Þegar Jagger hringir og biður um lag Guðrún Ansnes skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Aðdáendur Kaleo þurfa ekki að bíða lengur en fram á föstudag með að heyra lagið No Good því þá dettur dýrðin inn á bæði Spotify og iTunes. Mynd/AlexandraValenti Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku. Kaleo Tónlist Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku.
Kaleo Tónlist Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira