Litríkt hjólhýsi í Hörpu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 12:30 Þetta hjólhýsi má finna í Hörpunni. vísir Gestir Iceland Airwaves sem fara í Hörpu taka eftir litríku hjólhýsi sem er búið að koma fyrir í Flóa. Hjólhýsið er á vegum Nordic Playlist og þar er hægt að horfa og hlusta á vídeó sem hafa verið framleidd á vegum spilunarlistans á Hróaskelduhátíðinni, By:Larm, Berlin Festival og Iceland Airwaves. „Það voru danskir listamenn sem bjuggu þetta til fyrir okkur þegar við vorum á Hróaskelduhátíðinni í fyrra. Þetta hefur orðið svona táknrænt heimili fyrir Nordic Playlist,” segir Francine Gorman ritstjóri síðunnar en Francine verður á Iceland Airwaves hátíðinni og hefur sett saman spilunarlista sem sérstaklega er tileinkaður hátíðinni. Tónlistar- og myndlistarkonan hæfileikaríka Lóa Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast kemur jafnframt til með að sjá um Instagram fyrir Nordic Playlist á meðan á hátíðinni stendur. Hún byrjaði að pósta myndum í gær um hvernig Iceland Airwaves kemur henni fyrir sjónir og má búast við góðu myndasafni frá henna áður en yfir líkur. Nordic Playlist var hleypt af stokkunum í janúar 2014 og er fyrsta norræna tónlistarvefsíðan. Mikið samstarf er við listamenn sem setja reglulega lista af uppáhaldslögunum sínum. Á meðal þeirra sem hafa sett saman lista eru: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frá Of Monsters and Men, Lykke Li, Emilíana Torrini, Jonas Bjerre frá Mews, Icona Pop og Erlend Øye. Áhugaverðir plötusnúðar hafa líka sett saman mix tape og fréttir eru fluttar af útgáfum og viðburðum. Jafnframt eru settir saman þemalistar og hlekkjað á vinsældarlista allra landanna í gegnum spilunarlista. Yfir 75 tónlistarmenn hafa sett saman spilunarlista sem hægt er að finna á Spotify, Deezer og Tidle. Á Nordic Playlist síðunni má finna yfir 20 DJ mix. Útvarpsfólk frá öllum Norðurlöndum jafnt sem alþjóðlegum stöðvum eins og BBC og bókarar á tónlistarhátíðum nota síðuna reglulega til að fylgjast með því nýjasta og helsta sem er að gerast í norrænni tónlist. Airwaves Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Gestir Iceland Airwaves sem fara í Hörpu taka eftir litríku hjólhýsi sem er búið að koma fyrir í Flóa. Hjólhýsið er á vegum Nordic Playlist og þar er hægt að horfa og hlusta á vídeó sem hafa verið framleidd á vegum spilunarlistans á Hróaskelduhátíðinni, By:Larm, Berlin Festival og Iceland Airwaves. „Það voru danskir listamenn sem bjuggu þetta til fyrir okkur þegar við vorum á Hróaskelduhátíðinni í fyrra. Þetta hefur orðið svona táknrænt heimili fyrir Nordic Playlist,” segir Francine Gorman ritstjóri síðunnar en Francine verður á Iceland Airwaves hátíðinni og hefur sett saman spilunarlista sem sérstaklega er tileinkaður hátíðinni. Tónlistar- og myndlistarkonan hæfileikaríka Lóa Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast kemur jafnframt til með að sjá um Instagram fyrir Nordic Playlist á meðan á hátíðinni stendur. Hún byrjaði að pósta myndum í gær um hvernig Iceland Airwaves kemur henni fyrir sjónir og má búast við góðu myndasafni frá henna áður en yfir líkur. Nordic Playlist var hleypt af stokkunum í janúar 2014 og er fyrsta norræna tónlistarvefsíðan. Mikið samstarf er við listamenn sem setja reglulega lista af uppáhaldslögunum sínum. Á meðal þeirra sem hafa sett saman lista eru: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir frá Of Monsters and Men, Lykke Li, Emilíana Torrini, Jonas Bjerre frá Mews, Icona Pop og Erlend Øye. Áhugaverðir plötusnúðar hafa líka sett saman mix tape og fréttir eru fluttar af útgáfum og viðburðum. Jafnframt eru settir saman þemalistar og hlekkjað á vinsældarlista allra landanna í gegnum spilunarlista. Yfir 75 tónlistarmenn hafa sett saman spilunarlista sem hægt er að finna á Spotify, Deezer og Tidle. Á Nordic Playlist síðunni má finna yfir 20 DJ mix. Útvarpsfólk frá öllum Norðurlöndum jafnt sem alþjóðlegum stöðvum eins og BBC og bókarar á tónlistarhátíðum nota síðuna reglulega til að fylgjast með því nýjasta og helsta sem er að gerast í norrænni tónlist.
Airwaves Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira