Bílasala hrynur enn í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 16:31 Sala Lada bíla minnkaði um 46%. theautonet Sala bíla í Rússlandi hefur verið á hraðri niðurleið síðustu misseri og í nýliðnum október féll salan um 39% og seldust þar aðeins 129.958 bílar. Þar sem um helmingi færra fólk býr í Rússlandi en í Bandaríkjunum er forvitnilegt að bera þessa tölu saman við 1,4 milljón bíla sölu í október vestanhafs, sem er milli fimm og sex sinnum meiri sala á hvern íbúa landsins. Svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafi ekki haft neikvæð áhrif á söluna í Rússlandi þar sem Volkswagen, Audi og Skoda bílar seldust betur en meðaltalið, þó svo salan hafi fallið um 31%. Fyrir vikið jókst markaðshlutdeild Volkswagen bílamerkjanna úr 9,7% í 10,9%. Sala Lada bíla minnkaði hinsvegar um heil 46%, Renault um 35%, Toyota um 48% og Nissan um 49%. Sala Ford minnkaði um 25% en sala GM minnkaði um 70% vegna þess að General Motors hefur dregið bæði Chevrolet og Opel bíla af markaði í Rússlandi. Á fyrstu 10 mánuðum ársins hafa selst 1,32 milljón bílar í Rússlandi, sem er minna en salan í Bandaríkjunum bara í október. Bílaframleiðendur hafa þurft að bregðast við þessari dræmu sölu og í verksmiðjum Ford í Rússlandi verður 2 mánaða framleiðsluhlé og Nissan ætlar að segja upp 500 starfsmönnum í verksmiðju sinni í St. Pétursborg. AvtoVaz sem framleiðir Lada bíla munu líklega leggja niður alla vinnu í desember, svo það verður langt jólafríið hjá starfsfólki þar. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Sala bíla í Rússlandi hefur verið á hraðri niðurleið síðustu misseri og í nýliðnum október féll salan um 39% og seldust þar aðeins 129.958 bílar. Þar sem um helmingi færra fólk býr í Rússlandi en í Bandaríkjunum er forvitnilegt að bera þessa tölu saman við 1,4 milljón bíla sölu í október vestanhafs, sem er milli fimm og sex sinnum meiri sala á hvern íbúa landsins. Svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafi ekki haft neikvæð áhrif á söluna í Rússlandi þar sem Volkswagen, Audi og Skoda bílar seldust betur en meðaltalið, þó svo salan hafi fallið um 31%. Fyrir vikið jókst markaðshlutdeild Volkswagen bílamerkjanna úr 9,7% í 10,9%. Sala Lada bíla minnkaði hinsvegar um heil 46%, Renault um 35%, Toyota um 48% og Nissan um 49%. Sala Ford minnkaði um 25% en sala GM minnkaði um 70% vegna þess að General Motors hefur dregið bæði Chevrolet og Opel bíla af markaði í Rússlandi. Á fyrstu 10 mánuðum ársins hafa selst 1,32 milljón bílar í Rússlandi, sem er minna en salan í Bandaríkjunum bara í október. Bílaframleiðendur hafa þurft að bregðast við þessari dræmu sölu og í verksmiðjum Ford í Rússlandi verður 2 mánaða framleiðsluhlé og Nissan ætlar að segja upp 500 starfsmönnum í verksmiðju sinni í St. Pétursborg. AvtoVaz sem framleiðir Lada bíla munu líklega leggja niður alla vinnu í desember, svo það verður langt jólafríið hjá starfsfólki þar.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent