Er í lagi að vera einmana? Ásdís Herborg Ólafsdóttir sálfræðingur skrifar 20. nóvember 2015 12:00 Vísir/Getty Það að finnast maður vera einmana þýðir að maður saknar návistar við aðra. Við tölum ekki oft um einmanaleika. Samt höfum við líklega flest verið einmana einhvern tíma á lífsleiðinni. Sum okkar í stuttan tíma og önnur í lengri. Ein af ástæðum þess að við tölum ekki mikið um einsemdina er að oft kennir maður sjálfum sér um og skammast sín fyrir að vera einmana. Sjálfsásakanir eru ekki fátíðar, ásakanir um að maður sé ekki nógu áhugaverð eða skemmtileg manneskja til að aðrir nenni að vera með manni.Hverjir eru einmana? Það hefur verið svolítið ríkjandi hugmynd að það sé bara eitthvað skrítið og veiklynt fólk sem verður einmana en það er bara alls ekki rétt. Við erum félagsverur og þó að það sé misjafnt hvað við höfum mikla þörf fyrir að vera með öðrum þá eru það fæstir sem geta lifað lífinu án nokkurs sambands við aðra. Það er þó ekki háð því hvað maður hefur margt fólk í kringum sig hvort maður er einmana eða ekki. Margir sem eru komnir á ellilífeyrisaldur finna fyrir einmanaleikanum þegar þeir hætta að vinna. Eins getur einmanaleikinn orðið mikill hjá þeim sem missa maka sinn og vini. Það er ekki bara elsta kynslóðin sem verður fyrir missi og fólk á öllum aldri getur fundið fyrir einmanaleika. Fyrir utan það að missa einhvern nákominn eru dæmigerðar aðstæður sem bjóða einsemdinni heim meðal annars flutningar þar sem maður þarf að koma undir sig fótunum á nýjum stað. Það getur verið erfitt að kynnast fólki þar sem þeir sem fyrir eru eiga nóg með sig og sína. Oft verður fólk líka einmana eftir skilnað eða atvinnumissi. Erfið andleg eða líkamleg veikindi geta einnig ýtt undir einmanaleika. Ég hef hitt marga einmana unglinga. Ástæðan hefur oft verið að þeim finnst þeir svo allt öðruvísi en allir aðrir, hugsa öðruvísi og hafa öðruvísi tilfinningar en aðrir. Sumum fullorðnum líður líka svona. Bæði börn og aðrir sem hafa verið lagðir í einelti lýsa oft sterkri einmanaleikakennd og upplifa mikla huggun í því ef einhver í hópnum stendur með þeim, þá eru þau ekki eins einmana lengur.Vísir/GettyEinvera Það er einnig vert að muna að ekki eru allir einmana sem eru einir. Sumum finnst einveran góð og líður vel með sjálfum sér. Margir líta á það sem eitt það eftirsóknarverðasta í lífinu að vera einhvers staðar aleinir í friði og ró. Til dæmis hafa skapandi listamenn oft mikla þörf fyrir einveruna til að geta helgað sig verkum sínum. Þegar betur er að gáð er þetta oft fólk sem hefur möguleikann á návist við annað fólk ef það kýs svo. Það er stór munur á að kjósa einveruna eða finnast maður neyddur til einveru. Einnig er munur á að upplifa tímabundinn einmanaleika og að lifa einmanalegu lífi.Gagnsemi einsemdar Það er með einmanaleikann eins og aðrar tilfinningar, maður getur notað hann til að átta sig í tilverunni. Sterk einsemd er ábending um að lífið er ekki eins og maður vill hafa það og hvatning til að gera eitthvað í því. Tilfinningin er gagnleg því hún hvetur fólk til að komast í samband við aðra. Hún er sársaukafull og maður upplifir þörf fyrir að lina sársaukann. Fólk sem þrátt fyrir að vera í sambandi upplifir stöðugan einmanaleika getur notað tilfinninguna sem ábendingu um að það sé eitthvað að í sambandinu.Að losna úr einsemdinni Fyrsta skrefið til að losna við einmanaleikann er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé einmana. Sjálfsásakanir eru ekki til neins gagns, maður myndi aldrei fara að skamma einhverja aðra fyrir að vera einmana og það á maður heldur ekki að gera við sjálfan sig. Svo þarf að taka lítil skref í einu, kannski byrja á því að tala aðeins við nágrannann sem maður hefur bara kinkað kolli til fram að þessu. Hafa samband við gamla vini sem maður hefur ekki talað vil lengi. Aðalmálið er að láta ekki bugast þó að undirtektirnar séu ekki alltaf góðar, þó að einn nágranni sé ekki í skapi til að tala þennan dag þá getur verið að einhver annar nágranni sé það annan dag. Kannski getur þú verið sá nágranni? Ásdís er sálfræðingur hjá Heilsustöðinni Heilsa Tengdar fréttir Upplifir þú oft reiði? Þá er gott að vita að þó að reiði sé sterk tilfinning þá þarf hún alls ekki að vera tjáð með þvílíku offorsi. Hún á sér margar hliðar og getur líka verið uppbyggjandi allt eftir aðstæðum. 5. október 2015 11:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það að finnast maður vera einmana þýðir að maður saknar návistar við aðra. Við tölum ekki oft um einmanaleika. Samt höfum við líklega flest verið einmana einhvern tíma á lífsleiðinni. Sum okkar í stuttan tíma og önnur í lengri. Ein af ástæðum þess að við tölum ekki mikið um einsemdina er að oft kennir maður sjálfum sér um og skammast sín fyrir að vera einmana. Sjálfsásakanir eru ekki fátíðar, ásakanir um að maður sé ekki nógu áhugaverð eða skemmtileg manneskja til að aðrir nenni að vera með manni.Hverjir eru einmana? Það hefur verið svolítið ríkjandi hugmynd að það sé bara eitthvað skrítið og veiklynt fólk sem verður einmana en það er bara alls ekki rétt. Við erum félagsverur og þó að það sé misjafnt hvað við höfum mikla þörf fyrir að vera með öðrum þá eru það fæstir sem geta lifað lífinu án nokkurs sambands við aðra. Það er þó ekki háð því hvað maður hefur margt fólk í kringum sig hvort maður er einmana eða ekki. Margir sem eru komnir á ellilífeyrisaldur finna fyrir einmanaleikanum þegar þeir hætta að vinna. Eins getur einmanaleikinn orðið mikill hjá þeim sem missa maka sinn og vini. Það er ekki bara elsta kynslóðin sem verður fyrir missi og fólk á öllum aldri getur fundið fyrir einmanaleika. Fyrir utan það að missa einhvern nákominn eru dæmigerðar aðstæður sem bjóða einsemdinni heim meðal annars flutningar þar sem maður þarf að koma undir sig fótunum á nýjum stað. Það getur verið erfitt að kynnast fólki þar sem þeir sem fyrir eru eiga nóg með sig og sína. Oft verður fólk líka einmana eftir skilnað eða atvinnumissi. Erfið andleg eða líkamleg veikindi geta einnig ýtt undir einmanaleika. Ég hef hitt marga einmana unglinga. Ástæðan hefur oft verið að þeim finnst þeir svo allt öðruvísi en allir aðrir, hugsa öðruvísi og hafa öðruvísi tilfinningar en aðrir. Sumum fullorðnum líður líka svona. Bæði börn og aðrir sem hafa verið lagðir í einelti lýsa oft sterkri einmanaleikakennd og upplifa mikla huggun í því ef einhver í hópnum stendur með þeim, þá eru þau ekki eins einmana lengur.Vísir/GettyEinvera Það er einnig vert að muna að ekki eru allir einmana sem eru einir. Sumum finnst einveran góð og líður vel með sjálfum sér. Margir líta á það sem eitt það eftirsóknarverðasta í lífinu að vera einhvers staðar aleinir í friði og ró. Til dæmis hafa skapandi listamenn oft mikla þörf fyrir einveruna til að geta helgað sig verkum sínum. Þegar betur er að gáð er þetta oft fólk sem hefur möguleikann á návist við annað fólk ef það kýs svo. Það er stór munur á að kjósa einveruna eða finnast maður neyddur til einveru. Einnig er munur á að upplifa tímabundinn einmanaleika og að lifa einmanalegu lífi.Gagnsemi einsemdar Það er með einmanaleikann eins og aðrar tilfinningar, maður getur notað hann til að átta sig í tilverunni. Sterk einsemd er ábending um að lífið er ekki eins og maður vill hafa það og hvatning til að gera eitthvað í því. Tilfinningin er gagnleg því hún hvetur fólk til að komast í samband við aðra. Hún er sársaukafull og maður upplifir þörf fyrir að lina sársaukann. Fólk sem þrátt fyrir að vera í sambandi upplifir stöðugan einmanaleika getur notað tilfinninguna sem ábendingu um að það sé eitthvað að í sambandinu.Að losna úr einsemdinni Fyrsta skrefið til að losna við einmanaleikann er að viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður sé einmana. Sjálfsásakanir eru ekki til neins gagns, maður myndi aldrei fara að skamma einhverja aðra fyrir að vera einmana og það á maður heldur ekki að gera við sjálfan sig. Svo þarf að taka lítil skref í einu, kannski byrja á því að tala aðeins við nágrannann sem maður hefur bara kinkað kolli til fram að þessu. Hafa samband við gamla vini sem maður hefur ekki talað vil lengi. Aðalmálið er að láta ekki bugast þó að undirtektirnar séu ekki alltaf góðar, þó að einn nágranni sé ekki í skapi til að tala þennan dag þá getur verið að einhver annar nágranni sé það annan dag. Kannski getur þú verið sá nágranni? Ásdís er sálfræðingur hjá Heilsustöðinni
Heilsa Tengdar fréttir Upplifir þú oft reiði? Þá er gott að vita að þó að reiði sé sterk tilfinning þá þarf hún alls ekki að vera tjáð með þvílíku offorsi. Hún á sér margar hliðar og getur líka verið uppbyggjandi allt eftir aðstæðum. 5. október 2015 11:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Upplifir þú oft reiði? Þá er gott að vita að þó að reiði sé sterk tilfinning þá þarf hún alls ekki að vera tjáð með þvílíku offorsi. Hún á sér margar hliðar og getur líka verið uppbyggjandi allt eftir aðstæðum. 5. október 2015 11:00