Citroën ætlar að selja bíla á vefnum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 14:58 Citroën Cactus M. Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent
Citroën ætlar brátt að hefja sölu bíla sinna á vefnum í heimalandinu Frakklandi. Meiningin er svo að það verði einnig gert æi öðrum löndum álfunnar. Bílkaupendur velja liti og aukabúnað bílanna og greiða inná pantanir sínar á internetinu. Sípan velja þeir að auki hjá hvaða söluumboði Citroën þeir vilja sækja bíl sinn. Kaupendur geta líka fengið útreikning á því á hvaða verði notaður bíll þeirra gæti gengið uppí kaupin á nýjum bíl. Forsvarsmenn Citroën segja að kaupendur Citroën laðist að bílum þeirra af afspurn og því þurfi bílar þess að vera aðgengilegir þar sem hægt er á augabragði að fá allar upplýsingar um þá og auðvelda með því valið á þeim. Þeir segja að þriðjungur þeirra sem kaupa Citroën bíla reynsluaki þeim ekki og þeim fari sífellt fjölgandi. Þeir viðskiptavinir treysta gæðunum og því séu miklir möguleikar framundan varðandi sölu bíla á vefnum. Samkvæmt könnun Capgemini segjast 35% bílkaupenda tilbúnir að kaupa nýjan bíl á vefnum og stemmir það ágætlega við tölu þeirra sem ekki reynsluaka Citroën bíla áður en þeir kaupa þá.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent