Sjö sæta Subaru jeppinn smíðaður í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 09:16 Subaru jeppinn, sem enn á eftir að fá nafn. Worldcarfans Subaru sýndi fyrir nokkru útlit jeppa sem leysa mun af Subaru Tribeca jeppann, sem aldrei náði flugi í sölu. Þessi nýi jeppi verður smíðaður í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna. Ekki kemur það mikið á óvart þar sem honum verður líkt og Tribeca aðallega beint að Bandaríkjamarkaði. Þessi nýi jeppi verður stærri en Tribeca, enda með þremur sætaröðum og 7 manna. Verksmiðja Subaru í Lafayette mun smíða 228.000 bíla í ár, en á næsta ári verða smíðaðir 394.000 bílar með tilkomu jeppans. Þar eru smíðaðar bílgerðirnar Outback, Legacy og Impreza og svo mun jeppinn bætast við. Subaru hefur ekki enn fundið jeppanum endanlegt nafn. Nýi jeppinn á að keppa við Toyota Higlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot, sem allir seljast vel í Bandaríkjunum, þó svo enginn þeirra sé til sölu hér á landi. Jeppar, jepplingar og pallbílar seljast nú í gríðarlegu magni vestanhafs og því ætti nýr jeppi Subaru að koma á réttum tíma og auka enn við gott gengi Subaru í Bandaríkjunum, sem víðar. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Subaru sýndi fyrir nokkru útlit jeppa sem leysa mun af Subaru Tribeca jeppann, sem aldrei náði flugi í sölu. Þessi nýi jeppi verður smíðaður í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna. Ekki kemur það mikið á óvart þar sem honum verður líkt og Tribeca aðallega beint að Bandaríkjamarkaði. Þessi nýi jeppi verður stærri en Tribeca, enda með þremur sætaröðum og 7 manna. Verksmiðja Subaru í Lafayette mun smíða 228.000 bíla í ár, en á næsta ári verða smíðaðir 394.000 bílar með tilkomu jeppans. Þar eru smíðaðar bílgerðirnar Outback, Legacy og Impreza og svo mun jeppinn bætast við. Subaru hefur ekki enn fundið jeppanum endanlegt nafn. Nýi jeppinn á að keppa við Toyota Higlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot, sem allir seljast vel í Bandaríkjunum, þó svo enginn þeirra sé til sölu hér á landi. Jeppar, jepplingar og pallbílar seljast nú í gríðarlegu magni vestanhafs og því ætti nýr jeppi Subaru að koma á réttum tíma og auka enn við gott gengi Subaru í Bandaríkjunum, sem víðar.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent