Hver var eiginlega þessi Mignon? Jónas Sen skrifar 18. nóvember 2015 14:45 "Hanna Dóra söng af öryggi, röddin var kraftmikil og þétt,“ segir í dómnum. Vísir/GVA Tónlist Hanna Dóra Sturludóttir og Gerrit Schuil Fluttu lög eftir Schubert, Schumann og Wolf Hannesarholti sunnudaginn 15. nóvember Umgjörð tónleika söngkonunnar Hönnu Dóru Sturludóttur og píanóleikarans Gerrits Schuil var dálítið ábótavant. Tónleikaskráin var afskaplega fátækleg, aðeins eitt A4 blað með svo til engum upplýsingum. Á því stóð að flutt yrðu fjögur ljóð Mignon úr skáldsögu Goethes um Wilhelm Meister í tónsetningu þriggja tónskálda, Schuberts, Schumanns og Wolfs (Tsjajkovskí átti aukalagið). Titlar ljóðanna voru tilgreindir, en lítið annað. Gerrit bætti aðeins úr þessu með því að kynna dagskrána á undan tónleikunum. En það var í skötulíki. Maður fékk ekki að vita hver Mignon var, bara að hún væri persóna í sögunni eftir Goethe. Og það var ekkert um ljóðin. Skáldsaga Goethes er um náunga sem hafnar borgaralegum gildum í leit að sjálfum sér. Hann kynnist ungri, dularfullri stúlku, Mignon að nafni, sem hann frelsar úr ánauð. Mignon syngur nokkrum sinnum í bundnu máli í bókinni. Þar fær lesandinn að kynnast karakter og sögu hennar betur, lærir um tilfinningar hennar og langanir. Það eru þessi ljóð sem tónlist hefur verið samin við. Veita hefði átt áheyrendum innsýn í ljóðin, það hefði auðgað dagskrána umtalsvert. Að öðru leyti voru tónleikarnir ágætir. Sömu fjögur ljóðin voru flutt þrisvar í meðhöndlun tónskáldanna sem áður voru nefnd. Forvitnilegt var að heyra hve tónsmíðarnar voru ólíkar þó ljóðin væru þau sömu. Að mati undirritaðs voru lög Hugo Wolfs tilkomumest, meðal annars vegna þess hve frjálslegt tónmálið var. Wolf var enda yngsta tónskáldið, hann var uppi á seinni hluta 19. aldarinnar. Tónsköpun er í stöðugri þróun og Wolf hafði í fórum sínum tæki og tól sem hinir höfðu ekki. Tónlist hans var svo heillandi tvíræð, það voru sífelldar tóntegundabreytingar sem sköpuðu óvissu og dulúð og það hentaði andrúmsloftinu í kringum Mignon sérlega vel. Öll lögin á tónleikunum voru fallega flutt. Hanna Dóra söng af öryggi, röddin var kraftmikil og þétt. Píanóleikur Gerrits var líka markviss og skáldlegur. Schubert var áferðarfagur og Schumann var þrunginn ákefð og ofsa sem fór honum prýðilega. En það var í lögum Wolfs sem tónlistarfólkið fór virkilega á flug. Lögin voru stórbrotin og hrikaleg, svo full af ástríðum að það var einfaldlega frábært.Niðurstaða: Umgjörð tónleikanna hefði mátt vera vandaðri, en tónlistarflutningurinn var magnaður. Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Hanna Dóra Sturludóttir og Gerrit Schuil Fluttu lög eftir Schubert, Schumann og Wolf Hannesarholti sunnudaginn 15. nóvember Umgjörð tónleika söngkonunnar Hönnu Dóru Sturludóttur og píanóleikarans Gerrits Schuil var dálítið ábótavant. Tónleikaskráin var afskaplega fátækleg, aðeins eitt A4 blað með svo til engum upplýsingum. Á því stóð að flutt yrðu fjögur ljóð Mignon úr skáldsögu Goethes um Wilhelm Meister í tónsetningu þriggja tónskálda, Schuberts, Schumanns og Wolfs (Tsjajkovskí átti aukalagið). Titlar ljóðanna voru tilgreindir, en lítið annað. Gerrit bætti aðeins úr þessu með því að kynna dagskrána á undan tónleikunum. En það var í skötulíki. Maður fékk ekki að vita hver Mignon var, bara að hún væri persóna í sögunni eftir Goethe. Og það var ekkert um ljóðin. Skáldsaga Goethes er um náunga sem hafnar borgaralegum gildum í leit að sjálfum sér. Hann kynnist ungri, dularfullri stúlku, Mignon að nafni, sem hann frelsar úr ánauð. Mignon syngur nokkrum sinnum í bundnu máli í bókinni. Þar fær lesandinn að kynnast karakter og sögu hennar betur, lærir um tilfinningar hennar og langanir. Það eru þessi ljóð sem tónlist hefur verið samin við. Veita hefði átt áheyrendum innsýn í ljóðin, það hefði auðgað dagskrána umtalsvert. Að öðru leyti voru tónleikarnir ágætir. Sömu fjögur ljóðin voru flutt þrisvar í meðhöndlun tónskáldanna sem áður voru nefnd. Forvitnilegt var að heyra hve tónsmíðarnar voru ólíkar þó ljóðin væru þau sömu. Að mati undirritaðs voru lög Hugo Wolfs tilkomumest, meðal annars vegna þess hve frjálslegt tónmálið var. Wolf var enda yngsta tónskáldið, hann var uppi á seinni hluta 19. aldarinnar. Tónsköpun er í stöðugri þróun og Wolf hafði í fórum sínum tæki og tól sem hinir höfðu ekki. Tónlist hans var svo heillandi tvíræð, það voru sífelldar tóntegundabreytingar sem sköpuðu óvissu og dulúð og það hentaði andrúmsloftinu í kringum Mignon sérlega vel. Öll lögin á tónleikunum voru fallega flutt. Hanna Dóra söng af öryggi, röddin var kraftmikil og þétt. Píanóleikur Gerrits var líka markviss og skáldlegur. Schubert var áferðarfagur og Schumann var þrunginn ákefð og ofsa sem fór honum prýðilega. En það var í lögum Wolfs sem tónlistarfólkið fór virkilega á flug. Lögin voru stórbrotin og hrikaleg, svo full af ástríðum að það var einfaldlega frábært.Niðurstaða: Umgjörð tónleikanna hefði mátt vera vandaðri, en tónlistarflutningurinn var magnaður.
Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira