uppgangi þýska bílaframleiðandans Opel. Frá höfuðstöðvum þeirra í Rüsselsheim var tilkynnt nýlega bæði um metsölu í nóvember á Evrópumarkaði sem og að hafa komist yfir einnar milljóna markið í heildarsölu bíla það sem af er árinu. Opel og systurfyrirtæki þess Vauxhall í Bretlandi eru þar með á góðri leið með að auka verulega við sig jafnt í magni sem og markaðshlutdeild á árinu 2015, þriðja árið í röð. Þessi söluaukning Opel á ársgrundvelli nær til 19 Evrópuríkja, þar á meðal Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Spánar og Danmerkur. Sem dæmi nam söluaukningin í nóvember 9.800 bílum og markaðshlutdeildin jókst upp í 5,89% í álfunni. Segja má að velgengni Opel kristallist í hinum nýja Astra þó svo að hann hafi ekki komið á markað fyrr en í nóvember. Nú þegar hafa um 65.000 pantanir borist í bílinn, en hann er af mörgum talinn einn best heppnaði bíll frá Opel frá upphafi. Sömu sögu er að segja af sendibílageiranum frá Opel. Þar hefur vöxturinn verið um 25% á milli ára. “Metnaðarfullar áætlanir okkar eru að ganga eftir og má nefna að tegundir eins og Mokka og Adam eru að hitta í mark.“ segir Peter Christian Küspert, yfirmaður söludeildar Opel. „Það eru spennandi tímar framundan og á næsta ári munum við m.a. frumsýna Astra Sports Tourer, sem er langbaksgerð Astra.” Opel setur markið hátt og stærsta markaðssókn í sögu Opel er í algleymingi. Á árunum 2016 til 2020 ráðgerir Opel að markaðssetja hvorki meira né minna en 29 ný módel.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent