Söluaukning Volkswagen í Bandaríkjunum í október Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 11:31 Volkswagen Passat. Volkswagen Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent