Nýr Mazda CX-9 Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 11:00 Mazda CX-9 er stærsti farþegabíll fyrirtækisins. Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Mazda ætlar að kynna nýja gerð stóra CX-9 bílsins á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í þessum mánuði. Núverandi Mazda CX-9 er orðinn 9 ára gamall bíll, svo víst er að endurnýjunar var þörf. Mazda hefur ekki enn sent frá sér almennilegar myndir af bílnum, en þó þessa mynd sem lofar góðu hvað útlit hans varðar. Mazda CX-9 er 7 manna bíll með þrjár sætaraðir, eitthvað sem kaupendur í Bandaríkjunum eru ginkeyptir fyrir og þar hefur mest sala á þessum bíl verið og verður líklega áfram. Af útlínum nýs CX-9 að dæma fær hann að mjög miklu leiti útlit Koeru tilraunabílsins sem Mazda sýndi á bílasýningunni í Frankfürt í haust og ber því að fagna. Hvað vélbúnað bílsins varðar þá mun hann verða með Skyactive vélum sem framleiddar eru af Mazda sjálfum.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent