Ábyrgð Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Í gær lauk aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem sakaður er um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings á Landspítalanum. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar, þar sem starfsmaður heilbrigðiskerfisins er dreginn fyrir dóm í sakamáli fyrir meint mistök. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá vitnisburði hjúkrunarfræðingsins fyrir dómi. Hún sagðist, eðli málsins samkvæmt, hafa fengið taugaáfall eftir atburðinn. „Ímyndaðu þér að vera góð og heiðarleg manneskja og þú lendir í því að þú telur að einhver hafi dáið af þínum völdum, út af einhverju sem þú hefur gert. Þú ferð í töluvert áfall. Ég er hjúkrunarfræðingur af ástæðu. Það gefur mikið að vera góð við aðrar manneskjur og það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur,“ sagði konan. Í aðalmeðferðinni lýsti konan gríðarlegu álagi á starfsfólki Landspítalans og eigin starfsskyldum þann dag sem andlátið átti sér stað. Hún hafði sinnt tvöfaldri vakt, annars vegar á svæfingadeild og hins vegar á bæði gjörgæsludeild og vöknunardeild. Gjörgæsludeildin var undirmönnuð og mikið var að gera. Saksóknarinn sem sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara sagði meira að segja að hin ákærða ætti sér miklar málsbætur. Hann bað dóminn að líta til sérstakra aðstæðna á Landspítalanum þegar atvikið átti sér stað og nefndi manneklu og álag. Meira að segja ekkja hins látna féll frá bótakröfu sinni við meðferð málsins fyrir dómi og nefndi að fólk hlyti að vera samábyrgt þegar svona gerist. Heilbrigðisstarfsfólk er eins og gefur að skilja uggandi yfir málinu. Sérstakt átak hefur undanfarin misseri verið gert til þess að bæta öryggismenningu á spítalanum. Starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og hindra að þau endurtaki sig. Augljóst er að mistök geta ávallt átt sér stað og munu eiga sér stað áfram í aðstæðum þar sem mannfólk er við störf. Þannig virkar mennskan. Ekkert okkar er fullkomið. Og því er ekki að neita að heimild er fyrir því að gefa út ákæru vegna manndráps af gáleysi í umræddu tilviki. Það er hins vegar stórundarleg ákvörðun hjá embætti ríkissaksóknara að ákveða að gefa út ákæru í málinu. Embætti sem ítrekað hefur kvartað yfir mikilli manneklu og fjármagnsskorti. Í slíkri stöðu er augljóst að forgangsraða þarf verkefnum og ráðast í þau sem brýnust eru. Ákæra, refsing og fullkomin niðurlæging þessa hjúkrunarfræðings getur varla verið mikið forgangsatriði. Hafi hún gert mistök er ljóst að mistökin voru á engan hátt aðeins hennar og jafnvel má leiða að því líkur að mun fleiri beri jafn mikla, ef ekki meiri, ábyrgð á dauðsfallinu. Einhver ber ábyrgð manneklunni, einhver ber ábyrgð á álaginu og það eina sem liggur ljóst fyrir er að hjúkrunarfræðingurinn er ekki sá sem ber þá ábyrgð. Dómur mun liggja fyrir á næstu vikum. Verði konan sakfelld spyr maður sig hver sé bættari eftir þá niðurstöðu. Verði konan sýknuð verður ríkissaksóknari að spyrja sig hver eigi að bera ábyrgð á því helvíti sem hjúkrunarfræðingurinn hefur þurft að ganga í gegnum síðustu þrjú árin. Einhver virðist jú víst alltaf þurfa að bera ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í gær lauk aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem sakaður er um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings á Landspítalanum. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar, þar sem starfsmaður heilbrigðiskerfisins er dreginn fyrir dóm í sakamáli fyrir meint mistök. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá vitnisburði hjúkrunarfræðingsins fyrir dómi. Hún sagðist, eðli málsins samkvæmt, hafa fengið taugaáfall eftir atburðinn. „Ímyndaðu þér að vera góð og heiðarleg manneskja og þú lendir í því að þú telur að einhver hafi dáið af þínum völdum, út af einhverju sem þú hefur gert. Þú ferð í töluvert áfall. Ég er hjúkrunarfræðingur af ástæðu. Það gefur mikið að vera góð við aðrar manneskjur og það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur,“ sagði konan. Í aðalmeðferðinni lýsti konan gríðarlegu álagi á starfsfólki Landspítalans og eigin starfsskyldum þann dag sem andlátið átti sér stað. Hún hafði sinnt tvöfaldri vakt, annars vegar á svæfingadeild og hins vegar á bæði gjörgæsludeild og vöknunardeild. Gjörgæsludeildin var undirmönnuð og mikið var að gera. Saksóknarinn sem sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara sagði meira að segja að hin ákærða ætti sér miklar málsbætur. Hann bað dóminn að líta til sérstakra aðstæðna á Landspítalanum þegar atvikið átti sér stað og nefndi manneklu og álag. Meira að segja ekkja hins látna féll frá bótakröfu sinni við meðferð málsins fyrir dómi og nefndi að fólk hlyti að vera samábyrgt þegar svona gerist. Heilbrigðisstarfsfólk er eins og gefur að skilja uggandi yfir málinu. Sérstakt átak hefur undanfarin misseri verið gert til þess að bæta öryggismenningu á spítalanum. Starfsfólk er hvatt til að tilkynna um hvers kyns mistök í þeim tilgangi að hægt sé að læra af þeim og hindra að þau endurtaki sig. Augljóst er að mistök geta ávallt átt sér stað og munu eiga sér stað áfram í aðstæðum þar sem mannfólk er við störf. Þannig virkar mennskan. Ekkert okkar er fullkomið. Og því er ekki að neita að heimild er fyrir því að gefa út ákæru vegna manndráps af gáleysi í umræddu tilviki. Það er hins vegar stórundarleg ákvörðun hjá embætti ríkissaksóknara að ákveða að gefa út ákæru í málinu. Embætti sem ítrekað hefur kvartað yfir mikilli manneklu og fjármagnsskorti. Í slíkri stöðu er augljóst að forgangsraða þarf verkefnum og ráðast í þau sem brýnust eru. Ákæra, refsing og fullkomin niðurlæging þessa hjúkrunarfræðings getur varla verið mikið forgangsatriði. Hafi hún gert mistök er ljóst að mistökin voru á engan hátt aðeins hennar og jafnvel má leiða að því líkur að mun fleiri beri jafn mikla, ef ekki meiri, ábyrgð á dauðsfallinu. Einhver ber ábyrgð manneklunni, einhver ber ábyrgð á álaginu og það eina sem liggur ljóst fyrir er að hjúkrunarfræðingurinn er ekki sá sem ber þá ábyrgð. Dómur mun liggja fyrir á næstu vikum. Verði konan sakfelld spyr maður sig hver sé bættari eftir þá niðurstöðu. Verði konan sýknuð verður ríkissaksóknari að spyrja sig hver eigi að bera ábyrgð á því helvíti sem hjúkrunarfræðingurinn hefur þurft að ganga í gegnum síðustu þrjú árin. Einhver virðist jú víst alltaf þurfa að bera ábyrgð.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun