Audi RS7 gegn lyftu hæstu byggingar heims Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2015 10:27 Hæsta bygging heims er Burj Khalifa byggingin í Dubai og rís hún 828 uppí skýin. Lyfturnar í Burj Khalifa fara mjög hratt, eða 10 metra á hverri sekúndu. Það er 36 km hraði, beint uppí loftið. Audi vildi finna út úr því hvort kraftabíllinn Audi RS7, sem er 560 hestöfl og togar 700 Nm, ætti einhvern séns að klífa eins hratt upp fjall. Úr því varð þetta ágæta myndskeið hér að ofan. Til þess að komast á topp Burj Khalifa þarf að skipta nokkrum sinnum um lyftu og til þess var fenginn sneggsti spretthlaupari í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Musa Khalfan Yasin. Hann keppir hér gegn ökumanni Audi RS7 bílsins, Eduardo Mortara. Bíll Mortara er fjórhjóladrifinn og kemst á 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Engin ástæða er til að upplýsa hvernig keppnin fór, en til þess þarf að horfa á myndskeiðið. Burj Khalifa byggingin er engin smásmíð. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent
Hæsta bygging heims er Burj Khalifa byggingin í Dubai og rís hún 828 uppí skýin. Lyfturnar í Burj Khalifa fara mjög hratt, eða 10 metra á hverri sekúndu. Það er 36 km hraði, beint uppí loftið. Audi vildi finna út úr því hvort kraftabíllinn Audi RS7, sem er 560 hestöfl og togar 700 Nm, ætti einhvern séns að klífa eins hratt upp fjall. Úr því varð þetta ágæta myndskeið hér að ofan. Til þess að komast á topp Burj Khalifa þarf að skipta nokkrum sinnum um lyftu og til þess var fenginn sneggsti spretthlaupari í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Musa Khalfan Yasin. Hann keppir hér gegn ökumanni Audi RS7 bílsins, Eduardo Mortara. Bíll Mortara er fjórhjóladrifinn og kemst á 100 km hraða á 3,9 sekúndum. Engin ástæða er til að upplýsa hvernig keppnin fór, en til þess þarf að horfa á myndskeiðið. Burj Khalifa byggingin er engin smásmíð.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent