Lokar Volkswagen Phaeton verksmiðjunni? Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2015 09:28 Í verksmiðju Volkswagen Phaeton í Dresden. Autoblog Í Dresden í Þýskalandi smíðar Volkswagen flaggskip sitt, Volkswagewn Phaeton, en sala bílsins er svo dræm að þar eru aðeins smíðaðir 8 bílar á viku. Þeir eru meira og minna handsmíðaðir í þessari afar glæsilegu verksmiðju sem byggð er að mestu úr gleri. Tap er af framleiðslu Phaeton og því vill forstjóri Volkswagen, Matthias Müller, loka henni og flytja framleiðslu Phaeton annað. Í verksmiðjunni vinna 500 manns, þrátt fyrir að framleiðslan sé aðeins 8 bílar á viku. Um 4.000 Volkswagen Phaeton bílar seldust í fyrra og 5.800 stykki árið 2013. Volkswagen tapaði um 4 milljónum króna á hverjum seldum Phaeton bíl á árunum 2002 til 2012 og líklega á það sama við eftir það. Stjórn Volkswagen mun taka þetta mál fyrir á allra næstu dögum og þar mun skýrast hvort af lokuninni verður. Til þess þarf þó tvo þriðju atkvæða stjórnarinnar, en helmingur atkvæðavægis hennar er í höndum stéttarfélagsmanna og það gæti komið í veg fyrir lokun. Ef að lokum verksmiðjunnar kæmi myndi starfsmönnum hennar bjóðast störf annarsstaðar hjá Volkswagen. Til stóð að næsta kynslóð Phaeton bílsins yrði knúin rafmagni eingöngu og engin áform voru um annað en að bíllinn yrði áfram framleiddur. Auk þess var meiningin að bjóða bílinn aftur til sölu í Bandaríkjunum. Hvort dísilvélasvindl Volkswagen og sá kostnaður sem honum mun fylgja verði banabiti Phaeton er því ekki víst, en erfiðara og erfiðara verður að réttlæta framleiðslu bíls sem mikið tap er á og selst jafn lítið og Phaeton gerir. Volkswagen Phaeton er stór og glæsilegur fólksbíll, á stærð við Audi A8 og byggður á sama undirvagni.Autoblog Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent
Í Dresden í Þýskalandi smíðar Volkswagen flaggskip sitt, Volkswagewn Phaeton, en sala bílsins er svo dræm að þar eru aðeins smíðaðir 8 bílar á viku. Þeir eru meira og minna handsmíðaðir í þessari afar glæsilegu verksmiðju sem byggð er að mestu úr gleri. Tap er af framleiðslu Phaeton og því vill forstjóri Volkswagen, Matthias Müller, loka henni og flytja framleiðslu Phaeton annað. Í verksmiðjunni vinna 500 manns, þrátt fyrir að framleiðslan sé aðeins 8 bílar á viku. Um 4.000 Volkswagen Phaeton bílar seldust í fyrra og 5.800 stykki árið 2013. Volkswagen tapaði um 4 milljónum króna á hverjum seldum Phaeton bíl á árunum 2002 til 2012 og líklega á það sama við eftir það. Stjórn Volkswagen mun taka þetta mál fyrir á allra næstu dögum og þar mun skýrast hvort af lokuninni verður. Til þess þarf þó tvo þriðju atkvæða stjórnarinnar, en helmingur atkvæðavægis hennar er í höndum stéttarfélagsmanna og það gæti komið í veg fyrir lokun. Ef að lokum verksmiðjunnar kæmi myndi starfsmönnum hennar bjóðast störf annarsstaðar hjá Volkswagen. Til stóð að næsta kynslóð Phaeton bílsins yrði knúin rafmagni eingöngu og engin áform voru um annað en að bíllinn yrði áfram framleiddur. Auk þess var meiningin að bjóða bílinn aftur til sölu í Bandaríkjunum. Hvort dísilvélasvindl Volkswagen og sá kostnaður sem honum mun fylgja verði banabiti Phaeton er því ekki víst, en erfiðara og erfiðara verður að réttlæta framleiðslu bíls sem mikið tap er á og selst jafn lítið og Phaeton gerir. Volkswagen Phaeton er stór og glæsilegur fólksbíll, á stærð við Audi A8 og byggður á sama undirvagni.Autoblog
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent