Segja eða þegja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Ég fékk hótunarbréf í vikunni þar sem mér voru gefnir tveir dagar til að birta afsökunarbeiðni á forsíðu Fréttablaðsins og sjö dagar til að greiða tveimur mönnum samtals tuttugu milljónir króna. Bréfin bárust í kjölfar forsíðufréttar Fréttablaðsins. Þar var fjallað um íbúð sem kom við sögu í tveimur nauðgunarmálum sem lögregla hefur til rannsóknar. Fram kom að lögreglan hefði gert tæki og tól upptæk sem grunur leikur á að notuð hafi verið í tengslum við meintar nauðganir. Fyrir þessu hefur Fréttablaðið heimildir og ekkert hefur komið fram síðar sem rengir efnisatriði fréttarinnar. Ekkert til að biðjast afsökunar á. Bara góð blaðamennska. Í gær birti Fréttablaðið aðra frétt þar sem finna mátti hluta úr skýrslu kæranda. Aftur þá hefðum við aldrei birt slíkt nema fyrir lægju traustar heimildir úr fleiri en einni átt. Í hótunarbréfinu var látið að því liggja að forsíða Fréttablaðsins þann 9. nóvember hefði orðið til þess að mennirnir voru nafngreindir og af þeim birtar myndir á samfélagsmiðlum. Ekkert er fjær sanni. Fjölmiðlar hafa vissulega völd en ekki slík að geta tekið yfir tölvur og lyklaborð landsmanna. Hefðum við viljað að nöfn þeirra og myndir yrðu á allra vitorði hefðum við einfaldlega birt nöfn og myndir með fréttinni. Það gerðum við ekki, enda höldum við þá reglu í heiðri að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Það breytir því þó ekki að við segjum fréttir, og það er lesendum eðlislægt að heimfæra þær á einstaklinga. Við getum ekki látið ótta við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að hlutir liggi í þagnargildi. Þetta á sérstaklega við um kynferðisbrot. Allt of lengi hafa fórnarlömb slíkra brota þurft að bera harm sinn og skömm í hljóði. Horft framan í réttarkerfi sem hvorki hlustar né skilur. Við verðum að fá að segja fréttir af slíkum málum. Í því felst ekki bara rétturinn til að upplýsa fólk, eða varnaðaráhrif, heldur líka yfirlýsing um að þolendur eiga ekki að þurfa að þjást í hljóði. Nauðganir eru illvirki, fréttnæmar og dæmin sýna að lögreglu veitir ekki af aðhaldi frá fólki og fjölmiðlum þegar kemur að rannsókn slíkra mála. Aðgát skal þó höfð í nærveru sálar. Þess vegna forðumst við að lýsa atvikum með of nákvæmum hætti. Nákvæmustu lýsingar á sakarefnum hafa enda komið úr annarri átt. Frá lögmanni sakborninga í viðtali við sjálft Ríkisútvarpið. Lögmaðurinn hefur stigið öll danssporin í bókinni. Hótunarbréfið var fyrsta skrefið, svo kom málflutningur í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og loks kæra á hendur meintum þolendum fyrir rangar sakargiftir. Í sjálfu sér er ekkert við framgöngu hans að athuga. Sakaðir menn eiga rétt á öflugri málsvörn. Óttinn við bægslaganginn má þó ekki verða til þess að fjölmiðlar hiki við að segja fréttir. Það er þjóðþrifamál að opna umræðu um kynferðisbrot. Jafnvel þótt menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég fékk hótunarbréf í vikunni þar sem mér voru gefnir tveir dagar til að birta afsökunarbeiðni á forsíðu Fréttablaðsins og sjö dagar til að greiða tveimur mönnum samtals tuttugu milljónir króna. Bréfin bárust í kjölfar forsíðufréttar Fréttablaðsins. Þar var fjallað um íbúð sem kom við sögu í tveimur nauðgunarmálum sem lögregla hefur til rannsóknar. Fram kom að lögreglan hefði gert tæki og tól upptæk sem grunur leikur á að notuð hafi verið í tengslum við meintar nauðganir. Fyrir þessu hefur Fréttablaðið heimildir og ekkert hefur komið fram síðar sem rengir efnisatriði fréttarinnar. Ekkert til að biðjast afsökunar á. Bara góð blaðamennska. Í gær birti Fréttablaðið aðra frétt þar sem finna mátti hluta úr skýrslu kæranda. Aftur þá hefðum við aldrei birt slíkt nema fyrir lægju traustar heimildir úr fleiri en einni átt. Í hótunarbréfinu var látið að því liggja að forsíða Fréttablaðsins þann 9. nóvember hefði orðið til þess að mennirnir voru nafngreindir og af þeim birtar myndir á samfélagsmiðlum. Ekkert er fjær sanni. Fjölmiðlar hafa vissulega völd en ekki slík að geta tekið yfir tölvur og lyklaborð landsmanna. Hefðum við viljað að nöfn þeirra og myndir yrðu á allra vitorði hefðum við einfaldlega birt nöfn og myndir með fréttinni. Það gerðum við ekki, enda höldum við þá reglu í heiðri að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Það breytir því þó ekki að við segjum fréttir, og það er lesendum eðlislægt að heimfæra þær á einstaklinga. Við getum ekki látið ótta við að upp komist hverjir eiga í hlut verða til þess að hlutir liggi í þagnargildi. Þetta á sérstaklega við um kynferðisbrot. Allt of lengi hafa fórnarlömb slíkra brota þurft að bera harm sinn og skömm í hljóði. Horft framan í réttarkerfi sem hvorki hlustar né skilur. Við verðum að fá að segja fréttir af slíkum málum. Í því felst ekki bara rétturinn til að upplýsa fólk, eða varnaðaráhrif, heldur líka yfirlýsing um að þolendur eiga ekki að þurfa að þjást í hljóði. Nauðganir eru illvirki, fréttnæmar og dæmin sýna að lögreglu veitir ekki af aðhaldi frá fólki og fjölmiðlum þegar kemur að rannsókn slíkra mála. Aðgát skal þó höfð í nærveru sálar. Þess vegna forðumst við að lýsa atvikum með of nákvæmum hætti. Nákvæmustu lýsingar á sakarefnum hafa enda komið úr annarri átt. Frá lögmanni sakborninga í viðtali við sjálft Ríkisútvarpið. Lögmaðurinn hefur stigið öll danssporin í bókinni. Hótunarbréfið var fyrsta skrefið, svo kom málflutningur í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum og loks kæra á hendur meintum þolendum fyrir rangar sakargiftir. Í sjálfu sér er ekkert við framgöngu hans að athuga. Sakaðir menn eiga rétt á öflugri málsvörn. Óttinn við bægslaganginn má þó ekki verða til þess að fjölmiðlar hiki við að segja fréttir. Það er þjóðþrifamál að opna umræðu um kynferðisbrot. Jafnvel þótt menn séu saklausir uns sekt er sönnuð.