Hver er tilgangurinn? Sigríður Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 14:00 Hugmynd rithöfundarins, Snæbjarnar Brynjarssonar, er að dansa sig í gegnum sjö ókláraðar bækur eftir sig sjálfan og skoða mátt tungumálsins, eða skort á honum. Dans A Retrospective, á íslensku og ensku. Rebel Rebel - Reykjavík Dance Festival - Tjarnarbíó. Höfundar og flytjendur: Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson og Snæbjörn Brynjarsson. Hljóðvinnsla: Friðjón Gunnlaugsson. Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts.Tjarnarbíó var vettvangur afvegaleiddrar tilraunar um síðastliðna helgi í formi A Retrospective. Upphaflega hét verkið A series of novels never written – how not to become a writer og frumsýnt á LÓKAL og Reykjavík Dance Festival í ágústlok. Hugmynd rithöfundarins, Snæbjarnar Brynjarssonar, er að dansa sig í gegnum sjö ókláraðar bækur eftir sig sjálfan og skoða mátt tungumálsins, eða skort á honum. Danshöfundurinn og eiginkona hans, Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson, er honum til halds og trausts. Á haustmánuðum hafa verið sýnd þrjú sviðsverk sem öll fjalla um tilvistarkreppu og tilfinningauppnám karlkyns listamanna í sjálfskoðun, nú er mál að linni. Útfærslurnar voru mismunandi en sama spurningin hefur svifið yfir þeim öllum: Af hverju ættu áhorfendur að sýna þessum vangaveltum áhuga? Leikritin Amadeus eftir Peter Shaffer, Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín og Atriði úr aftöku eftir Howard Barker fjalla öll um listræn átök og listafólk í krísu. Einnig eru fjölmörg dæmi um bókmenntaverk sem fá nýja vídd sem dans, til dæmis ballettinn Don Kíkóti og Woolf Works, byggt á verkum Virginíu Woolf. Enginn efi er um að raunir og líf listafólks eigi heima á leiksviði en efniviðurinn má ekki snúast upp í sjálfhverfu eða opinbera naflaskoðun. Listræn framsetning verður líka að vera í fyrirrúmi. A Retrospective hundsar allar þessar kröfur. Sviðshreyfingarnar og danssmíðin voru að mestu samansett úr tilviljunarkenndum hreyfingum, þar sem lítið fór fyrir fótavinnu. Textinn tók yfir tilraunina, öll dramatík fjaraði fljótlega út og innri átök verksins voru fá. Útskýringar og réttlætingar á persónulegum skoðunum og efasemdum voru í fyrirrúmi, í stað dansins. Hinum sjö ókláruðu verkum var ekki fundinn neinn skýr farvegur heldur fjöruðu út í hiki, orkuleysi og undarlegum útfærslum. Handrit sýningarinnar var illa skrifað og illa framkvæmt. Í eina skiptið þar sem persónulegt samhengi var tekið fyrir var það aftengt jafnfljótt, jafnvel gert lítið úr því. Afbygging er tæki til að styðjast við og sviðslistafólk verður að nýta hana til að undirstrika merkingu frekar en að grafa undan henni. Öll hugsanleg einlægni vék fyrir kaldhæðni af verstu sort. Sviðið er bert og reyndar Snæbjörn sömuleiðis. Nektin var algjörlega óþörf, hætti að skipta máli mjög fljótlega og varð kraftlaus. Einfaldlega ódýr tilraun til að storka áhorfendum. Tónlistin er nær engin en lýsingin er kannski jákvæðasti punkturinn, þó ekki sérlega eftirminnileg. Áhorfendur voru mættir til leiks til að sjá danstilraun en fengu þess í stað óskýran og fremur ófrumlegan fyrirlestur um tilgang listarinnar. Í kaupbæti bættust síðan við ásakanir eða hugleiðingar um að viðurvist þeirra í salnum væri tilgangslaus. Hið persónulega á auðvitað heima á sviði en ekki með þessum brag. Aðgangur að listum er bæði mannréttindi og lúxus en öll list þarf ekki endilega að vera til sýnis, hvað þá að rukka inn. Sjálfstæða sviðslistasenan á að ögra og taka áhættu en slíkt er ekki afsökun fyrir hálfkáki og viðvaningshætti. A Retrospective hefði aldrei átt að sviðsetja, allavega ekki fyrir framan borgandi áhorfendur. Niðurstaða: Tilraunastarfsemi á algjörum villigötum. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dans A Retrospective, á íslensku og ensku. Rebel Rebel - Reykjavík Dance Festival - Tjarnarbíó. Höfundar og flytjendur: Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson og Snæbjörn Brynjarsson. Hljóðvinnsla: Friðjón Gunnlaugsson. Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts.Tjarnarbíó var vettvangur afvegaleiddrar tilraunar um síðastliðna helgi í formi A Retrospective. Upphaflega hét verkið A series of novels never written – how not to become a writer og frumsýnt á LÓKAL og Reykjavík Dance Festival í ágústlok. Hugmynd rithöfundarins, Snæbjarnar Brynjarssonar, er að dansa sig í gegnum sjö ókláraðar bækur eftir sig sjálfan og skoða mátt tungumálsins, eða skort á honum. Danshöfundurinn og eiginkona hans, Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson, er honum til halds og trausts. Á haustmánuðum hafa verið sýnd þrjú sviðsverk sem öll fjalla um tilvistarkreppu og tilfinningauppnám karlkyns listamanna í sjálfskoðun, nú er mál að linni. Útfærslurnar voru mismunandi en sama spurningin hefur svifið yfir þeim öllum: Af hverju ættu áhorfendur að sýna þessum vangaveltum áhuga? Leikritin Amadeus eftir Peter Shaffer, Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín og Atriði úr aftöku eftir Howard Barker fjalla öll um listræn átök og listafólk í krísu. Einnig eru fjölmörg dæmi um bókmenntaverk sem fá nýja vídd sem dans, til dæmis ballettinn Don Kíkóti og Woolf Works, byggt á verkum Virginíu Woolf. Enginn efi er um að raunir og líf listafólks eigi heima á leiksviði en efniviðurinn má ekki snúast upp í sjálfhverfu eða opinbera naflaskoðun. Listræn framsetning verður líka að vera í fyrirrúmi. A Retrospective hundsar allar þessar kröfur. Sviðshreyfingarnar og danssmíðin voru að mestu samansett úr tilviljunarkenndum hreyfingum, þar sem lítið fór fyrir fótavinnu. Textinn tók yfir tilraunina, öll dramatík fjaraði fljótlega út og innri átök verksins voru fá. Útskýringar og réttlætingar á persónulegum skoðunum og efasemdum voru í fyrirrúmi, í stað dansins. Hinum sjö ókláruðu verkum var ekki fundinn neinn skýr farvegur heldur fjöruðu út í hiki, orkuleysi og undarlegum útfærslum. Handrit sýningarinnar var illa skrifað og illa framkvæmt. Í eina skiptið þar sem persónulegt samhengi var tekið fyrir var það aftengt jafnfljótt, jafnvel gert lítið úr því. Afbygging er tæki til að styðjast við og sviðslistafólk verður að nýta hana til að undirstrika merkingu frekar en að grafa undan henni. Öll hugsanleg einlægni vék fyrir kaldhæðni af verstu sort. Sviðið er bert og reyndar Snæbjörn sömuleiðis. Nektin var algjörlega óþörf, hætti að skipta máli mjög fljótlega og varð kraftlaus. Einfaldlega ódýr tilraun til að storka áhorfendum. Tónlistin er nær engin en lýsingin er kannski jákvæðasti punkturinn, þó ekki sérlega eftirminnileg. Áhorfendur voru mættir til leiks til að sjá danstilraun en fengu þess í stað óskýran og fremur ófrumlegan fyrirlestur um tilgang listarinnar. Í kaupbæti bættust síðan við ásakanir eða hugleiðingar um að viðurvist þeirra í salnum væri tilgangslaus. Hið persónulega á auðvitað heima á sviði en ekki með þessum brag. Aðgangur að listum er bæði mannréttindi og lúxus en öll list þarf ekki endilega að vera til sýnis, hvað þá að rukka inn. Sjálfstæða sviðslistasenan á að ögra og taka áhættu en slíkt er ekki afsökun fyrir hálfkáki og viðvaningshætti. A Retrospective hefði aldrei átt að sviðsetja, allavega ekki fyrir framan borgandi áhorfendur. Niðurstaða: Tilraunastarfsemi á algjörum villigötum.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira