Húðin þarf umhirðu í kulda Elín Albertsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 10:00 Guðrún Pétursdóttir snyrtifræðingur segir að mikilvægt sé að hugsa vel um húðina þegar kólnar í veðri. MYND/ANTON BRINK Þegar vetrarkuldinn gerir vart við sig verður húðin oft þurr og viðkvæm. Kuldinn hefur sérstaklega mikil áhrif á viðkvæma húð. Því er nauðsynlegt að viðhalda henni með góðri umhirðu og kremum, að sögn Guðrúnar Pétursdóttur snyrtifræðings. Guðrún er annar höfunda fyrstu íslensku kennslubókarinnar í snyrtifræði, „Andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara“, sem var tilnefnd til Hagþenkisverðlauna í flokki kennslu- og fræðirita. Einnig er hún fyrrverandi formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga. Guðrún segir mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina. Það á jafnt við um konur og karla. „Þegar kólnar í veðri er nauðsynlegt að verja húðina með verndandi kremum sem innihalda mikla vörn gegn utanaðkomandi áreiti og jafnvel að setja á sig svokölluð kuldakrem. Það á sérstaklega við um fólk sem er mikið úti við, í göngum, á skíðum og þess háttar,“ segir Guðrún. „Einnig þarf fólk að huga að sólarvörn allt árið, það á ekki síst við um útivistarfólk. Konur ættu að nota farða daglega þar sem í honum er vörn fyrir húðina. Síðan er auðvitað hreinsun húðarinnar kvölds og morgna afar mikilvæg. Til að nýta virku efnin í kremunum þarf húðin að vera hrein en best er að nota hreinsimjólk og andlitsvatn. Ég myndi sömuleiðis ráðleggja fólki að nota djúphreinsi og andlitsmaska einu sinni í viku til að fá dýpri áhrif fyrir húðina en það eru til fjölmargar gerðir allt eftir því sem hentar hverri húðgerð hverju sinni,“ útskýrir Guðrún.Misjöfn húð Húð fólks er mismunandi, sumir eru með feita húð á meðan aðrir eru með þurra. Mikið hefur verið rætt um gagnsemi olíu á húðina, til dæmis kókosolíu. Guðrún segir að kókosolían hafi verið mjög vinsæl. „Kókosolían hentar alls ekki öllum húðgerðum og getur stíflað fitukirtla. Hún gæti þó verið ágæt fyrir mjög þurra húð. Það verður þó að athuga að þessar olíur eru misjafnar að gæðum en geta verið ágætar til að nota sem næturkrem,“ segir hún.Meiri virkni í dýrari kremum Guðrún bætir við að áríðandi sé að fólk kaupi snyrtivörur eftir húðgerðinni. „Merkin skipta ekki öllu máli heldur hvað hentar hverri húðgerð. Yfirleitt fara saman verð og gæði. Það er meiri virkni í dýrari kremum. Gott er að leita til fagfólks á snyrtistofum til að fá aðstoð og leiðbeiningar um rétta umhirðu. Við vitum oft ekki sjálf hvaða húðgerð við höfum og hvað hentar okkur best. Vissulega gildir það sama um karlmenn. Þeir þurfa líka að hugsa vel um húðina. Karlar eru yfirleitt með meiri fituframleiðslu en konur og þurfa þess vegna ekki eins feit krem í kuldanum. Betra er fyrir þá að nota léttari krem. Hins vegar þurfa þeir að hreinsa húðina og verja eins og konur.“Mataræði skiptir máli Þegar Guðrún er spurð hvort mataræði skiptir máli, svarar hún því játandi. „Það er gott að taka lýsi eða Omega-fitusýrur og drekka vatn. Við ráðleggjum fólki með mjög þurra húð að bæta góðum fitusýrum í mataræðið. Til dæmis feitum fiski og lárperu. Góðar olíur í mataræði vernda frumuhimnuna og því eru húðvefir hæfari til að viðhalda efnaskiptastarfseminni. Heilbrigður lífsstíll hjálpar húðinni og þarf ekki síst að huga að streitu í því sambandi sem hefur niðurbrjótandi áhrif á húðina jafnt sem aðra líkamsstarfsemi,“ segir hún. Guðrún bætir við að það taki um einn mánuð að sjá verulegan mun á húðinni þegar hún er tekin í gegn. „Fólk finnur fljótt muninn eftir að hafa sinnt húðinni og gefið henni góða meðhöndlun,“ segir hún. Heilsa Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þegar vetrarkuldinn gerir vart við sig verður húðin oft þurr og viðkvæm. Kuldinn hefur sérstaklega mikil áhrif á viðkvæma húð. Því er nauðsynlegt að viðhalda henni með góðri umhirðu og kremum, að sögn Guðrúnar Pétursdóttur snyrtifræðings. Guðrún er annar höfunda fyrstu íslensku kennslubókarinnar í snyrtifræði, „Andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara“, sem var tilnefnd til Hagþenkisverðlauna í flokki kennslu- og fræðirita. Einnig er hún fyrrverandi formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga. Guðrún segir mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina. Það á jafnt við um konur og karla. „Þegar kólnar í veðri er nauðsynlegt að verja húðina með verndandi kremum sem innihalda mikla vörn gegn utanaðkomandi áreiti og jafnvel að setja á sig svokölluð kuldakrem. Það á sérstaklega við um fólk sem er mikið úti við, í göngum, á skíðum og þess háttar,“ segir Guðrún. „Einnig þarf fólk að huga að sólarvörn allt árið, það á ekki síst við um útivistarfólk. Konur ættu að nota farða daglega þar sem í honum er vörn fyrir húðina. Síðan er auðvitað hreinsun húðarinnar kvölds og morgna afar mikilvæg. Til að nýta virku efnin í kremunum þarf húðin að vera hrein en best er að nota hreinsimjólk og andlitsvatn. Ég myndi sömuleiðis ráðleggja fólki að nota djúphreinsi og andlitsmaska einu sinni í viku til að fá dýpri áhrif fyrir húðina en það eru til fjölmargar gerðir allt eftir því sem hentar hverri húðgerð hverju sinni,“ útskýrir Guðrún.Misjöfn húð Húð fólks er mismunandi, sumir eru með feita húð á meðan aðrir eru með þurra. Mikið hefur verið rætt um gagnsemi olíu á húðina, til dæmis kókosolíu. Guðrún segir að kókosolían hafi verið mjög vinsæl. „Kókosolían hentar alls ekki öllum húðgerðum og getur stíflað fitukirtla. Hún gæti þó verið ágæt fyrir mjög þurra húð. Það verður þó að athuga að þessar olíur eru misjafnar að gæðum en geta verið ágætar til að nota sem næturkrem,“ segir hún.Meiri virkni í dýrari kremum Guðrún bætir við að áríðandi sé að fólk kaupi snyrtivörur eftir húðgerðinni. „Merkin skipta ekki öllu máli heldur hvað hentar hverri húðgerð. Yfirleitt fara saman verð og gæði. Það er meiri virkni í dýrari kremum. Gott er að leita til fagfólks á snyrtistofum til að fá aðstoð og leiðbeiningar um rétta umhirðu. Við vitum oft ekki sjálf hvaða húðgerð við höfum og hvað hentar okkur best. Vissulega gildir það sama um karlmenn. Þeir þurfa líka að hugsa vel um húðina. Karlar eru yfirleitt með meiri fituframleiðslu en konur og þurfa þess vegna ekki eins feit krem í kuldanum. Betra er fyrir þá að nota léttari krem. Hins vegar þurfa þeir að hreinsa húðina og verja eins og konur.“Mataræði skiptir máli Þegar Guðrún er spurð hvort mataræði skiptir máli, svarar hún því játandi. „Það er gott að taka lýsi eða Omega-fitusýrur og drekka vatn. Við ráðleggjum fólki með mjög þurra húð að bæta góðum fitusýrum í mataræðið. Til dæmis feitum fiski og lárperu. Góðar olíur í mataræði vernda frumuhimnuna og því eru húðvefir hæfari til að viðhalda efnaskiptastarfseminni. Heilbrigður lífsstíll hjálpar húðinni og þarf ekki síst að huga að streitu í því sambandi sem hefur niðurbrjótandi áhrif á húðina jafnt sem aðra líkamsstarfsemi,“ segir hún. Guðrún bætir við að það taki um einn mánuð að sjá verulegan mun á húðinni þegar hún er tekin í gegn. „Fólk finnur fljótt muninn eftir að hafa sinnt húðinni og gefið henni góða meðhöndlun,“ segir hún.
Heilsa Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira