Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2015 15:15 Félagarnir Thomas og Peter kunnu vel að meta fiskinn og franskarnar í Hörpu í gærkvöldi. Vísir/KTD Vinirnir Thomas Meneweger og Peter Kreyci voru afar sáttir með fiskinn og frönsku kartöflurnar sem þeir gúffuðu í sig í Hörpu á níunda tímanum í gærkvöldi. Austurríkismennirnir segja bjórinn fáránlega dýran hér á landi og eru afar virkir á Tinder. Íslensku stelpurnar virðast þó ekki að heilla þá upp úr skónum. „Íslenskur vinur okkar bjó í Salzburg í sjö ár. Við ákváðum að sameina heimsókn til hans og Iceland Airwaves,“ sögðu félagarnir á meðan þeir nærðu sig í anddyri Hörpu í gærkvöldi. Þeir komu til landsins á mánudag og hafa síðan notið tónlistar og sötrað bjór. „Við keyptum nokkra kassa af bjór í Vínbúðinni. Áfengi er eitt af því mikilvægasta í lífi Austurríkismanna og á meðan á tónlistarhátíðum stendur er mikilvægt að vera fullur. Við vissum hins vegar ekki hve fáránlega dýr hann væri hér á landi,“ segja strákarnir.Agent Fresco spiluðu í Silfurbergi í gærkvöldi.Agent Fresco @ Harpa SilfurbergPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Kviknað í kreditkortinu Mánudeginum vörðu þeir á Kex þar sem þeir hlustuðu á tónlist og keyptu bjór af barnum. „Það var dýr dagur,“ segja strákarnir sem tóku kojufyllerí heima hjá vini sínum á þriðjudeginum. Stofuborðið var þakið bjór og síðan sötrað. Þeir neituðu því ekki að þeir væru aðeins eftir sig í gær eftir átök þriðjudagsins en væru að skríða saman. Þeir sögðust ekki hlakka til að skoða kreditkortareikninginn þegar þeir kæmu aftur heim. „Það er kviknað í kortinu,“ segir Peter en Thomas sér „jákvæðu hliðina“. „Það góða við kreditkort er að þau eru vandamál síðar meir,“ segir hann og hlær. Strákarnir voru að gíra sig upp fyrir tónleika með Manu Delago frá Austurríki í gærkvöldi. Annars sögðust þeir spenntastir fyrir tónleikum John Grant með Sinfó. Ætluðu þeir að passa sig að sofa ekki yfir sig en miðar voru afhentir í hádeginu í dag undir formerkjunum, fyrstur kemur - fyrstur fær. „Þess vegna erum við að borða svo við verðum ekki of fullir á eftir,“ segir Thomas.Röðin var löng eftir miðum á John Grant í hádeginu.Now this is a beautiful line!!! Ticket handout for John Grant starts at 12:00!!!! #airwaves #johngrant #harpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Thursday, November 5, 2015Tinder logar Svo mætti ætla að fegurð íslenskra kvenna væri óumdeild. Sigrar í fegurðarsamkeppni mætti nota sem rök á meðan aðrir myndu segja að nóg væri að líta í kringum sig. Félagarnir segjast þó ekkert sérstaklega spenntir fyrir íslenskum stelpum. „Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ segir Peter. Blaðamaður er ekki lítið hissa á þessum viðbrögðum og horfir spurnaraugum á Peter þar sem hann japlar á frönskum kartöflum. „Ég er ekki stelpa!“ Aðspurðir segjast þeir félagar að sjálfsögðu vera búnir að logga sig inn á Tinder. „Auðvitað! Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Peter. Thomas er ekki alveg jafnkokhraustur en hann sagðist vera búinn með kvótann á stelpum sem hann geti líkað við innan tiltekins tíma. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Vinirnir Thomas Meneweger og Peter Kreyci voru afar sáttir með fiskinn og frönsku kartöflurnar sem þeir gúffuðu í sig í Hörpu á níunda tímanum í gærkvöldi. Austurríkismennirnir segja bjórinn fáránlega dýran hér á landi og eru afar virkir á Tinder. Íslensku stelpurnar virðast þó ekki að heilla þá upp úr skónum. „Íslenskur vinur okkar bjó í Salzburg í sjö ár. Við ákváðum að sameina heimsókn til hans og Iceland Airwaves,“ sögðu félagarnir á meðan þeir nærðu sig í anddyri Hörpu í gærkvöldi. Þeir komu til landsins á mánudag og hafa síðan notið tónlistar og sötrað bjór. „Við keyptum nokkra kassa af bjór í Vínbúðinni. Áfengi er eitt af því mikilvægasta í lífi Austurríkismanna og á meðan á tónlistarhátíðum stendur er mikilvægt að vera fullur. Við vissum hins vegar ekki hve fáránlega dýr hann væri hér á landi,“ segja strákarnir.Agent Fresco spiluðu í Silfurbergi í gærkvöldi.Agent Fresco @ Harpa SilfurbergPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Wednesday, November 4, 2015Kviknað í kreditkortinu Mánudeginum vörðu þeir á Kex þar sem þeir hlustuðu á tónlist og keyptu bjór af barnum. „Það var dýr dagur,“ segja strákarnir sem tóku kojufyllerí heima hjá vini sínum á þriðjudeginum. Stofuborðið var þakið bjór og síðan sötrað. Þeir neituðu því ekki að þeir væru aðeins eftir sig í gær eftir átök þriðjudagsins en væru að skríða saman. Þeir sögðust ekki hlakka til að skoða kreditkortareikninginn þegar þeir kæmu aftur heim. „Það er kviknað í kortinu,“ segir Peter en Thomas sér „jákvæðu hliðina“. „Það góða við kreditkort er að þau eru vandamál síðar meir,“ segir hann og hlær. Strákarnir voru að gíra sig upp fyrir tónleika með Manu Delago frá Austurríki í gærkvöldi. Annars sögðust þeir spenntastir fyrir tónleikum John Grant með Sinfó. Ætluðu þeir að passa sig að sofa ekki yfir sig en miðar voru afhentir í hádeginu í dag undir formerkjunum, fyrstur kemur - fyrstur fær. „Þess vegna erum við að borða svo við verðum ekki of fullir á eftir,“ segir Thomas.Röðin var löng eftir miðum á John Grant í hádeginu.Now this is a beautiful line!!! Ticket handout for John Grant starts at 12:00!!!! #airwaves #johngrant #harpaPosted by Iceland Airwaves Music Festival on Thursday, November 5, 2015Tinder logar Svo mætti ætla að fegurð íslenskra kvenna væri óumdeild. Sigrar í fegurðarsamkeppni mætti nota sem rök á meðan aðrir myndu segja að nóg væri að líta í kringum sig. Félagarnir segjast þó ekkert sérstaklega spenntir fyrir íslenskum stelpum. „Íslenski vinur okkar sagði í gær að íslensku stelpurnar væru orðnar alltof feitar. Ástæðan er víst sú að þær eru sólgnar í skyndibitann,“ segir Peter. Blaðamaður er ekki lítið hissa á þessum viðbrögðum og horfir spurnaraugum á Peter þar sem hann japlar á frönskum kartöflum. „Ég er ekki stelpa!“ Aðspurðir segjast þeir félagar að sjálfsögðu vera búnir að logga sig inn á Tinder. „Auðvitað! Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Peter. Thomas er ekki alveg jafnkokhraustur en hann sagðist vera búinn með kvótann á stelpum sem hann geti líkað við innan tiltekins tíma.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00
Fólkið á Airwaves: 24 tímum frá því að þruma peningum inn á Icesave "Við erum vegan og Reykjavík er frábær borg fyrir okkur hvað það varðar,“ segir parið Chris Foster og Neil Hopkins. 4. nóvember 2015 22:42