Líður vel þar sem lætin eru mest Ritstjórn skrifar 11. nóvember 2015 10:00 Guy Arch og Anna Pálmadóttir. Það var ævintýraþráin sem dró Önnu Pálmadóttur fyrst til New York þegar hún var 23 ára gömul og fór að nema ljósmyndun. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en nú býr hún á Manhattan með þremur dætrum sínum og eiginmanni á milli þess sem hún flakkar um heiminn með myndavélina og sköpunargleðina að vopni.„Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn að tískumyndaseríu fyrir íslenskt tímarit. Ég veit eiginlega ekki af hverju, en ætli ég hafi bara ekki verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að gera það,“ segir Anna í einlægu viðtali sem birtist í nóvembertölublaði Glamour. Anna og fjölskylda hennar eiga mikið í blaðinu en hún sá um að mynda fyrirsætuna Amöndu Norgaard í forsíðuþættinum og myndirnar sem skreyta viðtalið eru úr tískuþætti sem Anna og eiginmaður hennar, ljósmyndarinn Guy Aroch, gerðu með dætrum sínum og fyrirsætunni Juliu G. Aroch er með frægari ljósmyndurum í heimi í dag. Dætur Önnu og Guy ásamt fyrisætunni Julia Gall.Myndir/Anna& GuyAnna segir það vera kost frekar en galla að þau hjónin séu bæði að vinna við sama fagið. Þau tali mikið saman um vinnuna heima fyrir og veiti hvort öðru stuðning og ráð þegar þess þarf. „Við erum núna að gera auglýsingaherferð fyrir Coca-Cola, risaverkefni sem er mjög spennandi og skemmtilegt. Þetta er herferð sem fer í loftið í byrjun næsta árs og fer út um allan heim. Einnig vorum við að ljúka við að gera verkefni fyrir NASCAR í samstarfi við Coca-Cola hérna úti og höfum líka verið að vinna fyrir tímarit saman. Það er nýtt og spennandi að hafa möguleikann á að vinna saman en við munum að sjálfsögðu líka halda áfram að vinna hvort í sínu lagi.“Lesa má meira um Önnu, lífið í New York og tenginguna við Ísland í nýjasta tölublaði Glamour! Nóvemberblað Glamour er komið út! Hægt er að tryggja sér áskrift hér, á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550. Glamour Tíska Mest lesið Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour Halda í köflótta mynstrið í London Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour Fimm trend sem verða vinsæl árið 2018 Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Feminísk ádeila og töffaraskapur í sumarlínu Dior Glamour Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna Glamour
Það var ævintýraþráin sem dró Önnu Pálmadóttur fyrst til New York þegar hún var 23 ára gömul og fór að nema ljósmyndun. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en nú býr hún á Manhattan með þremur dætrum sínum og eiginmanni á milli þess sem hún flakkar um heiminn með myndavélina og sköpunargleðina að vopni.„Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn að tískumyndaseríu fyrir íslenskt tímarit. Ég veit eiginlega ekki af hverju, en ætli ég hafi bara ekki verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að gera það,“ segir Anna í einlægu viðtali sem birtist í nóvembertölublaði Glamour. Anna og fjölskylda hennar eiga mikið í blaðinu en hún sá um að mynda fyrirsætuna Amöndu Norgaard í forsíðuþættinum og myndirnar sem skreyta viðtalið eru úr tískuþætti sem Anna og eiginmaður hennar, ljósmyndarinn Guy Aroch, gerðu með dætrum sínum og fyrirsætunni Juliu G. Aroch er með frægari ljósmyndurum í heimi í dag. Dætur Önnu og Guy ásamt fyrisætunni Julia Gall.Myndir/Anna& GuyAnna segir það vera kost frekar en galla að þau hjónin séu bæði að vinna við sama fagið. Þau tali mikið saman um vinnuna heima fyrir og veiti hvort öðru stuðning og ráð þegar þess þarf. „Við erum núna að gera auglýsingaherferð fyrir Coca-Cola, risaverkefni sem er mjög spennandi og skemmtilegt. Þetta er herferð sem fer í loftið í byrjun næsta árs og fer út um allan heim. Einnig vorum við að ljúka við að gera verkefni fyrir NASCAR í samstarfi við Coca-Cola hérna úti og höfum líka verið að vinna fyrir tímarit saman. Það er nýtt og spennandi að hafa möguleikann á að vinna saman en við munum að sjálfsögðu líka halda áfram að vinna hvort í sínu lagi.“Lesa má meira um Önnu, lífið í New York og tenginguna við Ísland í nýjasta tölublaði Glamour! Nóvemberblað Glamour er komið út! Hægt er að tryggja sér áskrift hér, á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550.
Glamour Tíska Mest lesið Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour Halda í köflótta mynstrið í London Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour Fimm trend sem verða vinsæl árið 2018 Glamour Verstu hárgreiðslur allra tíma Glamour Óförðuð með ellefu vörum Glamour Rihanna neglir hvert vetrar trendið á eftir öðru Glamour Feminísk ádeila og töffaraskapur í sumarlínu Dior Glamour Dragdrottningin Hungry farðaði Björk fyrir nýjustu plötuna Glamour