Örlagaríkar fimm mínútur Óttar Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Ég ræddi á dögunum við miðaldra, mæðulegan mann um heilsufarssögu hans. „Læknirinn sem skar mig fyrir nokkrum árum sagði að það hefði engu munað að ég týndi lífinu. Hefði hann komið fimm mínútum seinna væri ég ekki í tölu lifenda.“ Hann varð dreymandi á svipinn eins og kaþólskur maður sem talar um uppáhaldsdýrlinginn sinn. Svona sögur hef ég heyrt oft. Fjöldi fólks á líf sitt að þakka djörfum lækni sem bjargaði lífi þess með snarræði. Yfirleitt munar fimm mínútum. Hefði sjúklingurinn eða læknirinn mætt fimm mínútum síðar á staðinn hefði orðið að kalla til líkkistusmið. Ég hef oft velt fyrir mér hvernig menn vita þetta. Fer fimm mínútna skeiðklukka í gang þegar læknar drýgja hetjudáðir? Engan hef ég heyrt segja að það hafi munað 1-2 klukkustundum eða 1-2 vikum. Fimm mínútur eru tíminn sem allt snýst um. Læknar eru viðkvæmir menn og þrá að vera metnir að verðleikum. Svo er þó ekki alltaf. Almenningur lítur á læknisverk sem sjálfsagða þjónustu. Hjúkrunarfræðingar og nútímastjórnendur með minnst eina MBA-gráðu hafa tekið völdin á spítölunum. Læknar nútímans eru orðnir eins og hverjir aðrir starfsmenn á plani sem kvarta undan lélegum launum og hóta að flytja til Noregs. Margir líta með trega til gömlu læknanna sem nutu takmarkalausrar virðingar fyrir afrek sín. Tilvistarkreppan í heilbrigðisþjónustunni er yfirþyrmandi. Fimm mínútna sagan er svar við leiðindum og efasemdum um eigin tilveru. Lífið fær aftur tilgang og lit í þakklátum sjúklingum sem trúa því að þeir eigi líf sitt lækninum að launa. Þjóðin öll verður að styðja við og trúa á fimm mínútna söguna svo að læknar haldi geðheilsu sinni og flykkist ekki úr landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég ræddi á dögunum við miðaldra, mæðulegan mann um heilsufarssögu hans. „Læknirinn sem skar mig fyrir nokkrum árum sagði að það hefði engu munað að ég týndi lífinu. Hefði hann komið fimm mínútum seinna væri ég ekki í tölu lifenda.“ Hann varð dreymandi á svipinn eins og kaþólskur maður sem talar um uppáhaldsdýrlinginn sinn. Svona sögur hef ég heyrt oft. Fjöldi fólks á líf sitt að þakka djörfum lækni sem bjargaði lífi þess með snarræði. Yfirleitt munar fimm mínútum. Hefði sjúklingurinn eða læknirinn mætt fimm mínútum síðar á staðinn hefði orðið að kalla til líkkistusmið. Ég hef oft velt fyrir mér hvernig menn vita þetta. Fer fimm mínútna skeiðklukka í gang þegar læknar drýgja hetjudáðir? Engan hef ég heyrt segja að það hafi munað 1-2 klukkustundum eða 1-2 vikum. Fimm mínútur eru tíminn sem allt snýst um. Læknar eru viðkvæmir menn og þrá að vera metnir að verðleikum. Svo er þó ekki alltaf. Almenningur lítur á læknisverk sem sjálfsagða þjónustu. Hjúkrunarfræðingar og nútímastjórnendur með minnst eina MBA-gráðu hafa tekið völdin á spítölunum. Læknar nútímans eru orðnir eins og hverjir aðrir starfsmenn á plani sem kvarta undan lélegum launum og hóta að flytja til Noregs. Margir líta með trega til gömlu læknanna sem nutu takmarkalausrar virðingar fyrir afrek sín. Tilvistarkreppan í heilbrigðisþjónustunni er yfirþyrmandi. Fimm mínútna sagan er svar við leiðindum og efasemdum um eigin tilveru. Lífið fær aftur tilgang og lit í þakklátum sjúklingum sem trúa því að þeir eigi líf sitt lækninum að launa. Þjóðin öll verður að styðja við og trúa á fimm mínútna söguna svo að læknar haldi geðheilsu sinni og flykkist ekki úr landi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun