Karl Berndsen allur að koma til eftir langa baráttu við krabbamein Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 20:52 Karl Berndsen er ekki dauður úr öllum æðum. Vísir Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“ Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira