Formúla 1

Felipe Massa dæmdur úr leik á heimavelli

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Felipe Massa á ráslínunni á Interlagos í dag.
Felipe Massa á ráslínunni á Interlagos í dag. Vísir/Getty
Felipe Massa hefur verið dæmdur úr brasilíska kappakstrinum sem fram fór í dag. Dekk á bíl heimamannsins var heitara en heimilt er á ráslínu.

„Á ráslínu var hiti hægra afturdekksins á bíl númer 19, 137 °C, 27°C meiri en hann má vera samkvæmt leiðbeinandi reglum dekkjaframleiðandans. Þrýstingurinn í dekkinu var 20,6 psi, 0,1 psi yfir lágmarks þrýsting við upphaf keppni,“ sagði í niðurstöðu dómara keppninnar.

Williams bíll Massa var því talinn brjóta gegn tæknilegum reglum og var í kjölfarið dæmdur úr keppni.

„Ég veit ekki hvað hefur gerst,“ sagði Massa áður en niðurstaðan lá fyrir.

„Það var ekkert óvenjulegt hér, ræsingin mín var ekki einu sinni neitt sérstaklega góð svo það var ekkert öðruvísi en við höfum áður haft það,“ bætti Massa við.

Massa lauk keppni í áttunda sæti. Romain Grosjean verður nú áttundi, Max Verstappen níundi og Pastor Maldonado tekur tíunda og síðasta stigasætið.


Tengdar fréttir

Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu

Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni.

Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð

Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji.

Nico Rosberg vann í Brasilíu

Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í brasilíska kappakstrinum. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×