Fisker Karma fær BMW vélar og rafmagnsdrifrásir Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 09:37 Fisker Karma bílar hafa vakið athygli fyrir fagurlega hönnun. Autoblog Nýr eigandi hins gjaldþrota Fisker Karma, sem nú ber nafnið Karma Automotive, hefur greint frá samningi við BMW um útvegun véla og rafmagnsdrifrása í nýja bíla Karma. Það sem mest kemur á óvart varðandi þetta samstarf er að BMW mun útvega rafhlöður, rafmótora og brunavélar í Karma bíla. Margir hefðu haldið að samstarfið væri tvíhliða og að Karma myndi aðstoða BMW við útvegun rafhlaða og rafmótora á móti brunavélum frá BMW, rétt eins og Tesla hefur útvegað Toyota og Daimler rafmagnsdrifrásir. Það sýnir ef til vill best hvað BMW er komið langt í þróun rafbíla sjálft, en Fisker Karma bílar voru með rafmagnsdrifrás áður en að gjaldþroti þess kom. BMW hefur náð mikilli sölu á i3 og i8 rafmagnsbílum sínum, sem og í tvinnaflbílum BMW 3, 5 og 7 bíla sinna. Eigendur Karma Automotive eru kínverskir, en það var Wanxiang bílaframleiðandinn sem keypti hið gjaldþrota Fisker Karma. Ekki kemur fram hvenær vænta megi nýrra bíla frá Karma Automotive. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Nýr eigandi hins gjaldþrota Fisker Karma, sem nú ber nafnið Karma Automotive, hefur greint frá samningi við BMW um útvegun véla og rafmagnsdrifrása í nýja bíla Karma. Það sem mest kemur á óvart varðandi þetta samstarf er að BMW mun útvega rafhlöður, rafmótora og brunavélar í Karma bíla. Margir hefðu haldið að samstarfið væri tvíhliða og að Karma myndi aðstoða BMW við útvegun rafhlaða og rafmótora á móti brunavélum frá BMW, rétt eins og Tesla hefur útvegað Toyota og Daimler rafmagnsdrifrásir. Það sýnir ef til vill best hvað BMW er komið langt í þróun rafbíla sjálft, en Fisker Karma bílar voru með rafmagnsdrifrás áður en að gjaldþroti þess kom. BMW hefur náð mikilli sölu á i3 og i8 rafmagnsbílum sínum, sem og í tvinnaflbílum BMW 3, 5 og 7 bíla sinna. Eigendur Karma Automotive eru kínverskir, en það var Wanxiang bílaframleiðandinn sem keypti hið gjaldþrota Fisker Karma. Ekki kemur fram hvenær vænta megi nýrra bíla frá Karma Automotive.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent