Einar um lyfjahneykslið: „Þetta er dapurt og sorglegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 10:30 Einar Vilhjálmsson er margverðlaunaður spjótkastari. vísir/gva „Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sjá meira
„Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sjá meira
Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15
Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11