Framandi heimur í túngarði okkar allra Magnús Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2015 12:15 Bækur Hin hálu þrep – Lífshlaup mitt Höfundur Bjarni Bernharður Bjarnason Egóútgáfan Kápa og myndir í bók Bjarni Bernharður Bjarnason Prentun Leturprent 181 bls. Lífshlaup Bjarna Bernharðs Bjarnasonar sem hann segir frá í sjálfsævisögu sinni Hin hálu þrep er óvenjulegt og forvitnilegt í senn. Bjarni Bernharður var fæddur á Selfossi árið 1950 inn í barnmarga alþýðufjölskyldu , ástlaust hjónaband foreldra sinna, fordóma samfélagsins gagnvart fátækt og því að vera öðruvísi. Æska Bjarna var enginn dans á rósum og minnist hann þess tíma með meiri biturð en hlýju. Bjarni fer ungur maður að heiman, stundar ýmis störf einkum til sjós en fljótt verður skemmtana- og bóhemalíf stór þáttur í lífi hans og sjálfsmynd. Sköpunarkrafturinn kallaði sterkt á ungan mann. Það er ekki ætlunin að rekja lífshlaup Bjarna Bernharðs hér frekar, það skal eftirlátið lesendum að kynnast því nánar í þessari athyglisverðu bók, en þess ber þó að geta að mikil áfengis-, hass- og sýruneysla í anda hippakynslóðarinnar mótaði lengi vel líf Bjarna og list. En sýruneyslan hafði einnig í för með sér að Bjarni fór í geðrof og hefur glímt við geðræn veikindi æ síðan þar sem listræn sköpun hefur greinilega löngum verið honum sterkt haldreipi í ólgusjó. Frásögn Bjarna um Hin hálu þrep lífshlaupsins er línuleg, beinskeytt og afdráttarlaus. Allt frá fæðingu til samtímans rennur frásögn Bjarna þétt og vel og svo er framvindan að sönnu öll hin áhugaverðasta. Á stundum saknar maður þess þó eilítið að sögumaður gefi sér aðeins betri tíma og veiti lesendum nánari innsýn í þann heim sem fyrir augu ber hverju sinni. Þannig er það til að mynda með æskuárin og eins með ákveðna tíma í Kaupmannahöfn þar sem Bjarni bjó um tíma ásamt konu og tveimur börnum þeirra. En lítil sem engin mynd er dregin af svo nákomnum samferðamönnum Bjarna og er það miður. Það er í sterkri mótsögn við það mikla vægi sem fíkniefnaneyslan hefur í lýsingum sem og endurliti öllu. Það sýnir vissulega fram á hversu stór þáttur þetta hefur verið í lífi höfundar en að sama skapi þá verður framvindan á köflum helst til einsleit fyrir vikið. Bjarni Bernharður hefur áratugum saman fengist við bæði ljóðlist og myndlist og þann þátt í lífi sínu og sjálfi fléttar hann vel inn í frásögnina allt frá upphafi. Ljóð og myndprentanir brjóta upp línulega frásögn og afdráttarlausan stíl og veita ákveðna innsýn í hugarheim sögumanns á hinum ólíkustu æviskeiðum. Það leynir sér ekki heldur að Bjarni er gagnrýninn á eigin verk frá fyrri æviskeiðum og með þeim hætti myndast á köflum skemmtileg samræða á milli sögumannsins við hugmyndir og sjálf liðinna ára. Frásagnarstíll Bjarna er sterkur og beinskeyttur enda sagan að mestu keyrð áfram af miklum krafti eins og til að mynda í Evrópuferðinni miklu. Bjarni mætti þó á stundum nýta frekar í sér ljóðskáldið í prósanum og láta eftir sér ljóðrænuna sem hann ótvírætt býr yfir. Heilt yfir er Hin hálu þrep athyglisverð og áhrifarík bók enda dregur Bjarni Bernharður ekkert undan og segir afdráttarlaust frá lífi sínu í veröld fíkniefna og geðsjúkdóma sem er að finna í túngarði okkar allra en er engu að síður flestum okkar ókunnur. Fyrir það á Bjarni Bernharður miklar þakkir skildar.Niðurstaða: Hispurslaus frásögn af forvitnilegri ævi sem er mörkuð mótlæti allt frá fyrstu árum. Bók sem óhætt er að mæla með. Bókmenntir Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Hin hálu þrep – Lífshlaup mitt Höfundur Bjarni Bernharður Bjarnason Egóútgáfan Kápa og myndir í bók Bjarni Bernharður Bjarnason Prentun Leturprent 181 bls. Lífshlaup Bjarna Bernharðs Bjarnasonar sem hann segir frá í sjálfsævisögu sinni Hin hálu þrep er óvenjulegt og forvitnilegt í senn. Bjarni Bernharður var fæddur á Selfossi árið 1950 inn í barnmarga alþýðufjölskyldu , ástlaust hjónaband foreldra sinna, fordóma samfélagsins gagnvart fátækt og því að vera öðruvísi. Æska Bjarna var enginn dans á rósum og minnist hann þess tíma með meiri biturð en hlýju. Bjarni fer ungur maður að heiman, stundar ýmis störf einkum til sjós en fljótt verður skemmtana- og bóhemalíf stór þáttur í lífi hans og sjálfsmynd. Sköpunarkrafturinn kallaði sterkt á ungan mann. Það er ekki ætlunin að rekja lífshlaup Bjarna Bernharðs hér frekar, það skal eftirlátið lesendum að kynnast því nánar í þessari athyglisverðu bók, en þess ber þó að geta að mikil áfengis-, hass- og sýruneysla í anda hippakynslóðarinnar mótaði lengi vel líf Bjarna og list. En sýruneyslan hafði einnig í för með sér að Bjarni fór í geðrof og hefur glímt við geðræn veikindi æ síðan þar sem listræn sköpun hefur greinilega löngum verið honum sterkt haldreipi í ólgusjó. Frásögn Bjarna um Hin hálu þrep lífshlaupsins er línuleg, beinskeytt og afdráttarlaus. Allt frá fæðingu til samtímans rennur frásögn Bjarna þétt og vel og svo er framvindan að sönnu öll hin áhugaverðasta. Á stundum saknar maður þess þó eilítið að sögumaður gefi sér aðeins betri tíma og veiti lesendum nánari innsýn í þann heim sem fyrir augu ber hverju sinni. Þannig er það til að mynda með æskuárin og eins með ákveðna tíma í Kaupmannahöfn þar sem Bjarni bjó um tíma ásamt konu og tveimur börnum þeirra. En lítil sem engin mynd er dregin af svo nákomnum samferðamönnum Bjarna og er það miður. Það er í sterkri mótsögn við það mikla vægi sem fíkniefnaneyslan hefur í lýsingum sem og endurliti öllu. Það sýnir vissulega fram á hversu stór þáttur þetta hefur verið í lífi höfundar en að sama skapi þá verður framvindan á köflum helst til einsleit fyrir vikið. Bjarni Bernharður hefur áratugum saman fengist við bæði ljóðlist og myndlist og þann þátt í lífi sínu og sjálfi fléttar hann vel inn í frásögnina allt frá upphafi. Ljóð og myndprentanir brjóta upp línulega frásögn og afdráttarlausan stíl og veita ákveðna innsýn í hugarheim sögumanns á hinum ólíkustu æviskeiðum. Það leynir sér ekki heldur að Bjarni er gagnrýninn á eigin verk frá fyrri æviskeiðum og með þeim hætti myndast á köflum skemmtileg samræða á milli sögumannsins við hugmyndir og sjálf liðinna ára. Frásagnarstíll Bjarna er sterkur og beinskeyttur enda sagan að mestu keyrð áfram af miklum krafti eins og til að mynda í Evrópuferðinni miklu. Bjarni mætti þó á stundum nýta frekar í sér ljóðskáldið í prósanum og láta eftir sér ljóðrænuna sem hann ótvírætt býr yfir. Heilt yfir er Hin hálu þrep athyglisverð og áhrifarík bók enda dregur Bjarni Bernharður ekkert undan og segir afdráttarlaust frá lífi sínu í veröld fíkniefna og geðsjúkdóma sem er að finna í túngarði okkar allra en er engu að síður flestum okkar ókunnur. Fyrir það á Bjarni Bernharður miklar þakkir skildar.Niðurstaða: Hispurslaus frásögn af forvitnilegri ævi sem er mörkuð mótlæti allt frá fyrstu árum. Bók sem óhætt er að mæla með.
Bókmenntir Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira