Stórbrotinn og ástríðukenndur Jónas Sen skrifar 7. nóvember 2015 09:15 "Tónlist Grants var falleg. Laglínurnar voru einlægar og blátt áfram og þær komu greinilega frá hjartanu,“ segir í dómnum. Mynd/Alexander Matukno Tónlist John Grant kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt rytmasveit. Stjórnandi Christopher George. Ég var einu sinni á rokkfestívali í Belgíu þar sem Marilyn Manson kom fram. Þegar hann steig fram á sviðið var leikin byrjunin úr hæga kaflanum í Es-dúr tríóinu eftir Schubert. Af hverju var ekki ljóst. Þetta er „íkonísk“ tónlist, hún hefur heyrst í mörgum bíómyndum, t.d. í vampírumyndinni Hunger. Manson hefur gefið sig út fyrir að vera djöfladýrkandi, svo kannski var það tengingin. Ekki er heldur á hreinu hvers vegna John Grant notaði prelúdíu í cís-moll opus 3 nr. 2 eftir Rakmanínoff sem inngang að einu laginu sínu. Hann kom fram með rytmasveit og Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið á Airwaves. Rétt eins og með Schubert þá er prelúdían mjög þekkt. Hún er drungaleg, jafnvel spúkí. Þetta er einhver þunglyndislegasta tónlist sem er til. En drunginn var í skemmtilegri mótsögn við teknókenndan hamaganginn sem tók við. Fram að þessu höfðu tónleikarnir verið býsna rólegir, en nú kvað við annan tón. Þetta var líflegur gerningur. Teknóið var grípandi og tilfinningastigið magnaðist upp úr öllu valdi með aðkomu sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónlist Grants var falleg. Laglínurnar voru einlægar og blátt áfram, þær komu greinilega frá hjartanu. Ýmislegt í textanum var nokkuð groddalegt, og það var í sérkennilegri andstöðu við hjartnæmar melódíurnar, sem voru allsráðandi á undan Rakmanínoff. En að öðru leyti voru lögin fremur hefðbundin, það var ekkert frumlegt eða óvanalegt við þau. Það sem „gerði“ tónleikana var hversu vel tónlistin var flutt. Mjúk baritonrödd Grants var ákaflega fögur, og hún var alltaf tandurhrein. Rytmasveitin var líka pottþétt, og leikur Sinfóníunnar var stórbrotinn. Útsetningarnar voru hóflegar, aðallega liggjandi hljómar sem juku á ástríðukennda stemninguna. Sumt minnti jafnvel á kvikmyndatónlist John Barry heitins. Það var eitthvað mjög sjarmerandi við það allt. Grant sjálfur, sem hefur búið á Íslandi í nokkrun tíma, virðist vera viðkunnanlegur náungi. Hann er HIV-smitaður og hefur háð baráttu við Bakkus og haft betur. Það er eitthvað brothætt og mannlegt við hann sem gerir bæði hann og tónlist hans aðlaðandi. Viðtökurnar á tónleikunum í Eldborg voru í samræmi við það. Fólk bókstaflega æpti af hrifningu og undirritaður var þar á meðal.Niðurstaða: Stórgóðir tónleikar Johns Grant og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónlistin var heillandi, flutningurinn framúrskarandi. Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist John Grant kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt rytmasveit. Stjórnandi Christopher George. Ég var einu sinni á rokkfestívali í Belgíu þar sem Marilyn Manson kom fram. Þegar hann steig fram á sviðið var leikin byrjunin úr hæga kaflanum í Es-dúr tríóinu eftir Schubert. Af hverju var ekki ljóst. Þetta er „íkonísk“ tónlist, hún hefur heyrst í mörgum bíómyndum, t.d. í vampírumyndinni Hunger. Manson hefur gefið sig út fyrir að vera djöfladýrkandi, svo kannski var það tengingin. Ekki er heldur á hreinu hvers vegna John Grant notaði prelúdíu í cís-moll opus 3 nr. 2 eftir Rakmanínoff sem inngang að einu laginu sínu. Hann kom fram með rytmasveit og Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið á Airwaves. Rétt eins og með Schubert þá er prelúdían mjög þekkt. Hún er drungaleg, jafnvel spúkí. Þetta er einhver þunglyndislegasta tónlist sem er til. En drunginn var í skemmtilegri mótsögn við teknókenndan hamaganginn sem tók við. Fram að þessu höfðu tónleikarnir verið býsna rólegir, en nú kvað við annan tón. Þetta var líflegur gerningur. Teknóið var grípandi og tilfinningastigið magnaðist upp úr öllu valdi með aðkomu sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónlist Grants var falleg. Laglínurnar voru einlægar og blátt áfram, þær komu greinilega frá hjartanu. Ýmislegt í textanum var nokkuð groddalegt, og það var í sérkennilegri andstöðu við hjartnæmar melódíurnar, sem voru allsráðandi á undan Rakmanínoff. En að öðru leyti voru lögin fremur hefðbundin, það var ekkert frumlegt eða óvanalegt við þau. Það sem „gerði“ tónleikana var hversu vel tónlistin var flutt. Mjúk baritonrödd Grants var ákaflega fögur, og hún var alltaf tandurhrein. Rytmasveitin var líka pottþétt, og leikur Sinfóníunnar var stórbrotinn. Útsetningarnar voru hóflegar, aðallega liggjandi hljómar sem juku á ástríðukennda stemninguna. Sumt minnti jafnvel á kvikmyndatónlist John Barry heitins. Það var eitthvað mjög sjarmerandi við það allt. Grant sjálfur, sem hefur búið á Íslandi í nokkrun tíma, virðist vera viðkunnanlegur náungi. Hann er HIV-smitaður og hefur háð baráttu við Bakkus og haft betur. Það er eitthvað brothætt og mannlegt við hann sem gerir bæði hann og tónlist hans aðlaðandi. Viðtökurnar á tónleikunum í Eldborg voru í samræmi við það. Fólk bókstaflega æpti af hrifningu og undirritaður var þar á meðal.Niðurstaða: Stórgóðir tónleikar Johns Grant og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónlistin var heillandi, flutningurinn framúrskarandi.
Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira